Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 37

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 37
mk' Asmundur Uni Guðmundsson: Jarpur Jarpur fyrir rakstran’él á túninu á Krossi. Jarpur var fremur smár vexti, rauðjarpur að lit, svolítið búttaður, eftir að hold komust á hann, ónothæfur með öllu nema til dráttar, hvort sem það var á hjólum eða ekki, sem sagt vagnhestur. Faðirminn, Guðniundur Pálmi Ásmundsson, bóndi á Krossi í Haukadal, festi kaup á honum haustiö 1947, í september, í Álftaneshreppi í Mýrasýslu, án þess að hafa séð hestinn, nema í ijarska. Á þeim tíma vantaði hann vanan vagnhest, til notkunar á jörð sinni, Krossi, því stuttu áður hafði hann misst vanan vagnhest og vantaði annan í hans stað. Að vísu hafði hann hafið þjálfun á tveimur hestum fyrir vagn, en þeir áttu langt í land með þjálfun, svo ekki var á það hættandi að beita þeim fyrir sláttuvél um sumarið, einum og sér. Ekki einu sinni þó vanur hestur væri hafður á móti, öðrum hvorum þeirra. Þeir myndu ekki þola allt tannhjólaglamrið og hvininn í „hlaupastelpunni" í slætti. Það saina gilti um rakstrarvélina, þeir voru of kvikir og vantaði reynslu, til þess að geta staðist alla skellina í tindunum, þegar garðað var. Seint í október þetta ár, gerði faðir minn ferð sína að ná í Jarp og 120 kindur, sem hann hafði keypt á sama stað, veturinn 1946-47, en þær höfðu verið fóðraðar þar um veturinn. Ætlaði hann að reka féð og Jarp heima að Krossi. Leiðin sem hann valdi, var sú léttasta sem völ var á, beint upp á Grímsstaðamúla, fram með Langavatni að norðanverðu, yfír Sópandaskarð, niður Laugardal, í Hörðudal, yfir Bæjarháls hjá Hlíð, og koma niður hjá Bæ í Miðdölum, upp Sauðafellstungu, upp með Svínhólsgili og yfir Saurstaðaháls, á efra vaðinu um Jörfa og þaðan heim að Krossi. Þetta fór hann á einum degi. Að vísu entist ekki birtutíminn í seinni endann. Brá föður mínum mjög er honum var afhentur klárinn, svo illa haldinn var hann, nánast holdlaus (tæpitungulaust: reisa [ófær um að rísa á fætur]). Var faðir minn um tíma, í vafa uni það hvort hann ætti að taka við klámum eða ekki. Lét þó síðan slag standa og tók Jarp. Rann honum til rifja Þessi hestur komst í eiguföður míns, Guðmundar Pálma Asmundssonar, haustið 1947, þá sagður 6 vetra. Samkvœmt aldursgreiningu á tönnum var hann ta/svert eldri, svo munaði nokkrum árum. Ekki hefur hans aðhúnaður al/taf verið góður, eins og fram kemitr síðar. Vert er þó að minnast hans með örfáum orðum, 58 árum síðar. Heima er bezt 469

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.