Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 32
strákar á Einarsbryggjunni. Félagi minn þarna var sonur skipstjóra og sýndist mér hann hafa lítinn áhuga á veiðinni, hann var alltaf að dunda eitthvað annað. Við bryggjuna var bundinn árabátur, ég hafði tekið eftir að hann hafði verið þarna óhreyfður lengi án þess að nokkur skipti sér af honum. Ástæðan hefur eflaust verið sú að við stafninn var stór rifa sem sá í gegnum. Reyndar var hún á öðru borði frá sjólínu, svo að í logni var engin hætta á að sjór flæddi inn í bátinn. Mér varð tíðlitið á þennan bát, síðan á spegilsléttan hafflötinn og þar á eftir á strák skipstjórans. Loks kom ég mér að því að spyrja hann hvort hann væri til í að róa bátnum með mér út fyrir höfnina. Jú, hann var til í það, dró bátinn að bryggjunni og hoppaði um borð. Eg spurði hvort hann ætlaði ekki að taka færið sitt með, það lá í óreiðu á bryggjunni. Hann fór upp á bryggju, gerði upp færið og henti því kæruleysislega aftur í skut. Eg leysti kænuna, skreið um borð og reri frá bryggju og þar með var ég í fyrsta sinn kominn í sjóferð. Tvær misstórar árar voru í kænunni, ég lét strákinn hafa þá minni og svo rerum við af stað ef hægt var að kalla þá athöfn róður. Ef rák hefði sést eftir bátinn hefði hún verið allt annað en þráðbein en okkur miðaði samt. Hér langar mig að skjóta inn í frásögn eða smá skrýtlu, sem kemur þessari sjóferð ekkert við, en ég læt hana flakka með til gamans, af því við vorum með tvær árar, mislangar. Á þessum árum komu oft Færeyjaskútur til Hafnaríjarðar. Fyrir kom að smá strákar fengu lánaðar kænur hjá Færeyingunum. Eitt sinn voru strákar úti á sjó á kænu frá Færeyingum. Heyra þá menn í landi að strákarnir fara allir að grenja í einum kór. Menn kölluðu til strákanna hvað væri að. Svarar þá einn af þeim skrækur mjög: “Við misstum aðra róuna.” Hann átti auðvitað við árina. Upp frá þessu var hann uppnefndur og kallaður Skrækur. Þetta uppnefni lagðist þó af þegar stráksi óx úr grasi. Hann tók meirapróf og hóf vinnu á bílastöð. Þótti hann keyra all hratt og fékk þá viðumefnið ”í loftinu.” Skipstjórasonurinn, sem var í bátnum með mér, kunni illa áralagið, svo leiðin út úr höfninni varó ansi krókótt. Ég var eins og fæddur með ár milli handanna, þótt þetta væri í fyrsta skipti sem ég snerti ár. Við misstum þó ekki “róuna” og þótt áramar væru misstórar komumst við út fyrir Gataklett. Sá klettur er á móti þeim stað sem Sundlaug Vesturbæjar stendur núna. Á klettinum var gat, hann var um það bil hálf önnur mannshæð og tveir metrar á breidd. Fyrir ofan gatið var steinbogi, allur sprunginn og gat hrunið hvenær sem var. Áður en Sundhöllin var reist fór sundkennslan fram þama á milli klettanna. Ungur, ónefndur ofurhugi tók sig til óumbeðinn og felldi steinbogann með járnkarli, nú sjást þess engin merki að þama hafi Gataklettur staðið. Við, drengimir í kænunni renndum niður færum. Ég hafði verið svo forsjáll að taka með mér rauðmagalifur í beitu. Og þarna drógum við blóðrauðan þaraþyrsklinginn hvern af öðrum og það suma tvískæra. Þetta var ekki amalegt og nú hafði áhuginn vaknað hjá skipstjórasyninum. En þá slitnaði öngullinn af færinu mínu og aldrei þessu vant var ég ekki með varaöngla eins og ég var þó vanur. Ég dó ekki ráðalaus. Ég vissi að fóstra mín var að vinna við saltfísk í svokölluðum Svendborgarhúsum. Það var skammt að fara eftir að komið var að landi og nú vissi ég að ég yrði að fá lánaða aura hjá fóstm til að geta keypt öngla. Frá upphafi ferðar hafði ég tekið að mér skipstjóravaldið, leit svo á að ég hefði það enn. Ég skipaði skipstjórasyninum að draga upp færið, legufæri höfðum við ekki, enda óþarfi, það var blanka logn enda þótt kænan bærist aðeins til með straumnum. Við remm að landi, ég sté af kænunni, sagði stráknum að róa út aftur og veiða meira á meðan að ég færi og næði mér í öngla. Ég hinkraði þó við til að sjá hvemig honum gengi, hann hafði skrýtinn ferðamáta, notaði ekki báðar áramar, heldur aðeins þá minni á sitthvort borðið og fór í ótal króka en leiðin var ekki löng, út komst hann og fór að veiða. Ég flýtti mér til fóstru. Hún hafði ekki peninga á sér og urðu það mér mikil vonbrigði. Fóstra mín brást mér ekki frekar en fyrri daginn, hún fékk lánaða peninga hjá vinnufélaga sínum. Ég hljóp í einum spreng í búðina sem ég vissi að seldi kolaöngla og fjárfesti í fimm stykkjum. Það var reyndar heldur mikið bruðl, en ég ætlaði ekki að láta svona góða veiði úr greipum mér ganga, né heldur láta fyrsta róðurinn minn fara forgörðum. Ég hljóp hvíldarlaust til baka. Þegar ég kom í ijömna blasti við mér heldur dapurleg sjón. Fjórir fílefldir karlar reru báti svo rösklega að freyddi undan kinnungunum. Skipstjórasonurinn sat fram í barka og horfði til mín. Hann vinkaði ekki, ég vinkaði ekki, hvers vegna að vera að vinka þegar væntingar manns bregðast svona gjörsamlega. Kænan, sem ég tók traustataki, dinglaði aftan í bátnum hjá þessum rösku ræðurum. Það var löng leið og þung að ganga til bryggjunnar sem við rerum frá. Kænan með rifna stefnið var þar ekki en þegar ég leit í kringum mig sá ég hana langt uppi á landi. Það var greinilegt að óþekktarstrákar áttu ekki að stela henni aftur og fara sér að voða. Ég gekk að kænunni til að hirða þennan góða afla, en þar sást enginn aíli. Honum hafði verið komið til síns heima - í hafið. Skipstjórasonurinn hafði ekki skilað sér heim í matinn á réttum tíma og það leið á daginn. Þá mundi einhver eftir því að hafa séð hann niður á bryggju. Leit hófst og fljótlega kom í Ijós að bátgarmurinn var horfinn. Þóttust þá menn geta lagt saman tvo og tvo. Þar sem strákurinn var sonur þekkts skipstjóra var mannaður bátur og þurfti ekki að róa lengi til að finna kænuþjófmn. En misjöfnum augum er litið á gjörðir mannanna. Strákurinn fékk snuprur og skammir hjá móður sinni, því hann hefði getað farið sér að voða. Hjá föður sínum fékk hann hins 464 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.