Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 26

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 26
Snorrl Jónsson: ÞRJÚ LJÓÐ MINNING I Einn kaldan vetrarmorgun gekkstu niður að ísilagðri ánni, ungur drengur, í logni og heiðríkju og snjórinn marraði undir fótum og frostið beit í eyru og kinnar en þú varst með lambhúshettu og ullarvettlinga og brostir út í kuldann; í huga þínum var skíðasleðinn góði, sem frændi gaf; þú hlakkaðir til að renna þér eftir svelli árinnar; svo brunaðirðu af stað áfram, áfram, eins og í sæludraumi uns þú stansaðir móts við svörtu bakkana háu og draugalegu bakkana svörtu hikandi og sleginn ótta, þú máttir ekki fara úr augsýn frá bænum og nú vissi enginn hvar þú varst, en áfram hélstu samt, áfram í bláu frosti og fannhvít jörðin allt um kring, áfram niður ána, þangað sem fossinn fellur í gljúfrið ofan við bæinn undir brekkunni, svo hélstu á sleðanum niður hallinn meðfram gljúfrinu, niður á flatar eyrarnar, brunaðir eftir ísi árinnar þar sem hún rennur í sveigjum og beygjum að ósi sínum og hverfur inn í stóru ána. Þá hélstu heimleiðis, glaður og stoltur níu ára snáði. Þú hafðir sigrað! MINNING II Uppi á ásnum komstu kjagandi í svörtu síðpilsi og styttir þig hvert sinn áöur þú öslaðir berfætt yfir blárnar yljaðar af sólinni, og rauðbrún leirleðjan vall milli táa þinna. Ég beið þín á harðbalakringlunni, þú settist hjá mér, dróst pilsin upp að knjám, og sólin skein á stinna fæturna, svo stakkstu fingrum milli táa og sagðir: “Ósköp er notalegt að bleyta fætuma í volgrunni!” Svo stóðstu upp og þakkaðir fyrir sólina og lognið og hélst af stað í átt til árinnar. Ég horfði á eftir þér, lágvaxinni konu í svörtu síðpilsi með fléttur vafðar um koll og gáfur í enni og augum, berfættri með sokka og skó í skjatta þar til þú hvarfst bak við leitið. MINNING III Ungur gekkstu um mýrina þar sem brunnklukkan syndir í pyttum og lontan felur sig undir holum árbökkum og smalaðir beitarfé fyrir prestinn á vetrardögum. Og þú varst oftast glaður og hióst hátt svo undir tók í holtum og hólum. Svo fórstu í ferð einn kyrrlátan dag um haust aó leita þér fróðleiks og frama. Mýrin og hóllinn þinn stóri vaxinn lyngi og mosa saknaði þín og álfarnir grétu í leynum. Með rímur í nesti og kveðandi raddar þinnar hlaustu athygli á framandi stað. íbyggnir lærimeistarar glottu í kampinn og skotruðu augum í spum: Hvaðan kemur hann þessi? „Kveð ég hátt uns dagur dvín,“ söngst þú og flýttir þér þangað sem ástin beið þín með roða í vöngum og bros á vör meðan aðrir sváfu. Einn daginn varstu horfinn og skildir eftir þig órðáöna gátu. 458 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.