Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 53

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 53
Kjartan bóndi á Stór - Hólmi við bílinn sinn. en í svona langferðir var ekki farið að nauðsynjalausu alla leið frá Súgandafirði til Reykjavíkur. Það var heilmikil sjóferð en ekki var mögulegt að komast öðruvísi í milli. Ég man að amma fór að tala viö Halldóru um það að hún treysti sér varla til þess að hafa mig lengur hjá sér. Halldóra sagði þá að hún hefði verið búin að lofa móður minni því að taka mig til sín þegar amma gat ekki lengur hugsað um mig. Áður hafði bæði amrna og pabbi talað utan að því að ég færi kannski til Halldóru frænku minnar. í fyrstu leist mér ekkert á þetta. Vildi hvergi annars staðar vera en hjá ömmu minni og pabba í Keflavík, ég þekkti heldur ekkert annað. Það var haldið áfram að tala mig til þar til ég var orðin spennt fyrir að prófa að flytja til Reykjavíkur. Þá var lagt upp í ferðina með mig.“ Sogablettur 9 „Það var á sólríkum sumardegi, farið að líða á júlí, sem ég kom á framtíðarheimili mitt. Þó að ég hafí fyrst kviðið fyrir að fara frá pabba og ömmu var ég orðin dálítið spennt. Ég hafði verið undirbúin á nokkuð löngum tíma. Líka hafði ég komið í heimsókn til Halldóru í nokkur skipti. Þá hafði faðir minn átt erindi til Reykjavíkur og á meðan hann var að útrétta í bænum var ég hjá henni, á Sogabletti 9. Dýrin, sem hún átti, heilluðu mig. Kötturinn, séra Hvítur, hafði talsvert aðdráttaratl og sjötíu hænur og þrír hanar á lóðinni ekki síður. Þetta voru skrautleg hænsni í öllum litum, sem góð hænsni má prýða og sérstaklega var einn haninn skrautlegur. Það voru líka þrjár mjólkandi kýr og tveir kálfar. Þaö má segja að fyrir mér, barninu, væri þetta heilt ævintýri. Þá var Sogamýrin bara sveit með ótal lítil býli eða hús með grasnytjar. Við flest húsin voru hænsnakofar og sums staðar var fjós, hesthús eða kindakofi. Með smábúskap drýgði fólkið tekjurnar og þannig auðveldaðist lífsbaráttan. Ólöf, kona Kjartans afa míns, fór með mig á nýja heimilið. Við fórum með rútunni inn í Reykjavík og síðan í einhverjar heimsóknir til vinafólks Ólafar en hún var vinamörg kona. Mig minnir að við höfuin síðan farið með strætisvagni inn í Sogamýrina til Halldóru. Ég var ekki Glæsi/egar systur, Halldóra, Guðrún og Ingibjörg. með mikið af farangri með mér. Ég veit ekki af hverju pabbi fór ekki með mig og allt dótið í einu. Hugsanlega hefur honum verið það þungt að láta mig frá sér að hann hefur ekki treyst sér í þessa ferð. Einnig getur verið að það hafí átt að taka mig heim aftur ef ég festi ekki rætur á staðnum. Ég spurði aldrei um það. Halldóra sagði mér það seinna, að hún hafi beðið ömmu og pabba að koma ekki í heimsókn og hringja ekki fyrstu þrjár vikumar sem ég var hjá henni. Það dugði, ég var ekki með neitt væl þegar þau komu að þeim tíma liðnum. Ég man að mig langaði að fara með þeim en stillti mig. Það var líka spennandi að fá allt dótið, sem ég átti og hafði ekki haft með mér. Ég eignaðist strax mikið af vinum i Sogamýrinni. Uppi á lofti í húsinu var eitt stórt herbergi og eldhús, sem Halldóra leigði út. Þegar ég kom til hennar bjuggu þar hjónin Marta Finnbogadóttir og Pétur Eiríksson sundkappi, með þrjár dætur sínar. Þetta var gott fólk og stelpurnar mjög skemmtilegar. Sogablettur 9 var járnklætt timburhús, hæð og ris á steyptum kjallara. Á hæðinni voru þrjú, nokkuð góð herbergi, gangur og klósett. í kjallaranum var þvottahús Heima er bezt 485

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.