Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 55

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 55
að steypa hæðina. Húsið var síðan lengt og það er tvær hæðir og ris. Ung og sœt með Vöggustofubörnin. Flutt í skipasundið „Þaó var vorið 1951 sem Halldóra seldi Sogablett 9. Hún íekk úthlutað lóð í Skipasundi en það var versta lóðin sem var úthlutað við götuna á þessum tíma. Hún var líka eina konan sem sótli um lóð eða fékk lóð þarna á stóru svæði. Líklega hefur karlpeningnum í bæjarstjórn þótt þetta óþarfa brölt í einni konu að fara aó byggja, og þótt það í lagi að lækka í henni rostann með grýttu lóðinni. Halldóra gafst ekki upp og farið var að grafa fyrir grunni á húsi Halldóra og Gréta en allt var handgrafið. A meóan fluttum við með talsvert af hænsnum suður í Fossvog að Sæbóli, en þar bjó Agústa systir Halldóru og Guðjón hennar maður. Þau fluttu frá Súgandafirði í Kópavoginn haustið eftir að ég kom til Halldóru. Guðjón kom sér upp skósmíðaverkstæði og smíðaði líka báta. Við Halldór fengum herbergi, sem var kallað fyrir handan og var eina herbergið vinstra megin við ganginn. Guðjón kom upp kofa handa hænsnunum. Kýrnar, kálfarnir og talsvert margar hænur voru seldar en vesalings kötturinn hafði orðiö undir bíl, þó að minni umferð væri þá en nú. Halldóra keypti gamla íbúðarhúsið á Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd. Það var ílutt að næturlagi og sett niður á tunnur út við götuna í Skipasundi 79. Grunnurinn var þá ekki tilbúinn. Síðan var steypt hæð og húsið síðan sett þar ofan á. A meðan húsið var á tunnunum var afar kalt en við bjuggum samt í því fram undir vor þar til búið var Austurbæjarskólinn „Ég var fyrst send í Laugarnesskóla, það gekk skólabíll í Sogamýrina og þægilegt að fara með honum. Mér líkuðu ekki krakkarnir í Laugarnesskóla og Halldóra fékk mig flutta í Austurbæjarskólann. Þar leið mér vel og eignaðist þar marga góða vini og vinkonur. Kennararnir þar voru líka mjög góðir. Ég var búin að vera í barnaskóla í Keflavík í tvo vetur áður en ég flutti til Reykjavíkur. Ég man ekki mikið eftir krökkunum þar. Það var venja hjá okkur stelpunum í bekknum mínum í Austurbæjarskóla, að við hittumst heima hjá einhverri okkar einu sinni í mánuði. Ég man það að ég var hrædd um að mér yrði strítt á því að búa í húsi sem stæði á tunnum og reyndi í lengstu lög að komast hjá því að fá þær heim. Þetta gekk þó allt vel og þeim þótti sniðugt að koma í húsið. Mér var aldrei strítt með húsinu á tunnunum. Ég var í gagnfræðaskóla Austurbæjar og það voru mest sömu krakkar og voru í bamaskólanum. Ég á mjög góðar minningar frá þessum skólum. Sumarið, sem ég varð ellefu ára, fór ég í sveit og var þrjú sumur í Dýrafiröi, tvö á Hrauni í Keldudal, hjá hjónunum Kristjönu Vagnsdóttur og Elíasi Þórarinssyni. Elías var vel hagmæltur maður og það hefur komið út ljóðabók eftir hann.“ sveitmm: „Ég passaði krakkana en þessi hjón áttu mörg börn. Einnig aðstoðaði ég við önnur húsverk og heyskap. Þarna var afar gott nágrenni og oft á kvöldin fórum við krakkarnir á næstu bæjum í leiki. Sonur vinahjóna Halldóm fóstru minnar, Olafar Christensen og Christen Christensen, sem lengi bjuggu á Klömbrum á Miklatúni, var í sveit á sama bænum. Sveinn heitir hann og hefur fetað í fótspor föður síns og er kjötkaupmaður. Christen Christensen var þekktur kjötkaupmaður í Reykjavík. Þriðja sumarið var ég á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði, hjá Rósu Jónsdóttur ljósmóður og hennar manni, Einari Guðmundssyni. Rósa og Halldóra voru bræðradætur. Það er ntjög fallegt í Dýrafirði, ég gleymi aldrei þeirri sjón þegar siglt var inn Dýraijörð í fyrsta skipti Heirna er bezt 487
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.