Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 47

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 47
Egi/I Guðmundsson frá Þvottá Haustkvöld í fjárhúsi Því var löngum haldið fram að huldufólk byggi í Kömbum á Þvottá, í klettunum þar. Það fannst mér ótrúlegt, fannst líklegra að það héldi sig frekar í fjárhúsunum, svona hlýlegra yfír veturinn í það minnsta. Eftir að hafa verið á Þvottá í nokkur ár var ég ekki í vafa um að einhverjar verur væru þar á sveimi en þar kom fyrir eftirminnilegt atvik. Þrjú beitarhús voru í Kömbum, hlið við hlið, og hlaða á bakvið þau og dyr úr hverjum garða inn hiöðuna. Austasta húsið var gamalt og rneira grafið niður en syðri húsin. Grindverk var milli hvers húss. Haustið 1955 ákvað ég að smíða grindur í gólfið á syðri húsunum tveimur. Féð gekk mikið við sjó og á vorin sérstaklega voru húsin mjög blaut og þungt loft í þeim. Þar sem lítið var að gera heima á þessum tíma, í byrjun október, tók ég rögg á mig og mokaði grytjur í krærnar fjórar. Skildi austasta húsið eftir. Eftir að hafa keypt efni hófst grindarsmíðin. Vann ég við þetta seinnihluta dags og fram á kvöld og hafði gaman af að dunda við þetta. Ég byrjaði á vestustu krónni og gekk svo á röðina. Hundurinn minn, Smali, var alltaf hjá mér, enda mjög tryggur. Hann hafði útbúið sér bæli inn í austasta húsinu innst inn við hlöðudyr í garðanum, lá þar alltaf og hefur líklega sofið þar áhyggjulausu lífi. Kom svo fljótlega er ég kallaði á hann er ég fór heim. Ég gekk alltaf um austasta húsið er ég kom til að smíða. Hurðin opnaðist inn í húsið og krækti ég henni að innan með krók. Þetta var eina hurðin á húsunum sem var hægt að opna að innanverðu. Allar dyr voru lokaðar er ég vann við smíðina. Ég hafði nefnilega ekki merkilegt Ijós, það var stórt Hreinskerti, stungið í flösku og þoldi engan trekk enda bar ekkert á honum er allar dyr voru lokaðar og enginn umgangur. Það var eitt sinn seinnipart dags, ég var búinn að þrengja mér gegnum grindverkið og var innst í eystri krónni á miðhúsinu, kveikti á kertinu mínu og fór að fást við smíðina. Allt var hljótt. Smali minn svaf, sjálfsagt svefni hinn réttlátu, í jötunni sinni. En allt í einu dundu ósköpin yfir. Hundurinn, sem sofið hafði innst í garðanum, rak allt í einu upp skaðræðisöskur og kom í hendingskasti yfir í húsið til mín. Um leið drapst Ijósið á kertinu svo ég var umkringdur svarta myrkri. Ég var með eldspýtur í vasa og reyndi að kveikja en það drapst alltaf á eldspýtunni og var það með ólíkindum, uns stokkurinn var tómur. Nú var ljótt í efni. Einhver í eystrahúsinu sótti að hundinum, sem varðist einhverju ósýnilegu af mikilli grimmd. Þegar þetta ósýnilega kom að grindverkinu barst eins og smágustur til mín og þá réðst hundurinn á það og var sem hann væri að verja því að komast yfir í króna til okkar. Ég rýndi ráðalaus út í húsið þar sem þetta virtist vera, en sá ekkert. Það var ekkert glæsilegt fyrir mig að hlaupa út. Ljón voru á veginum í svona myrkri og þetta illfygli í krónni sem ég þurfti að fara yfir í, ef ég ætlaði að komast út og ekki fljót- legt að skríða gegnum grindverkið og finna krókinn til að opna hurðina út í frelsið. Ekki fann ég til hræðslu, heldur var ég undrandi og er þessum ólátum hélt áfram ákvað ég að hlaupa út. Fremst í krónni smaug ég yfir í húsið með hundinn á hælum mér. Mér tókst að opna hurðina og við Smali minn vorum fegnir að komast upp á moldarhauginn utan við dyrnar. Stóðum þar um stund og rýndum á dymar, hundurinn úfmn og virtist viðbúinn öllu. En er við sáum ekkert, virtumst við vera lausir við þennan óvætt í húsinu og héldum heim. Hundurinn með lafandi skottið og í meiralagi flóttalegur, hljóp á undan mér. Daginn eftir fór ég straks eftir hádegið út í Kambahús og hélt áfram að smíða grindurnar. Hafði nú öll hús opin til að hafa dagsbirtuna. Það undarlega gerðist að Smali minn kom með mér að heiman en er hann sá að ég fór inn í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.