Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 47
Egi/I Guðmundsson
frá Þvottá
Haustkvöld
í fjárhúsi
Því var löngum haldið fram að huldufólk byggi í Kömbum
á Þvottá, í klettunum þar. Það fannst mér ótrúlegt, fannst
líklegra að það héldi sig frekar í fjárhúsunum, svona hlýlegra
yfír veturinn í það minnsta. Eftir að hafa verið á Þvottá í
nokkur ár var ég ekki í vafa um að einhverjar verur væru þar
á sveimi en þar kom fyrir eftirminnilegt atvik. Þrjú beitarhús
voru í Kömbum, hlið við hlið, og hlaða á bakvið þau og dyr
úr hverjum garða inn hiöðuna. Austasta húsið var gamalt
og rneira grafið niður en syðri húsin. Grindverk var milli
hvers húss. Haustið 1955 ákvað ég að smíða grindur í gólfið
á syðri húsunum tveimur. Féð gekk mikið við sjó og á vorin
sérstaklega voru húsin mjög blaut og þungt loft í þeim.
Þar sem lítið var að gera heima á þessum tíma, í byrjun
október, tók ég rögg á mig og mokaði grytjur í krærnar
fjórar. Skildi austasta húsið eftir. Eftir að hafa keypt efni
hófst grindarsmíðin. Vann ég við þetta seinnihluta dags og
fram á kvöld og hafði gaman af að dunda við þetta. Ég
byrjaði á vestustu krónni og gekk svo á röðina.
Hundurinn minn, Smali, var alltaf hjá mér, enda mjög
tryggur. Hann hafði útbúið sér bæli inn í austasta húsinu
innst inn við hlöðudyr í garðanum, lá þar alltaf og hefur
líklega sofið þar áhyggjulausu lífi. Kom svo fljótlega er ég
kallaði á hann er ég fór heim. Ég gekk alltaf um austasta
húsið er ég kom til að smíða. Hurðin opnaðist inn í húsið
og krækti ég henni að innan með krók. Þetta var eina hurðin
á húsunum sem var hægt að opna að innanverðu. Allar dyr
voru lokaðar er ég vann við smíðina. Ég hafði nefnilega ekki
merkilegt Ijós, það var stórt Hreinskerti, stungið í flösku og
þoldi engan trekk enda bar ekkert á honum er allar dyr voru
lokaðar og enginn umgangur.
Það var eitt sinn seinnipart dags, ég var búinn að þrengja
mér gegnum grindverkið og var innst í eystri krónni
á miðhúsinu, kveikti á kertinu mínu og fór að fást við
smíðina. Allt var hljótt. Smali minn svaf, sjálfsagt svefni
hinn réttlátu, í jötunni sinni. En allt í einu dundu ósköpin
yfir. Hundurinn, sem sofið hafði innst í garðanum, rak allt
í einu upp skaðræðisöskur og kom í hendingskasti yfir í
húsið til mín. Um leið drapst Ijósið á kertinu svo ég var
umkringdur svarta myrkri. Ég var með eldspýtur í vasa og
reyndi að kveikja en það drapst alltaf á eldspýtunni og var
það með ólíkindum, uns stokkurinn var tómur.
Nú var ljótt í efni. Einhver í eystrahúsinu sótti að
hundinum, sem varðist einhverju ósýnilegu af mikilli
grimmd. Þegar þetta ósýnilega kom að grindverkinu barst
eins og smágustur til mín og þá réðst hundurinn á það og
var sem hann væri að verja því að komast yfir í króna til
okkar. Ég rýndi ráðalaus út í húsið þar sem þetta virtist
vera, en sá ekkert.
Það var ekkert glæsilegt fyrir mig að hlaupa út. Ljón voru
á veginum í svona myrkri og þetta illfygli í krónni sem ég
þurfti að fara yfir í, ef ég ætlaði að komast út og ekki fljót-
legt að skríða gegnum grindverkið og finna krókinn til að
opna hurðina út í frelsið. Ekki fann ég til hræðslu, heldur
var ég undrandi og er þessum ólátum hélt áfram ákvað ég
að hlaupa út. Fremst í krónni smaug ég yfir í húsið með
hundinn á hælum mér. Mér tókst að opna hurðina og við
Smali minn vorum fegnir að komast upp á moldarhauginn
utan við dyrnar. Stóðum þar um stund og rýndum á dymar,
hundurinn úfmn og virtist viðbúinn öllu. En er við sáum
ekkert, virtumst við vera lausir við þennan óvætt í húsinu og
héldum heim. Hundurinn með lafandi skottið og í meiralagi
flóttalegur, hljóp á undan mér.
Daginn eftir fór ég straks eftir hádegið út í Kambahús og
hélt áfram að smíða grindurnar. Hafði nú öll hús opin til
að hafa dagsbirtuna. Það undarlega gerðist að Smali minn
kom með mér að heiman en er hann sá að ég fór inn í