Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 23
Auðunn Bragi heima í stofu á Hjarðarhaga.
mér gaman að vera. Mat hafði ég ekki
bragðað jafn góðan og fjölbreyttan fyrr.
Stöðug veisla, að manni fannst.
Ingibjörg var dugleg við
heimilisverkin, og veitti ekki af, því
oft var húsmóðirin fjarverandi vegna
starfs síns. Börn áttu þau hjón tvö:
Harald og Freyju. Ég lék mér nokkuð
með Haraldi, sem er árinu eldri en ég.
Hann lánaði ntér sparksleðann sinn,
og þaut ég nú á honum um göturnar,
undir ntánaskini og stjömuljósum, því
að óveðrið gekk vitanlega niður og
mjöllin tróðst. Þótti mér mikið sport í
þessum skíðaferðum. Já, heimurinn var
að opnast, ungum afdaladreng.
Freyja var strax orðin álitleg stúlka.
Var ég hrifinn af henni, svo lítið bar
á. Þarna skammt frá var systir Arna
frá Lambanesi, hún Gunnþórunn, sem
gift var Helga Kristinssyni, bróður
Guðbjargar ljósmóður. Dóttur áttu þau,
sem Helga heitir, og er tveimur árum
yngri en ég. Einhver var að segja að
þarna væri komið konuefni handa mér.
Helgi var smiður og liðtækur við fleira.
Þau hjón bjtiggu í Þormóðsgötu 23,
norðarlega í bænum. Við móðir mín
komum þar að vonum.
Á Siglufirði dvöldum við víst
rúma viku, en ætlunin var að halda
inn í Fljót við fyrstu hentugleika.
Ákvörðunarstaðurinn var Lambanes í
Austur-Fljótum. En förin vildi dragast,
vegna þess að ekki var um skipsferð
að ræða. Mér fannst hins vegar ekkert
gera
til, þótt förin drægist eitthvað;
best að vera sem lengst hjá Áma og
Guðbjörgu.
í Lambanesi var hins vegar beðið
eftir okkur, og fóru símtöl á milli.
Ingibjörg frænka var, eins og áður
sagði, vinnukona þarna. Hún var
nokkuð lýtt í andliti. Önnur kinn
hennar var undirlögð rauðri valbrá.
Ég minnist hennar sem alúðlegar og
duglegar konu.
Til Haganesvíkur komum við loks
með póstbátnum „Drangi“, sem gekk
milli Akureyrar og Sauðárkróks. Ekki
gat báturinn þó tekið land þama, heldur
sótti uppskipunarbátur okkur og flutti
í land, ásamt margs konar vamingi og
pósti. Okkur bar að landi í Haganesvík,
eins og fyrr segir, en þar var um langa
hríð aðal verslunarstaður Fljótamanna.
Þar var Samvinnufélag Fljótamanna og
póstafgreiðsla. Allt er þetta nú komið
á Ketilás, frammi í sveit.
Við komum fyrst til hennar Kristínar
veitingakonu í Víkinni. Mörgum
veitti hún beina, auðvitað fyrir fullt
gjald, enda þurfti hún að lifa á þessu,
aumingja konan. Við gengum síðan
yfír til Lambaness, yfír Miklavatn, sem
þá var lagt mannheldum ísi. Við vomm
fljót í fömm frá Víkinni til bæjarins,
þar sem hún Anna móðursystir mín
bjó. Okkur var vel tekið í Lambanesi.
Lengi hafði verið beðið eftir okkur.
Komið var fram undir jól. Auk Önnu
og Gunnlaugs var þama Kristján, faðir
hans, um áttrætt, næstum karlægur og
krepptur, þó að hann rétti nokkuð við
síðar, þótt ótrúlegt væri. Valgarður,
bróðir Gunnlaugs, var smiður og bóndi
í Lambanesi og stundum fjarverandi
við iðn sína. Hann var ókvæntur alla
ævi.
Kristján Jóhann Jónsson í Lambanesi
varð 104 ára, 4 mánaða og eins dags,
andaðist 10. desember 1959. Varð þess
vegna með elstu Islendingum fyrr og
síðar.
Um jólin varð ég 11 ára og
skólaskyldur raunar fyrir nokkm.
Eftir ármótin var mér komið fyrir í
Haganesvík, í húsinu Brautarholti,
þar sem Sveinn Stefánsson og Lilja
Kristjánsdóttir réðu ríkjum. Þar var
kennarinn einnig til húsa og í fæði,
hann Sæmundur Dúason, 45 ára að
aldri. Hafði lokið námi úr óreglulegri
deild Kennaraskólans vorið á undan.
Ég var þarna annan hvem mánuð, en
hinn í Lambanesi.
Hér er best að nema staðar, enda
vorum við móðir mín farsællega komin
á ákvörðunarstaðinn, eftir dálítið erfiða
og ævintýralega för. Lífinu í sveitinni
og skólanáminu í Víkinni þennan vetur
mætti lýsa í annarri grein.
Heimaerbezt 455