Heima er bezt - 01.11.2005, Side 56
Ég hef unnið á nokkrum stöðum í Reykjavík, ég byrjaði
í Alþýðubrauðgerðinni, síðan vann ég við Sundhöllina
í Reykjavík. Eitt sumarið fór ég í kaupavinnu vestur í
Garpsdal við Gilsfjörð, mest til þess að vera úti. Það var
ágætt að vera þar. I mörg ár vann ég á vöggustofu en það
gat verið erfitt að skilja við börnin sem maður var búin
að vera lengi með í fanginu. Þegar bam er langdvölum
á vöggustofu er hætt við að einhverjir erfiðleikar séu hjá
foreldrum þess.
Á Hrafnistu vann ég nokkuð lengi, það var góður tími.
Þar eignaðist ég góðar vinkonur, stelpur sem unnu með
mér eða á nærliggjandi göngum. Margt af vistfólkinu var
skemmtilegt og fræðandi að kynnast því. Eftir langa ævi
hefur fólk frá mörgu að segja og svo sannarlega er það
þroskandi fyrir þá sem yngri eru að umgangast gamla
fólkið.
Systkinin Halldóra og Kjartan.
sem ég kom þangað. Veðrið var með
eindæmum gott, logn og glampandi
sól.“
Að komast í tölu fullorðinna
„Ég var fermd frá Laugarneskirkju.
Þá var Langholtskirkja í byggingu.
Séra Árelíus fermdi mig en við voru
þrjátíu sem fermdust saman. Á eftir
var veislukaffi heima í Skipasundinu
og nánustu vinum og ættingjum boðið.
Pabbi gaf mér mjög vandað úr og ég
fékk ýmislegt annað í fermingargjöf. Það sumar var ég
hjá prestshjónunum á Utskálum í Garði.
Þegar Halldóra, tostra mín, gat
ekki lengur verið ein á daginn vegna
öldrunar og lasleika, en hún hafði
brotnað illa, tók ég þann kost að vera
heima hjá henni og hlúa að henni í
ellinni. Hún átti það svo sannarlega
skilið af mér, hún, sem gekk mér í
móðurstað, en hún var líka eins og
amma mín. Ég var yfír Halldóru nótt
og dag í sex ár eða þar til yfír lauk.
Hún fékk þá ósk uppfyllta að geta
verið heima og þurfa ekki að fara á
öldrunardeild.
Ég er búin að vinna í húsum hjá
öldruðu fólki núna síðustu 17 árin.
Mér fellur þessi vinna vel þó að kaupið
mætti vera hærra. Það er mikill fróðleikur sem margt
af þessu fólki hefur miðlað mér og hreint ótrúlegt hvað
margir hafa áorkað í lífínu.
Síðasta myndin sem tekin var af
Halldóru
Þegar ég var fímmtán ára fór ég á Húsmæðraskólann
á Laugarvatni. Ég var langyngsti nemandinn en það var
gaman á Laugarvatni og veturinn of fljótur að líða. Ég
sé ekki eftir því að hafa farið þangað því að þar lærði ég
mikið af þeim störfum sem konur þurftu að kunna.
Mér fínnst það ekki rétt stefna að húsmæðraskólarnir
hafa svo til verið lagðir niður en auðvitað þurfti að breyta
einhverju í kennsluháttum eftir því sem tímarnir breytast.
Ég saumaði mikið út eins og hvítsaumsdúk, annan dúk
með flatsaum og mislöngum sporum og síðast en ekki síst
svartsaumsdúk. Það var óskapleg vinna á þessum dúkum.
Einnig var kenndur fatasaumur og talsvert saumað af
barnafatnaði. Matreiðsla og bakstur höfðu veglegan sess í
námsskránni og þrif og þvottar einnig. í þessum skóla var
ekki kenndur vefnaður og Halldóru þótti það ómögulegt
að ég fengi ekki að læra að vefa. Ég fór því seinna á
námskeið í vefnaði á Húsmæðraskólann á Löngumýri í
Skagafírði. Það var líka góður tími.
Ég hef oft verið spurð að því af hverju ég hafí ekki gift
mig og eignast böm. Því er til að svara að ég kynntist
ekki neinum rnanni sem mig langaði til að eiga. En litlu
frænkurnar og frændurnir hafa veitt mér mikla ánægju.“
Halldóra fóstra mín
„Eftir að Halldóra fóstra mín varð rúmliggjandi ákvað
ég að hugsa um hana heima svo að hún þyrfti ekki að
vera á hjúkrunarheimili. Það hafa margir sagt við mig að
ég hafi lengt líf hennar með því. Það má segja að þá fyrst
hafí hún haft tíma til þess að lesa, en lestur góðra bóka
hafði alltaf verið hennar áhugamál. Halldóra var fróð
kona og afburða dugleg. Þegar hún var á þrítugsaldri fór
hún til Kaupmannahafnar að læra hjúkrun. Hún var langt
komin í prófunum og búin að fá næluna, en átti eitthvað
eftir í námi, þegar hún veikist og varð að fara heim til
íslands.
488 Heimaerbezt