Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 29

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 29
M/s Foldin var frystiskip og fékk síðar nafnið Drangajökull. - heldur siglt niður sjálft fljótið á köflum. Þá hefur Foldin ekki í annan tíma siglt hraðar, því straumhraði fljótsins er talinn vera um 15 mílur á klukkustund, að viðbættum 10 mílna hraða skipsins. Þetta var því æsispennandi sigling, þar sem lítið mátti út af bregða með þverhnípta kletta á bæði borð og myndi ekki sýna því skipi neina miskunn er lenti utan í þeim. Komið var til Montreal 29. ágúst og siglt þaðan um St. Lawrence- fljót og samnefndan flóa norður í gegnum Bell-Isle sund og austur yfir Atlantshaf til Bremen, þar sem smjörfarmurinn var losaður. Næsta verkefni skipsins var flutningur á saltfiskfarmi fyrir Færeyinga til Piræus og Patras í Grikklandi. Til Bretlands var svo fluttur farmur frá Suðurlöndum. Loks lestaði skipið vörur í Leith og Hull fyrir Eimskipafélag Islands og kom til Reykjavíkur eftir um 15 vikna útivist. Arið 1950 voru bæði þessi skip í langsiglingum þótt lítil væru, aðallega vegna frystibúnaðarins í lestum þeirra, því hörgull var þá á slíkum skipum, m.a. vegna þess hve stutt var frá stríðslokum. Til dæmis var þetta fyrsta sigling íslenskra skipa upp á vatnasvæðið mikla í Norður-Ameríku. Þá voru þau bæði í freðfiskflutningum til Haifa og Tel Aviv í ísrael. Einnig fluttu þau farma milli hafna við Miðjarðarhaf og komust skipverjar þá stundum í hann krappann við undirheimalýð þeirra borga. Þannig voru skipverjar á Vatnajökli rændir í Palermo á Sikiley og í öðru tilviki var ráðist á skipverja Foldarinnar í Algier-borg, og þeir stungnir með hnífum og rændir. Þau urðu afdrif þessara skipa að Foldin var seld Jöklum h/f., árið 1952, og nefnd Drangajökull. Skipið sökk á Pentlandsfirði, 29. júní 1960. Mannbjörg varð. Vatnajökull var í eigu Jökla h/ f., 1947-1964, að skipið var selt til Grikklands. Það strandaði og eyðilagðist við eyna Sardiníu á Miðjarðarhafi, árið 1981. Það var svo ekki fyrr en aldarfjórðungi síðar að íslensk skip sigldu á þessar slóðir aftur, þegar Nesskip hófú þangað ferðir eftir eldsneyti fyrir járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, en það er önnur saga. Bæði Vatnajökull og Foldin voru óvenju lítil skip til siglinga á Norður-Atlantshafí að vetrarlagi, í öllum veðrum. Þau voru bæði keypt í smíðum af sænskum skipasmíðastöðvum, laust eftir síðari heimsstyrjöldina, en þá var mikill hörgull á flutningaskipum og þá ekki hvað síst frystiskipum. Leið þeirra lá ótrúlega víða um hafnir í Evrópu, við Miðjarðarhaf og til Norður- Ameríku, með frosnar sjávarafurðir og þau þóttu hentug til siglinga hér innanlands, einkum á hinar smærri hafnir, og eins í Færeyjum, þar sem Foldin var tíður gestur. Æ Heima er bezt 461
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.