Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Side 35

Heima er bezt - 01.11.2005, Side 35
Guðmundur Birgir þreyttur á litlum höndum og búinn aö forða sér upp á eldhússkáp. Freyja Agústsdóttir með Guðmund Birgi. Alexandra horfir afbrýðisöm á. hylli. Margir velja sér ketti af sér- stökum tegundum, t.d. síams-, skógar- og bengalketti. Svo eru það margir sem eru ánægðir með sína íslensku ketti og hér á eftir fer saga af einum slíkum. Guðmundur Birgir Högnason Hann fannst á koldimmri nóvem- bernótt, lítill, kaldur og svangur, á bílastæði í Ármúla, langt frá öllum íbúðarhúsum. Það var sett auglýsing í blöðin ef einhver saknaði kisa litla. Næstu daga á eftir komu margir að líta á kettlinginn en án árangurs. Hinn rétti eigandi gaf sig ekki fram. Það var því ekki um annað að gera en veita honum heimili. Sigmar Freyr, sem þá var sex ára, vildi ólmur skíra kettlinginn. Drengurinn var enn undir áhrifum frá því að litla systir hans var skírð um haustið. Sigmar Freyr tók að sér prestverkið og greinarhöfundur hélt kettlingnum undir skím við eldhúsvaskinn. Hann hlaut nafnið Guðmundur Birgir vegna þess að maðurinn senr fann hann heitir Birgir og bílaplanið, þar sem kettlingurinn fannst, var í eigu manns að nafni Guðmundur. Guðmundur Birgir hefur ekki verið eldri en þriggja mánaða þegar hann fannst. Hann var skemmtilegur kettlingur, dálítið sérsinna en Ijörugur og kátur. Fljótlega kom í ljós að hann var mikil karlremba og gerði sér far um að leika sér meira við drengina í ijölskyldunni en stelpurnar. Hann varð ekki veiðiköttur og var það talið honum til hróss. Kom aldrei inn með mýs eða fugla utan einu sinni að hann kom með maríuerlu, sem var ekkert særð og flaug í burtu frelsinu fegin. Það gerðist þó einu sinni Guðmundur Birgir orðinn þreyttur á að passa Sverri Borgþór. og það á Þorláksmessukvöld, að komið var að Guðmundi Birgi þar sem hann var að bauka við mottu framan við þvottavélina. Þegar betur var að gáð var það dauður og frosinn rottuungi og líklegt að Guðmundur Birgir hafí fúndið hann á ferðum sínum um nágrennið. Farið var með hræið og mottuna út í ruslatunnu en Guðmundur Birgir elti hámjálmandi. Hann sat lengi á loki tunnunnar og mjálmaði ámátlega. Konungsveldinu ógnað Guðmundur Birgir var ókrýndur konungur götunnar og aðrir kettir, sem þar áttu heima, lutu vilja hans. í góðu veðri sat hann oft fyrir utan dymar á heimili sínu og þvoði sér. Hann eignaðist ótal vini, bæði ketti og menn. Það var ekki óalgengt að heyra fólk sem gekk fram hjá segja við hann. “Góðan daginn, Guðmundur Birgir.” Hann eignaðist vin, sem átti heima í næstu götu, svartan fress á svipuðum aldri. Þessi vinur kom stundum með honum inn og saman fengu þeir sér að borða úr matardalli höfðingjans. En veröldin er hverful og þessi sælutími varði ekki a ð eilífu. Ókunnur köttur fór að gera sig heimakomin í götunni. Hann var gráskjóttur, stór og drungalegur. Annað eyrað á honum var skörðótt, svo ekki var um að villast, þetta var slagsmálaköttur hinn versti. Aðkomukötturinn sveifst einskis og um leið og hann fékk færi á, réðist hann á Guðmund Birgi. Guðmundur Birgir var óskaplega hræddur við hann. Hans svami óvinur átti ýmislegt slæmt til, eins og það að meina honum að komast að kattarlúgunni. Ókunni kötturinn fékk fljótlega nafnið Flökkugráni. Það var ekki ósjaldan að fólk í hverfínu Heima er bezt 467

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.