Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 61
Þessi ungu hjú bundu nú heit sín, er þau voru á leið
heim af dansleik. Um haustið fór kaupakonan heim til
sín. En ekki átti þetta að vera skilnaður að eilífu, því að
um réttirnar ætluðu þau að skella sér í heilagt hjónaband.
Hann hélt til Reykjavíkur, en sá því miður ekki neina
unnustu, og stóð þarna einn eins og dæmdur dalasveinn.
Ævintýri dalasveinsins var á enda, því miður. Og frá þvi
segir í framhaldi ljóðsins, sem Alfreð söng:
Loksins mœtti ég meyjunni
mitt á Oðinsgötunni.
Eg bauð góðan dag, hún galt í sömu mynt.
Einhver maður með henni var,
mér til sárrar bölvunar;
ég sá óðara, að hún var honum hlynnt.
„ Heyrðu, ungi sveitasveinn,
þú ert einum degi of seinn,
því með offisera éggifti mig í gœr.
Nei, að elska sveitaflón,
sem heitir ekkert nema Jón,
það er ekki fyrir unga borgarmær. “
Eg sló öllu upp í glens,
„ O, elsku fjárhúskofaséns,
var ekki notalegt að sofa í töðunni? “
I því þutu þau á braut,
en ég öskraði eins og naut:
„Manstu næturnar í lambhúshlöðunni? “
Alfreð gerði þama stormandi lukku, líkt og annars
staðar þar sem hann lét til sín heyra og sjá. Fólk hafði
ekki aðeins yndi af að heyra rödd þessa listamanns,
heldur var allt hans fas mjög spennandi. Hvað þessi
veikbyggði maður gat þanið sig!
Haustið 1946 var Alfreð ráðinn í því að halda til
Kaupmannahafnar, ásamt frú sinni, Ingu Þórðardóttur
leikkonu, að læra leiklist. Grein um Alfreð birtist um
þetta leyti í tímaritinu „Eimreiðinni", er bar yfirskriftina
„Skopleikari of saltan sjá“. Höfundurinn var Lárus
Sigurbjörnsson rithöfundur, er ritaði margt um tónlist og
tónlistarmenn í þetta gamalgróna menningarrit. Fram að
þessu hafði Alfreð aðallega sinnt gamanhlutverkum, en
ætlaði þar eftir að leggja stund á alvarlegri hlutverk.
Þetta haust hélt Alfreð allmargar söngskemmtanir í
Gamla Bíói við Ingólfsstræti, og var jafnan fullt hús hjá
honum. Agóðinn af söngskemmtunum þessum átti að
duga listamanninum og konu hans fyrir ársdvöl í borginni
við Sundið. Skemmtanir þessar hófust ekki fyrr en kl.
23:30, eða eftir að kvikmyndasýningum lauk.
Á þessum tíma var ég nemandi í 2. bekk Kennara-
skólans viö Laufásveg, og leigði mér herbergiskytru
undir súð í sambýlishúsinu Eskihlíð 14. Ég sótti eina al
þessum söngskemmtunum Alfreðs, ásamt skólafélaga,
Sigurði Kristinssyni, er bjó í sama húsi, og var einum
bekk ofar en ég. Við Sigurður hlupum ofan úr Hlíðum í
myrkri kvöldsins og kulda, en þetta var seint í nóvember.
Og við þurftum ekki að sjá eftir því að eyða tíma og fé
í að hlusta á hann Alfreð Andrésson. Vafalítið munu
vísumar um rottufarganið, sem Alfreð söng þama, verða
mér minnisstæðastar. Sumarið á undan hafði rottugangur
í höfuðstaðnum slegið öll met. Fengnir höfðu verið
erlendir sérfræðingar á vegum Reykjavíkurborgar, til
að eyða þessu fargani. Bar það nokkurn árangur. Og nú
gef ég Alfreð orðið um sinn. Ljóðið, sem hann söng, bar
yfirskriftina „Rottugangur“:
Það ríkir hér ömurlegt rottufargan,
alltaf sí og œ,
þær vaða hreint um allan bœ,
svo varla er hœgt aðfá sér dræ.
Og fari einhver út til að fá sér sjans,
nú þá er rotta þar;
þær eru svona rotturnai; bara alls staðar.
Þær fluttust hingað inn,
er Englendingurinn
kom að fmna stúlkurnar
með stóra jlotann sinn.
Það getur vel verið, að hún sé setulið.
Raunalega rœöa menn um rotturástandið.
Annar bragur, sem Alfreð söng þama, vakti mikla gleði.
Fjallar hann um síldveiðar, sem þá voru enn stundaðar
fyrir Norðurlandi, og var Siglufjörður þar í brennidepli.
Þar var „síldarborgin“. Alfreð hóf söng sinn með þessu
erindi:
Þegar síldveiði byrjar við höldum í haf
með hjartað svo fullt af vonum.
Þá er ekki slóað né slegið neitt af
skriðnum á dampskiponum.
Við höldum í blússi út í Haganesvík,
því hún er af síldinni rík.
Betur á stjói; stjói; stjói;
klárir í bátana, torfan er stór, stór, stór,
hrað, hrað, hraðar nú, drengir,
hér dugar ekki neitt slór, slór, slór,
dragió ekki af, af, af
hver andskotinn, torfan erfarin í kaf,
búm, búm, á sjómannamáli við segjum,
að þetta sé búm, búm, búm.
Oft söng Alfreð í útvarpið, og eru margar upptökur til
með honum á þeim bæ. Einn frægast bragur, sem hann
söng þar, er eftir Ragnar Jóhannesson, þann ljóðhaga
mann, og nefnist hann „Tólffótungur“. Fjallar hann
um ríkisstjórn þá, sem mynduð var haustið 1944, undir
forsæti Olafs Thors, og skipuð ráðherrum úr þremur
stjórnmálaflokkum, samtals sex að tölu: „Tólfótungur"
var því réttnefni. Þarna fór Alfreð á kostum. Bragurinn
Heima er bezt 493