Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 50

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 50
Ingólfi var margt til lista lagt. Hann var góður harmónikuleikari og spilaði á böllum bæði í Keflavík og nágrenni. A sínum yngri árum var hann á sjónum en stundaði jafnframt að spila á nikkuna. Seinna á ævinni keypti hann sér leigubíl, sem hann ók frá Aðalstöð Keflavíkur. „Hanuónikan hans pabba er geymd á Minjasafninu á Vatnsnesi í Keflavík. Mér fínnst gott að vita af henni þar. Kjartan afi minn var þekktur maður á Suðurnesjum og þó víðar væri leitað. Hann bjó á Stór-Hólma í Leiru eins og áður segir. Hann var ættaður úr Dýrafirði, fæddur á Arnarnesi, sonur Bjama Hákonar Bjarnasonar og Sigríðar Kjartansdóttur sem þar bjuggu. Sigríður Kjartansdóttir langamma mín, var fædd á Atlastöðum í Aðalvík og ólst þar upp. Bjarni Hákon langafi minn var Dýrfirðingur. Amma mín í móðurætt hét Guóríður Geirmundsdóttir, ættuð úr Önundarfírði. Ég sá hana aldrei og þekki ekkert mitt frændfólk í þá ætt. Móðir mín var ekki hjónabandsbarn, fædd áður en afi kynntist konunni sem hann síðar, Ólöfu Ólafsdóttur úr Barðastrandasýslu. Þau eignuðust saman þrjú börn, Sigrúnu, Guðmund og Bjarna. Ólöf var ekkja þegar hún kynntist afa og átti son úr því hjónabandi, Albert Guðmundsson, sem lengi var slökkviliðsmaður á Reykjavíkurflugvelli. Þegar ég var á Qórða árinu lést móðir mín úr berklum. Hún hafði farió með vinkonu sinni austur á Seyðisijörð að vinna í sjúkraskýlinu þar. Hún ofkældist og fékk lungnabólgu og upp úr því berkla. Hún andaðist á Vífilsstöðum í mars 1944. Ég man ekki eftir móður minni, en þegar ég var krakki hugsaði ég mikið um hana. Ég man fyrst eftir mér á Aðalgötu 23 í Keflavík, hjá Sigríði Jónsdóttur, föóuröinmu minni og pabba mínum. Atl minn, Magnúsi Grímsson, var á heimilinu en ég man ég lítiö eftir honum. Mín minning um hann er gráhærður maður, sem lá í rúminu. Svo hvarf hann úr rúminu og ég var stundum að gá að honum. Þegar móður minni varð ljóst að hún fengi ekki bata, kallaði hún Halldóru Bjarnadóttur, föðursystur sína til sín og bað hana um að taka mig í fóstur, þegar amma treysti sér ekki að hafa mig lengur. Um þetta vissi ég náttúrlega ekki á meðan ég var lítil. Þetta var mér sagt þegar ég var nógu gömuftil að skilja það.“ Aðalgata 23. Barnsárin mín í Keflavík „Amma mín var alltaf vinnandi, hún prjónaði mikið, sjóvettlinga með tveimur þumlum og sokka sem hún seldi. Það var nógur markaður fyrir prjónles á þessum tímum í Keflavík því að margt aókomufólk var þar á vertíð yfir veturinn. Amma var oftast klædd í rósóttan kjól og í peysu yfir, hún var ævinlega með svuntu. Venjulega sat amma fyrir framan eldavélina sem var kolavél. Ég man að hún bakaði oft flatbrauð, kleinur og jólaköku. Líka bakaði hún oft brauð heima og notalegt var að fá volgar lummur með mjólkinni og stundum pönnukökur. Hún bakaði sjaldan smákökur enda orðin talsvert öldruð þegar ég kom til hennar. Mér þótti óskaplega vænt um hana. Fyrstu árin mín á Aðalgötu 23, átti faóir minn húsið einn og því var skipt í tvær íbúðir. Ég man eftir því að stundum bjó óreglufólk í íbúðinni, sem var leigð út. Ég var ekkert smeyk viö þetta fólk, það sýndi mér aldrei annað en gott, en ég mátti sem minnst fara inn til þess. En þetta var spennandi og stundum stalst ég þangað inn þegar hlutirnir voru í lagi hjá þeini. Ég fékk alltaf mjög fallega kjóla fyrir jólin og svarta lakkskó. Sérstaklega man eftir tveimur tjullkjólum, annar var bleikur og hinn grænn. Svo man ég eftir afar fallegum grænbláum kjól, úr krepefni, sem þá var mikið í tísku. Einn af þessum kjólum saumaði Halldóra afasystir mín. Þaó var heilmikill viðburður að fá nýja kjóla, sérstaklega ef þeir voru eins fínir eins og þessir.“ Hverrtig matur var hjá ömmu þinni? „Þaö var mikið fiskmeti, nýr fiskur soðinn, steiktur og í bollum. Það var líka oft saltaður fiskur og siginn, líka kjötsúpa, saltkjöt og baunir. Alltaf var súpa eða grautur á Sigríður Kjartansdóttir, móðir Grétu. 482 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.