Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 42

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 42
Til þess að sýna fram á, hve glettin og gamansöm hún var á elliárunum, er eftirfarandi smásaga, sem víða varð kunn: Eitt sinn var hún að þvo við bæjarlækinn á Þykkvabæjarklaustri. Alfaravegur lá meðfram honum og fóru hann þá glaðværir sjómenn eða vermenn. Einn þeirra, ráðsmaður að Kirkjubæjarklaustri á Síðu, segir í glensi: „Sæl vertu, stúlka mín. Viltu eiga mig?“ Amma svaraði strax: „Já, ég vil það. En ég verð þá að fá að vita hvað kærastinn minn heitir.“ Sögðu þeir þá til nafna sinna. Þá var prestur að Prestbakka á Síðu, séra Páll Pálsson, orðlagður gáfumaður og glettinn, seinna prestur að Þingmúla í Skriðdal. Svo vildi til að um þær mundir var prestslaust í Alftaveri, en séra Páll þjónaói þar, ásamt sínu prestakalli. Messaði hann þá að Þykkvabæjarklaustri og lýsti um leið til hjónabands með ráðsmanninum að Kirkjubæjarklaustri og stúlku, sem ég man ekki nafn á. Þau virtust vera miklir mátar, amma mín og séra Páll. Þegar hann kom frá messunni, segir amma mín við hann og reyndi að vera alvarleg: „Laglega hagaðirðu þér núna, séra Páll.“ „Hvað hef ég nú brotið af mér,“ segir séra Páll. „Ekki nema það,“ segir amma, „að lýsa til hjónabands með kærastanum mínum og einhverri kvensnift í prestakallinu þínu. Þetta er frekleg móðgun við mig og ég lýsi hér með meinbugum.“ Sagði hún honum síðan nákvæmlega frá bónorðinu við lækinn. Séra Páll var alvarlegur, en sýnilega var honum skemmt, að nærri áttræð kerling skyldi lýsa meinbugum. Annars tók séra Páll þessu eins og hér væri rammasta alvara á ferðum. Sagði hann að hún hefði að vísu átt aö lýsa meinbugum í kirkjunni, en þar sem hér væri um merkilegt og alvarlegt mál að ræða, yrði hann að reyna að leita sátta í því. Spurði hann hana, hve miklar skaðabætur hún vildi fá fyrir tryggðarofið. Hún gat þess þá að tíminn, sem trúlofunin hefói staðið yfir, væri stuttur og ennþá styttri hefðu kynni hjónaefnanna verið. Þau hefðu varla verið lengri en tvær til þrjár mínútur. Og þar sem svona væri stutt í þessu öllu, en hún ófróð um það, við hvað ætti aö miöa skaðabæturnar, kvaðst hún verða að hugsa sig um. Ætti að miða þær við manngildi kærasta síns og ást sína á honum, hlytu þær að verða mjög litlar. Sér skildist að eitt pund af kaffi mundi vera sanngjamt. Hann væri varla meira virði. Þá brosti séra Páll og kvaðst mundi fá hann til að borga skaðabæturnar. Fréttist seinna að hann hefði fengið ráðsmanninn til að fallast á að borga sér 5 pund af kaffi í skaðabætur, en ekki komu þau að Þykkvabæjarklaustri. Þessi skopsaga flaug um alla sýsluna og þegar Jón umboðsmaður í Vík kom næst að Þykkvabæjarklaustri, sagði hann við ömmu: „Ég trúi að þú hafir lýst meinbugum. Hve lengi ætlar þú að gera það?“ Amma svaraði strax: „Það geri ég á meðan piltamir biðja mín og svíkja mig.“ Bæði brostu. Þessa er getið hér vegna þess að Jón umboðsmaður var virðulegur alvömmaður, er sjaldan skipti sér af því sem skoplegt var. Þegar amma mín var á níræðisaldri, kom Magnús Stephensen landshöfðingi, ásamt fleiri heldri mönnum að Þykkvabæjarklaustri. Svo vildi til að hún var ein heima. Þá var hún svo búin, að hún var í svörtum upphlut með silfurmillum utan yfir hvítri skyrtu úr vaðmáli og gömlu, svörtu vaðmálspilsi. Hún hafði á höfðinu skotthúfu, en til að hlífa augunum hafði hún ávallt börð af gömlum flókahatti utan yfir skotthúfunni. Þannig búin kom hún til dyra þegar landshöfðingjann bar að garði. Annars var sjónin góð og hún las gleraugnalaust til æviloka. Gestimir báðu um að gefa sér að drekka. Hún bauð þeim inn og bar þeim mjólk. Sætin í stofunni voru kistur og koffort meðfram þiljum, og varð ekki annað séð en þeir létu sér það vel líka. Ekki sögðu þeir til nafna sinna og þótti ömmu það einkennilegt. Hún segir þá við þá: „Ég sé að þið eruð höfðingjar, og mig langar að geta sagt heimilisfólkinu, þegar það kemur heim, hvaða höfðingja hefur að garði borið.“ Þá kynnti einn þeirra samferðamennina, en sjálfúr kvaðst hann heita Magnús Stephensen. Þá segir amma: „Þér munuð þá vera landshöfðinginn. Ég hef ekki séð yður síðan þér voruð á þriðja árinu á Höfðabrekku, en þar var ég um tíma hjá móður yðar að sauma. Þér voruð þá talsvert mikill órabelgur og mér er það minnisstætt, þegar þér týnduð fingurbjörginni, sem móðir yðar lánaði mér, en hún fannst ekki aftur.“ Landshöfðinginn, sem hafði sýnt á sér fararsnið, settist nú aftur og þurfti margs að spyrja og dvaldi nú víst lengur en ætlað var. En amma var langminnug og kunni góð skil á því sem bar fyrir augu og eyru á langri ævi. Skömmu eftir að landshöfðinginn kom til Reykjavíkur úr þessari ferð, fékk amma bréf frá honum og sendingu. Bréfíð var mjög vinsamlegt og sendingin var fmgurbjörg úr silfri, með steini í botninum og fangamarki ömmu, hin vandaðasta að efni og geró. Því mióur get ég ekki birt bréfið, en ég las það oft, um leið og amma sagði mér söguna. En efni bréfsins var það að þakka henni fyrir ánægjulegar samræður, um leið og hann kvaðst senda henni fíngurbjörgina, sem hann hefói týnt á Höfðabrekku, en nú væri komin í leitirnar. Kvaðst hann að vísu vita, að fingur hennar mundu vera farnir aö stirðna, svo að hún hefði fmgurbjargarinnar lítil not sjálf, en sonardóttir hennar, Guðrún Sigurðardóttir, mundi þá njóta hennar og fangamarkið ætti jafnt við báðar. Kveðjan var sérlega vinsamleg. Sú sæmd, sem æðsti maður landsins sýndi ömmu minni í elli hennar, á þennan hátt, gladdi hana og alla nána ættingja hennar. Var það fólgið djúpt í vitund okkar, að þessi tigni maður var jafnframt orðlagóur vitsmuna- og gáfumaður. En svo sýnir þetta einnig drenglund og lítillæti hins mikilhæfa og merka manns. Hér hefur verið á stóru stiklað og eru þá þessar minningar orðnar lengri en ég ætlaðist til. 474 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.