Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 29

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 29
M/s Foldin var frystiskip og fékk síðar nafnið Drangajökull. - heldur siglt niður sjálft fljótið á köflum. Þá hefur Foldin ekki í annan tíma siglt hraðar, því straumhraði fljótsins er talinn vera um 15 mílur á klukkustund, að viðbættum 10 mílna hraða skipsins. Þetta var því æsispennandi sigling, þar sem lítið mátti út af bregða með þverhnípta kletta á bæði borð og myndi ekki sýna því skipi neina miskunn er lenti utan í þeim. Komið var til Montreal 29. ágúst og siglt þaðan um St. Lawrence- fljót og samnefndan flóa norður í gegnum Bell-Isle sund og austur yfir Atlantshaf til Bremen, þar sem smjörfarmurinn var losaður. Næsta verkefni skipsins var flutningur á saltfiskfarmi fyrir Færeyinga til Piræus og Patras í Grikklandi. Til Bretlands var svo fluttur farmur frá Suðurlöndum. Loks lestaði skipið vörur í Leith og Hull fyrir Eimskipafélag Islands og kom til Reykjavíkur eftir um 15 vikna útivist. Arið 1950 voru bæði þessi skip í langsiglingum þótt lítil væru, aðallega vegna frystibúnaðarins í lestum þeirra, því hörgull var þá á slíkum skipum, m.a. vegna þess hve stutt var frá stríðslokum. Til dæmis var þetta fyrsta sigling íslenskra skipa upp á vatnasvæðið mikla í Norður-Ameríku. Þá voru þau bæði í freðfiskflutningum til Haifa og Tel Aviv í ísrael. Einnig fluttu þau farma milli hafna við Miðjarðarhaf og komust skipverjar þá stundum í hann krappann við undirheimalýð þeirra borga. Þannig voru skipverjar á Vatnajökli rændir í Palermo á Sikiley og í öðru tilviki var ráðist á skipverja Foldarinnar í Algier-borg, og þeir stungnir með hnífum og rændir. Þau urðu afdrif þessara skipa að Foldin var seld Jöklum h/f., árið 1952, og nefnd Drangajökull. Skipið sökk á Pentlandsfirði, 29. júní 1960. Mannbjörg varð. Vatnajökull var í eigu Jökla h/ f., 1947-1964, að skipið var selt til Grikklands. Það strandaði og eyðilagðist við eyna Sardiníu á Miðjarðarhafi, árið 1981. Það var svo ekki fyrr en aldarfjórðungi síðar að íslensk skip sigldu á þessar slóðir aftur, þegar Nesskip hófú þangað ferðir eftir eldsneyti fyrir járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, en það er önnur saga. Bæði Vatnajökull og Foldin voru óvenju lítil skip til siglinga á Norður-Atlantshafí að vetrarlagi, í öllum veðrum. Þau voru bæði keypt í smíðum af sænskum skipasmíðastöðvum, laust eftir síðari heimsstyrjöldina, en þá var mikill hörgull á flutningaskipum og þá ekki hvað síst frystiskipum. Leið þeirra lá ótrúlega víða um hafnir í Evrópu, við Miðjarðarhaf og til Norður- Ameríku, með frosnar sjávarafurðir og þau þóttu hentug til siglinga hér innanlands, einkum á hinar smærri hafnir, og eins í Færeyjum, þar sem Foldin var tíður gestur. Æ Heima er bezt 461

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.