Heima er bezt - 01.11.2005, Page 25
Fór ég nú að ýja að því að skilja hrútana eftir og ná
heldur í þá daginn eftir, en spá hafði um morguninn
verið sæmileg fyrir næsta dag, við komnir alla vega þrjá
ijórðu af heimleiðinni og því ekkert tiltökumál að sækja
hrússana eftir skólatíma næsta dag.
Faðir minn vildi halda ferðinni áfram og svo varð enn
nokkra hríð, en þá þótti mér sem hrútarnir væru alveg
búnir að vera, við sífellt að lyfta undir þá með auknu
erfiði, þeir auk þess komnir á snjóminna svæði og í
nokkru skjóli einnig.
Ég einfaldlega var alveg búinn að vera og hefði helzt
kosið að leggjast fyrir í mjúkri fönninni. Farið var einnig
heldur betur að draga af föður mínum og hvort sem við
ræddum þetta nú lengur eða skemur þá voru hrútarnir
skildir þarna eftir undir allgrösugu barði, sem við náðum
að skafa nokkuð ofan af. Mér a.m.k., þótti leiðin heim,
út og niður hálsinn alveg nógu löng svo aldrei fyrr né
síðar þótti mér hún slík og hafi ég einhvem tímann verið
örmagna þá var ég það þarna, en faðir minn lét fátt af
sinni þreytu og sá ég þó vel að hann var hvíldinni meira
en feginn.
Það sem verra var þó var að nú hafði spá spillzt til
muna og spáði nú öðru áhlaupi daginn eftir, sem svo
vissulega gekk eftir í raun, engu síðra hinu fyrra og
upprof varð ekki fyrr en á þriðja degi. Mér leið vægast
sagt bölvanlega þessa daga, hugsandi til hrússanna og
samvizkubitið nagaði: Auðvitað hefði ég getað amlað
lengur áfram og máski ekki munað svo miklu hvort
hrússarnir hefðu verið reknir alla leið heim, alla vega var
vegalengdin sú sama, þreytan enda löngu rokin burt og
ósköp auðvelt að láta sem svo að í sama stað hefði niður
komið. Sannleikurinn sá að mig fór að dreyma hrútana
og einkum þó þann yngsta og fallegasta um leið, eðlileg
afleiðing sífellds samvizkubits.
Loks á sunnudegi rofaði til og við biðum ekki boðanna
og héldum til leitar. Nú var enn meira um skafla en komið
víða nokkuð harðfenni og eins hafði víða blásið m.a. af
hálsinum, þ.e. drjúgum helmingi leiðarinnar.
Hrútana fundum við nær strax, ekki þó á sama stað
heldur nokkru nær og greinilegt þótti okkur að þá hefði
hreinlega hrakið undan veðri. Þeir voru raunar sem
samvaxnir snjóbreiðunni, en þegar nær var komið sáum
við að þeir voru bara tveir, sá yngsti og fallegasti var
hvergi sjáanlegur. Ég leitaði alls staðar í kring og fór
allvítt um til að leita af mér allan grun. Faðir minn rak
á meðan niður staf sinn í grennd við verustað hrútanna
til að kanna hvort eitthvert holrúm væri þar að finna, ef
hrússi væri lífs. Ég fór raunar einnig með stafinn þar sem
við þóttumst hafa skilið hrútana eftir, en allt án árangurs.
Ég setti vel á mig staðinn en síðan var haldið heim á leið
og sannarlega sóttist ferðin seint, svo illa sem hrútarnir
voru haldnir, þó heim kæmumst við með þá um síðir.
Raunar urðum við að draga þá niður allan hálsinn, enda
skailar mestir þar og fannfergi afar mikið. Fannir þessar
fóru reyndar ekki með öllu fyrr en í júnílok árið eftir.
Þegar við vorum komnir með þá svona 100 metra frá
ijárhúsunum þá fór ég og opnaði annað húsið og hleypti
ánum út, en hrútarnir voru svo uppgefnir að þeir héldu
kyrru fyrir þar sem þeir voru komnir og þegar þeir
voru reknir til ánna þá fór því víðsfjarri að þeir litu þær
gimdarauga og var þó komið að þeim tíma sem þeir vora
vanir að ijörgast vel. Þeir lögðust umsvifalaust fyrir eftir
að við höfðum rekið þá inn og bundið vel og þó ilmandi
taðan væri borin fram í garðann þá litu þeir ekki við
henni. Við höfðum af þessu nokkrar áhyggjur, því þrátt
fyrir tvöfalt lengri og enn erfiðari ferð, tókum við faðir
minn hraustlega til matar okkar þegar inn var komið,
en við höfðum auðvitað ekki staðið úti í stórhríðum í
hartnær viku!
Morguninn eftir sást þó að hrússar höfðu fengið
matarlyst nokkra og ekki höfðu frost og stórhríð drepið
úr þeim allan dug, svo ágætlega sem þeir reyndust síðar
um veturinn á fengitíð.
Ég fór nokkru síðar, þegar nokkuð hafði hlánað,
til að gá að uppáhaldshrúti mínum, enda beit mig
samvizkan óspart eftir uppgjöfina áður, en ekki sást
tangur eða tetur af hrússa mínum og raunar enn ærið
nóg af umfangsmiklum sköflum á þessum slóðum. En
til að gjöra langa sögu stutta þá fór ég eina ferðina enn
á þessar slóðir eftir myndarlega hláku rétt fyrir jólin og
þá gekk ég fram á hrússa minn, alllangt frá þeim stað
sem hinir hrútamir voru á, þegar í þá var náð. Hann lá
þar í lækjarfarvegi þar sem örlög hans höfðu ráðizt, en
ömurlegast þótti mér það að sjá að auðnað hafði meira í
kringum hann heldur en annars staðar, sem sagði mér að
hann hefði lifað nokkurt skeið þama í fönninni áður en
hann sálaðist.
Siðan þá eru áratugir en ótrúlega oft hvarflar þessi
mynd að mér og þó mörgum muni þykja broslegt, þá fínn
ég enn til samvizkubits út af því að hafa ekki á sínum
tíma neytt allra minna krafta til að koma hrússa mínum
í hús.
Margar hugrenningar bærast hjá mér og fleiri myndir
þessum tíma tengdar, láta á sér kræla enn á ný við þessa
upprifjun og þær ærið alvarlegar. Hvað ef ég hefði
nú setið fastur í Staðarskarðinu með konu og börn og
stórhríðin beljandi næturlangt um blæjujeppann? Eða
þá að veðrið hefði skollið á tveim tímum íyrr meðan ég
var enn á Reyðarijarðarströndinni? Svona hugsanir eru
oft áleitnar og um leið þakklæti til forsjónarinnar að hafa
mátt komast klakklaust heim með minn dýrmæta farm, í
raun aleiguna.
En hrússinn minn fallegi á þarna sinn sess til hliðar
við þetta, þar sem samvizkan hrærir við mér enn í dag,
áminning um leið að alltaf skyldi gjört svo sem maður
framast má megna.
Það er nú einu sinni svo að dýrin mín, ekki sízt
kindurnar mínar, voru mér ótrúlega kær og um þau hefi
ég máski samið bitastæðustu þættina frá liðinni tíð.
Það hæfir að hrússi minn sé þar á sínum stalli.
Heima er bezt 457