Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 40

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 40
Bjarni Sigurðsson: Amma mín EncJurminningar Amma mín hét Guðrún Sæmundsdóttir, prests Einarssonar að Útskálum í Garði, og var fædd 23. janúar 1803, að Ásum í Skaftártungu. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Nikulás Sigurðsson, Ámasonar í Njarðvíkum syðra. Áttu þau eitt bam, Sigurð föður minn. Bræður Nikulásar voru margir. Einn af þeim var Magnús, faðir Kristins skipasmiðs í Engey. Seinni maður hennar var Bárður Jónsson, bóndi að Hemm í Skaftártungu. Um séra Sæmund, föður Guðrúnar, segir Sighvatur Grímsson í Prestaævum: „Séra Sæmundur var maður vel gáfaður, lipurt skáld, góður kennimaður og sæmilegur í prestsþjónustu, skemmti- legur í umgengni, glaðsinna og mesti góðlyndismaður, fjörmaður mikill og ffígeðja, en búmaður i minna lagi. Hann var elskaður og virtur af sóknarfólki sínu, eins og eftirfylgjandi vísa lýsir, sem eitt af sóknarbömum hans kvað, þá er fréttist um lát hans: Skarð er í skildi orðið, skrúðhirðir dyggða prúður segir fregn sykki í maga Sœmundur djúpt í Ægis. Cedrus þar samur veður, sveigðist og niður fleygðist. Nœr munu Nesjar bera nýtan eins dyggð, sem býtir. “ Eg birti þessa lýsingu á séra Sæmundi vegna þess að skapferli hans minnir mjög á skapgerð ömmu minnar. Því miður er engin mynd til af henni, önnur en sú, sem geymst hefur í hugskoti mínu á níunda tug ára, og mun ég nú af veikum mætti reyna að lýsa henni. Hún var fremur lágvaxin, en vöxtur hennar þótti svara sér vel. 'Hreyfingar hennar voru fjörlegar og snarlegar og viðbragðsflýtir hennar var orðlagður. Eg varð aldrei var við að það lægi illa á henni, og ég heyrði hana aldrei deila við neinn. Oftast var hún kát og spaugsöm og var lagið að snúa önuglyndi og geðgöllum í glens. Ætti hún hins vegar í rökræðum við menn og yrði að verja sannfæringu sína, sveið undan skarplegum og hnyttnum tilsvörum hennar, og þá lét hún ekki undan síga, hver sem í hlut átti. Hún var orðin gömul og byrjuð lítilsháttar að bogna, þegar ég man fýrst efitir henni. Mér þótti hún falleg, þó hrukkumar væru orðnar talsvert áberandi. Hún var breiðleit og þá orðin fölleit. Ennið var ffemur hátt og augnabrúnir skýrar og bogadregnar. Augunum á ég bágt með að lýsa. Þau voru sambland af mörgum litum, bláum, gráum og gulum, og litbrigði þeirra tóku sífelldum breytingum, eftir geðbrigðum eigandans. Þannig virtist mér útlit ömmu minnar. Ég man fýrst eftir henni sitjandi á rúmi sínu í baðstofunni á Þykkvabæjarklaustri, hægra megin við 6 rúðu glugga, lítinn, og hjá henni vom 4 systur mínar, allar eldri en ég. Líklega hef ég þá verið þriggja ára og var uppi í rúminu á bak við hana. Hún var að kenna þeim að stafa og lesa, en þær sögðu mér seinna, að ég hefði á allan hátt reynt að trufla þær við námið, að baki ömmu. Stundum hefði ég hermt eftir þeim, stundum líkt stöfunum við sérkennilega karla og kerlingar, sem að garði bám, og verið harðánægður ef ég gat komið þeim til að hlæja. Þegar amma hefði fundi að þessu við mig, hefði ég haft lag á því að ónýta ávíturnar með því að teygja mig yfir öxlina á henni og kyssa á eyra hennar. En amma vissi vel af því að órabelgurinn að baki hennar, var líka á þennan hátt að læra að þekkja stafma, og þegar hún seinna tók hann á kné sér, til að kenna honum að stafa, þekkti hann alla stafína og kvað að mörgu. Ymsum þótti þetta furðulegt, en ekki ömmu. Hún hafði af ásettu ráði þetta lag á því að kenna honum fyrsta og erfiðasta áfangann í lestri. Þegar úr mér tognaði betur, tók ég að sitja hjá ömmu minni í rökkrinu og hlusta á sögur hennar og þær lífsreglur, sem hún lagði áherslu á að innræta okkur systkinunum. Á langri ævi hennar frá bamæsku til elli, gerðust mörg tíðindi, misjafnlega merk að vísu, sem við börnin vorum sólgin í að heyra. Ymist snertu þau hana sjálfa eða aðra. Til dæmis sagði hún okkur söguna um það, þegar fullyrt var að hún væri dáin, en lifnaði þó við. Ung eða eitthvað innan við tvítugt, var hún ráðin vinnukona að Heiðarbæ í Þingvallasveit. Þá mun séra Einar bróðir hennar, seinna prestur að Stafholti, hafa verið prestur að Þingvöllum. Þar veiktist hún og virtist alveg meðvitundarlaus og var álitið að 472 Heimaerbezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.