Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Side 33

Heima er bezt - 01.11.2005, Side 33
vegar hrós og klapp á öxlina. Faðir hans áleit að sonur hans yrði dugnaðarforkur þegar hann yrði eldri, “tekur bát traustataki og rær einn til fiskjar og er bara átta ára.” Mín var ekki getið, enda fyrir nokkru dottinn út úr sögunni. Þannig endaði minn fyrsti róður. Bjössi bátur Ég hélt mig við uppáhaldsiðju mína, að flækjast niður á bátabryggju og veiða kola og marhnúta. Ég tók eftir gömlum, gráskeggjuðum manni sem gekk við staf. Hann kom oft niður á bryggju. Ef blés af norðri stóð hann kyrr á bryggjunni og starði upp í vindinn, væri hins vegar logn og blíðviðri, dundaði hann í kænu sem var bundin við bryggjuna.Mér fannst maðurinn skrýtinn í hegðun og spurðist fyrir um hver hann væri. Mér var sagt að hann hefði unnið hjá sama útgerðarfélagi alla sína starfsævi. Hann var alltaf bátsmaður og flutti sig milli skipa þegar útgerðin endurnýjaði togara. Þess vegna fékk hann aukanefnið “bátur.” Þegar ég komst til fullorðinsára mundi ég eftir þessum gamla manni og gerði þennan brag: Hann sást oft á bryggju styðjast við staf stirður og ellimóður. Þar sjóndöprum augum hann horfði út á haf hokinn og kinnarjóður. Illum augum norðan gjólunni gaf gráskeggur einn og hljóður. Eg vissi að fyrrum var hann og hét vaskur maður umsetinn. Átök við sjóinn sinn hlut ekki lét saltgrár og veðurbitinn. Nú hugðist gera út á grásleppunet, gamall, veill og slitinn. Og í kœnunni sá ég oft Bjössa bát, bönd og hnúta treysti, sínum útbúnaði öllum gaf hann gát gaffal og mastur treysti. Eitt kvöldið barst mér Bjössa lát bátinn sinn aldrei leysti. Nú lokið var Bjössa lífsins hlaup lítið samt verk hans metið, á Sjómannadaginn svolítið raup, sem ekki verður þó étið. Eg spyr með undrun hvar er kaup kappans sem um var getið? GÁTUR Þetta er sönn saga, sem gerðist á Taiwan: Syni ríks manns var rænt. Ræninginn skildi eftir miða þar sem hann krafðist í lausnargjald verðmæts demants, sem átti að skilja eftir í ákveðnum símaklefa í miðjum almenningsgarði. Borgaralega klæddir lögreglumenn umkringdu garðinn, í þeim tilgangi að elta glæpamannin eða sendiboða hans. Ríki maðurinn gekk til símaklefans þar sem hann fann miða með fyrimælum um hvað hann ætti að gera. Fór hann nákvæmlega eftir þeim, en lögreglan gat ekki á nokkurn hátt komið í veg fyrir að demanturinn hyrfi úr garðinum og í hendur hins brögðótta þorpara. Hvað gerði hann? OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Kona á 7 börn og er helmingurinn af þeim drengir. Hvernig má það vera? OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Bóndi og vinnumaður hans voru að setja kartöflur í geymslu. Bóndinn bar einn poka af kartöflum og vinnumaðurinn tvo poka. Hvor þeirra bar meiri þyngd og hvers vegna? OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Strákur nokkur var á útihátíð og gekk að bás þar sem var maður, sem sagði: “Ef ég skrifa nákvæmlega þyngd þína á þetta þlað, þá áttu að greiða mér 500 krónur, en ef ég get það ekki þá borga ég þér 500 krónur. Strákurinn leit í kringum sig á sá ekki neina vigt, svo hann samþykkti þetta, með það í huga að það væri sama hvað karlinn segði, hann myndi alltaf segja honum að hann væri annað hvort þyngri eða léttari en það, sem hann skrifaði. En svo fór þó að strákurinn varð að greiða 500 krónur. Hvernig vann maðurinn veðmálið? Svörin verða birt í næsta blaði. Heima er bezt 465

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.