Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 22
aðalmarkmiðið með starfi þeirra að
krakkamir vendust ekki á nautn áfengis
og tóbaks, temdu sér ekki ljótt orðbragð
og spiluðu ekki upp á peninga. En því
miður gleymdu víst margir þessu,
þegar út í lífið var komið. En söm var
gjörð stúkunnar fyrir það.
Einhvers staðar fékk ég lánaðan
sparksleða, og þaut nú eftir svelluðum
götum bæjarins á honum. Vera má, að
það hafi verið í húsinu hjá henni Sigríði
Önundardóttur á Skagfirðingabrautinni,
sem faðir minn átti „stóm krakkana“
með, þau Maríu og Þórarin. Við
komum til þeirra að sjálfsögðu, og
við systkinin nokkrum sinnum síðar,
er við áttum heima á Refsstöðum, og
gengum norður fjöllin til Sauðárkróks
um hásumarið.
Mér fannst afar spennandi að þjóta
um snævi- eða ísiþaktar göturnar á
þessu farartæki, sem ég hafði aldrei
fyrr augum litið. Svona farartæki,
eða hvað það nú var, fyrirfannst ekki
á Laxárdal. Þar vom tunnustafir og
hrossleggir í stað skíða og skauta.
En nú var komið skip til Sauðárkróks,
og með því var ætlunin að sigla til
Haganesvíkur, þó að ekki væri þar
bryggju fyrir að fara. Þá var bara skotið
fram báti úr landi til að nálgast farþega
og vömr. Dýrðardögunum á Króknum
var að Ijúka. Skipið var Súóin, að mig
minnir, eitt af skipum Skipaútgerðar
ríkisins. Stigum við nú um borð. Allt
var rólegt fyrst um sinn, en brátt tók
veðrið að versna. Þegar komið var
alllangt út í Skagaíjörðinn, varð alveg
bandvitlaust veður. Skipið valt mjög,
enda var þetta ekkert risaskip. Móðir
mín varð mjög sjóveik og ég einnig.
Við höfðum víst aldrei komið út á sjó
fyrr, en haldið okkur á fastalandinu.
Móðir mín spurði skipstjórann, hvort
skipið mundi hafa þetta af. Hann sagði
að þetta væri ekki mikið, og hefði hann
oft séð hann
svartari en þetta. Við þyrftum
sem sagt engu að kvíða. Veðrið hélt
áfram hrikaleik sínum í svarta myrkri
skammdegisins. Þetta var engan veginn
glæsilegt. Sjóveikin er einhver sá versti
sjúkdómur sem hugast getur; hún tekur
Sveinn frá Elivogum.
Elín Guðmundsdóttir, eiginkona
Sveins frá Elivogum.
alla lífslöngun og gleði frá fólkinu. Og
við vorum þar engin undantekning.
Loks staðnæmdist skipið. Það var
komið til Siglufjarðar. Hafði ekki
getað komið við í Haganesvík, farið
fram hjá eins og staðurinn væri ekki
til. Sigluijörður bauð upp á góða höfn,
sem hægt var að leggja að hvenær sem
með þurfti.
Mikið hafði snjóað í hríð þessari,
og enn var hríðargarg, þegar við
skreiddumst upp úr skipinu, vansvefta,
þreytt og illa til reika. Er ég leit staðinn
fyrst augum, fannst mér hann minna
mig mjög á rústir, svo ömurlegur
var hann. Allt var hreint og beint á
kafi í snjó. Hafði ég oft séð drjúga
fönn á dalnum mínum, en ekkert
líkt þessum ósköpum. Aðeins gaflar
húsa og reykháfar sáust upp úr
fannadyngjunni.
Bót var í máli, að við vorum að
nálgast vini. Við móðir mín héldum
til Árna Kristjánssonar frá Lambanesi
og Guðbjargar Kristinsdóttur, konu
hans. Hjá þeim var í vist, eins og það
var nefnt, eða við heimilisstörf, systir
mömmu, Ingibjörg að nafni. Hún var
fædd 1899, og því 35 ára, þegar þetta
var. Hún dó 1936 úr krabbameini, ógift
og bamlaus.
Arni var umboðsmaður hjá Olíu-
félaginu SHELL á staðnum, sem nú
nefnist Skeljungur. Guðbjörg kona
hans var Ijósmóðir Sigluíjarðarbæjar,
og hafði nógu aó sinna í sínu starfi,
því að þá ijölgaði fólki mjög í þessum
bæ og allt var í blóma. Guðbjörg hafði
tekið á móti mörgum bömum, þegar
þetta var, og átti eftir drjúgan starfsdag,
svo að væntanlega hefur hún hjálpað
mörgum Siglfirðingum inn í þennan
syndum spillta heim.
Árni og Guðbjörg bjuggu í miðbæ
Siglufjarðar. að Túngötu 37. Húsakynni
voru hentug og rúmgóð. Rafmagnsstöð
var á Siglufirði, og sá Jón, bróðir Áma,
um hana. Þarna var útvarpstæki tengt
beint í vegg, en ekki við rafgeymi einn
eða tvo, eins og ég sá á heimaslóðum.
Þetta var nýtískuheimili og velmegun
ríkti þar áreiðanlega. Þarna fannst
454 Heima er bezt