Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Side 51

Heima er bezt - 01.11.2005, Side 51
Sigríður Jónsdóttir, föðuramma Grétu. Ingólfur Magnússon. Stór-Hólmur í Leiru. eftir aðalmáltíðinni, stundum var sagógrjónagrautur með kanil og sykri, hrísgrjónagrautur og búðingar.“ Búðarferðir fyrir ömmu „Á þessum árum voru nokkrar búðir í Keflavík. Eg man eftir Kaupfélagi Suðurnesja, Ingimundarbúð, Þorsteinsbúð við Hafnargötuna, sem verslaði með fatnað og álnavöru, svo var verslun Kristínar og ein búð enn, sem ég man ekki hvað hét. Þá voru tvö bakarí í Keflavík. Annað á Hafnargötunni, hitt á Vatnsnesveginum. Allt var þetta nokkuð miðsvæðis í bænum. Á þessum tíma var ekki komin nein byggð upp í heiðina eins og núna er. Ég var ekki há í loftinu þegar amma sendi mig í búðimar. Líklega ekki nema fimm ára. Amma átti erfitt með að ganga og hún var farin að sjá illa. Ég var látin fara með litla peningabuddu sem hafði að geyma peninga fyrir því sem ég átti að kaupa og skrifaðan miða sem ég átti að fá búðarfólkinu. Fyrst var mjólkin sett í brúsa en síðan voru það flöskurnar. Oft þurfti ég að fara tvær ferðir eftir mjólkinni því ég gat ekki borið nema lítið í einu. Síðan fór ég í nýlenduvörubúð með peningabudduna og skrifaða miöann. Það var erfíðast að fara í fiskbúðina, fiskurinn var þræddur upp á vír en ég var svo stutt að ég átti í vandræðum með að draga hann ekki í götuna. Seinna var farið að pakka fískinum í dagblöð, það var miklu betra. Bakaríið hafði sérstakt að- dráttarafl, með lykt af vínar- brauðum, sem blandaðist saman við aðra góða lykt af brauðmeti. Það voru vínarbrauðin sem mér þóttu óskaplega góð. Stundum fékk Halldóra Bjarnadóttir ásamt móður sinni Sigríði Kjartansdóttur. Sogablettur 9. Magnús Grímsson afi Grétu í föðurætt. Heima er bezt 483

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.