Heima er bezt - 01.11.2005, Side 36
Að lokmtm andlitsþvotti.
Rannsóknarferð um hverfið og
merking umhverfisins.
þusti út úr húsum sínum til að bjarga
heimilisköttum undan honum. Hann
lagði fleiri ketti í einelti en Guðmund
Birgi.
Flökkugráni var viðloða hverfíð
um tveggja ára skeið. Þá hvarf hann
í einni af herferðum kattafangara
borgarinnar. Eftir það ríkti konungs-
dæmi Guðmundar Birgis í götunni.
Válegar verur á ferð
Það gerðist síöan eitt kvöldið að
Guðmundur Birgir kom ekki inn.
Daginn eftir var haft samband við
Kattholt. Þar var í búri köttur sem
fangaður var um nóttina, svartur
og hvítur með heljarstóra bjöllu,
merkiö haföi dottið af. Þegar komið
var á staöinn húkti höfðinginn niðurlútur í búrinu.
Hann hafði lent í átökum við meindýraeyði, sem hafði
betur. Áður en þetta gerðist var Guðmundur Birgir afar
gæfur og allir gátu náð honum. Hann þekkti ekki hrekki
heimsins og það var farið að fyrnast yfir viðureign hans
við Flökkugrána. í tvo næstu daga á eftir, var hann
rúmliggjandi, gekk síðan haltur um tíma. Hann varð
styggur við ókunnuga eftir þessa lífsreynslu og lengi aö
endurheimta stolt sitt.
Fleiri dýr á heimilinu
Keli Brandur var gulbröndóttur, stálpaður kettlingur
þegar komið var meö hann inn á heimiliö. Guðmundur
Birgir brást glaður við þegar komið var með Kela
Brand. Mikil vinátta tókst á milli þessara kisustráka og
þeir kúröu saman í körfunni, borðuðu saman og fóru í
eftirlitsferðir um nágrennið.
Labradortíkin Tinna þurfti stundum að dvelja á
Guðmundur Birgir leikur sér að
gólfmottunni.
heimilinu ef eigendur hennar fóru í
ferðalag. Guðmundur Birgir fyrirleit
Tinnu eins og alla aðra hunda, en
Keli Brandur átti það til að leggja
sig hjá henni.Til þess aó sýna Tinnu
fyrirlitningu sína, sló Guðmundur
Birgir hana utanundir þegar hann
mætti henni en var með allar klær
inni. Tinna tók aldrei á móti og reyndi
alltaf að komast hjá vandræðum.
Einu sinni var komið með
síamskisu á heimilið. Hún náði strax
undirtökunum og drottnaði yfir
Guðmundi Birgi. Það kom þó stundum
fyrir að hann missti þolinmæðina
þegar síamslæðan með sinni
yfirgengilegu frekju, ætlaði að meina
honum að komast að matarskálinni,
eða gaf honum kinnhest að því virtist
að tilefnislausu.
Guðmundur Birgir hafði þann sið að sitja ofan á bakinu
á sjónvarpssófanum og þurfti mikið til að hrekja hann
þaðan. Hann gat verið uppvöðslusamur þegar komu gestir
og átti það til að hundsa öll boð og bönn á heimilinu,
stökkva upp á borð og teygja þar úr sér. Ef honum fannst
krakkarnir of nærgöngulir krækti hann með einni kló í
fötin þeirra og togaði í án þess að meiða. Oftast var þetta
nóg til þess að hnoðið með hann hætti, a.m.k. í bili.
Þegar Guðmundur Birgir var átta ára flutti fjölskyldan
nokkrum götum fjær. Hann var lengi að sætta sig við
að eiga ekki lengur heima á gamla staðnum og fyrstu
mánuðina á eftir fór hann hvem dag að gamla húsinu.
Tveimur árum síðar dó Guðmundur Birgir úr nýrnaveiki,
sem er nokkuð algengur sjúkdómur hjá geldum
fressköttum. Allir sem umgengust hann söknuðu hans.
Þessi köttur hafði mikinn karakter og skildi eftir sig meira
tóm en venja er með dýr.
ífgtB
468 Heima er bezt