Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 48

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 48
Kambahúsið lagði hann niður skottið og hljóp á harðaspretti heim. Þess má geta að í hvert sinn sem ég fór inn í þessi hús og hundurinn lagði af stað með mér, hljóp hann alltaf heim. I smalamenskum var hann mér fylgispakur en þegar að réttinni í Kömbum kom, hljóp hann heim og var það óvanalegt. Mér hefur alltaf verið það ráðgáta hvaða vera það var, sem ofsótti hundinn í ijárhúsinu, ekkert lifandi dýr var þar. Eg var alltaf sannfærður um að það væri ekki draugur. Við vitum það að okkur fylgja ósýnilegar verur hvar sem við erum, en hvað átti þessi vera sökótt við hundinn minn, meinlausa. Eg fór oft í svarta myrkri inn í þetta ijárhús, sem veran var í. Hrútakofí var rétt hjá ijárhúsunum og sótti ég þeim hey í hlöðuna oft í myrkri í skammdeginu og varð aldrei neins var en var þó sannfærður um að einhver var þarna í húsinu hjá mér. Kannski huldufólk, eins og sagt var að ætti heima í Kömbum, þó ég væri nú ekki trúaður á það. Nú eru 50 ár síðan þessi atburður átti sér stað og ég man hann svo vel eins og hann hefði gerst í gær. Á léttu nótunum Blómasali nokkur fór á hausinn, en það var líka honum sjálfúm að kenna. Hann var alltaf að rugla saman pöntunum sem hann fékk. Kona fékk blóm send frá manni sínum, sem var á viðskiptafúndi í Flórída. Hún varð heldur ráðvillt þegar hún las textann á kortinu sem fylgdi með: „Vottum þér okkar dýpstu samúð.“ En hún var þó ekki nærri eins ráðvillt og konan sem hafði nýlega misst manninn sinn. A hennar korti stóð: „Hér er heitara en ég átti von á. Verst að þú skyldir ekki geta komið líka.“ u u u Dökkhærð kona og ljóska voru á gangi í gegnum grasagarðinn. Allt í einu stansar sú dökkhærða og segir: „Æ, sjáðu vesalings, litla dána fuglinn, þarna.“ Ljóskan lítur upp í loftið og segir: „Ha, hvar!“ u u u Solla Ijóska var á leið í fyrstu tjaldferðina sína. Maðurinn hennar, sem var skátaforingi, var lasinn, svo hún bauðst til þess að taka ferðina að sér, þessa helgi. Hún tók allt til sem þurfti og útdeildi hlutverkum á meðal skátanna. Guðni átti að sjá um matarbirgðirnar, Magnús að elda í ferðinni, Jóhann bar ábyrgð á kortunum þeirra og að setja saman tímaáætlun, Tómas átti að sjá um kvöldvökurnar og heimfæra þær við tímaáætlun Jóhanns, en Solla ætlaði sjálf að prófa allan búnaðinn sem þau yrðu með í ferðinni. Svo mættu þau inn í Þórsmörk og allir voru spenntir. Þau H h mættu alveg á réttum tíma og voru að búa sig undir fyrsta verkefnið, sem var að ganga upp á næsta fjall. En fyrst ætluðu þau að fá sér eitthvað að borða, svo Solla spurði Magnús hvort hann vildi ekki útbúa mat handa þeim, sem hann vatt sér þegar í. Um það bil 10 mínútum seinna kom hann aftur og sagði við Sollu: „Ég get ekki eldað, því mér er ómögulegt að kveikja eld með eldspýtunum sem þú komst með.“ „Það skil ég ekki,“ svaraði Solla, „þessar eldspýtur ættu að vera í fínu lagi. Ég prófaði þær allar áður en við fórum afstað!" u u u Lögreglumaður á frívakt og sem þekkti vel til radarmæla, var að keyra framhjá skóla og vel innan hraðamarka, þegar allt í einu kom leiftur frá löggæslumyndavél, sem tók mynd af númeraplötunni á bílnum hans. Hann taldi að radarinn hlyti að vera eitthvað bilaður og keyrði því aftur framhjá myndavélinni, og nú nokkuð hægar. En aftur kom leiftur. Hann keyrði í þriðja sinn framhjá og nú jafnvel enn hægar. En það sama gerðist aftur. “Sá sem setti upp þess vél hefúr nú heldur betur klúðrað uppsetningunni,” hugsaði hann. Nokkrum vikum seinna, þegar sektarmiðinn kom í pósti, þá sá hann þrjá sektarmiða, hvem og einn íyrir að vera ekki með sætisbeltin spennt. 480 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.