Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 63
Jóni Auðuns og séra Árelíusi. Hann hermdi einnig eftir
söng manna og tókst allvel, enda lagði hann stund á
dægurlagasöng um skeið. Eitthvað fékkst Jón við
leiklist, en varð lítt þekktur á því sviði. Honum var
annars margt til lista lagt. Móðir hans hét Karlína
Jónsdóttir, en gekk undir nafninu Dalla. Foreldrar
hennar bjuggu í Skuld, litlu koti við Blönduós. Hún var
oft á ijölunum á Olafsfírði um sína daga og þótti góð
leikkona. Maður hennar og faðir Jóns, var verkamaður
á Ólafsfírði og hét Gunnlaugur Jónsson. Vafalítið hefur
Jón hlotið leikarahæfíleika sína frá móður sinni. Jón B.
Gunnlaugsson var um skeið hjá Ríkisútvarpinu og sá um
tónlistarþætti eins og „Eftir hádegið“, þar sem fólk valdi
sér lög til flutnings. Hafði margur yndi af. Þá var Jón um
skeið útvarpsþulur og las fréttir í
forföllum Jóns Múla. Hann var hvergi hikandi. Þannig
man ég hann
Karl Einarsson
var alþekktur skemmtikraftur í Reykjavík og víðar
á sjöunda og áttunda áratugnum. Nokkrum sinnum
hlýddi ég á Karl og sá tilburði hans á skemmtistöðum.
Alls staðar var að honum fagnaðarauki. Maðurinn var í
meðallagi hár, dökkur á hár, enda á besta aldursskeiói.
Var mjög vel til fara. Gekk með slaufu um háls í stað
hálsbindis. Nokkrar eftirlætispersónur átti hann til að
herma eftir. Mátti þar nefna Árna
Tryggvason, sem hann náði ágætlega. Hæst mun þó
hafa borið prúðmennið Gunnar Sigurðsson Thoroddsen,
ráðherra og borgarstjóra. Var með ólíkindum hversu vel
Karl náði Gunnari, hvað orðaval, framburð og tilburði
áhrærði. Þetta virtist Karl hafa kynnt sér af kostgæfni.
Dr. Gunnar notaði gjarnan ávarpið „Góðir íslendingar“,
þegar hann talaði til alþjóðar. Þegar Karl mælti þetta
á sviði var vart hægt að greina annað en þarna væri
sjálfur Gunnar Thoroddsen kominn. Eitthvað heyróist
að því vikiö á stundum, að ýmsir þeir, sem tóku við
hinum ýmsu bótum almannatrygginga, væru ekki neinir
aumingjar tjárhagslega. Þess vegna var Gunnar látinn
segja með munni Karls Einarssonar: „Góðir íslendingar!
Eg held nú að hagur fólks sé ekki svo slæmur sern at er
látið. Það mun til aö mynda ekki ótítt, aó menn komi í
einkabifreiðum til að sækja ellistyrkinn sinn.“
Karl Einarsson vann hjá Landhelgisgæslunni um skeið,
og var handtekinn af Bretum ásamt fleirum, er landhelgin
var færð út í 12 mílur 1958. Frá því sagði hann í
sjónvarpinu á sínum tíma. Um skeið var Karl húsvörður
félagsheimilisins Árness í Gnúpverjahreppi.
Því miður bilaði heilsa þessa ágæta skemmtikrafts.
Hjartað gaf sig. Hann andaðist snemma árs 1977.
Árni Tryggvason
er það kunnur sem leikari og skemmtikraftur, að óþarft
er að kynna hann. Árni er jafnfær að leika fyrir fullorðna
sem börn. Það hefur hann margsinnis sýnt. Hver gleymir
honum í hlutverki Lilla klifurmúsar í „Dýrunum í
Hálsaskógi“, eftir Torbjöm Egner. Þar sat hann uppi í
tré og setti sig í spor Lilla, sem söng um sjálfan sig og
læddist um lágan runn og klett. Sá litli var sannarlega
sniðugur. Og Árni túlkaði hann af sinni alkunnu hógværð.
Eg hef hlýtt á Árna og horft, bæði á sviði og í gildaskála.
Á báðum stöðum sómir hann sér vel, þessi lágvaxni
maður. Hann er kattlipur og léttur á sér. Ekki er alltaf
kostur að vera stór og kraftalegur. Ekki hæfa öll hlutverk
þess konar manngerð. Árni ætlaði upphaflega ekki að
gerast leikari. Hann var verslunarmaður á Borgarfírði
eystra, um þriggja ára bil. Þótti hann lipur í því starfí.
Þegar ég bjó þarna um þriggja ára bil, sögðu menn
mér það. En einmitt þarna hlaut Árni sína eldskírn sem
leikari, tróð upp í samkomuhúsi staðarins, sem þá var
ekki háreist, vægast sagt.
Eitt sinn sem oftar var ég gestur í sölum Hótels Borgar.
Þar skemmti Ámi Tryggvason. Mér er minnistætt, er
hann lék veiðimann, sem var að fá'ann. Greinilegt var,
að maðurinn hafði sjálfur stundað laxveiði, eða vissi að
minnsta kosti, hvernig átti að bera sig við að draga físk
á land. Síðar mun Ámi kunnur fyrir fískidrátt sinn á
Eyjafirói. Hann dvelur á æskuslóðum sínum í Hrísey á
sumrin. Þar hitti ég hann í það eina sinn, sem ég steig á
land á þessari vinalegu eyju. Við ræddumst við um stund.
Barst í tal dvöl hans á Borgarfírði eystra, en ég var með
skólabörn mín þarna í skemmtiferð. Marga mundi hann
þar, þótt liðin væru 40 ár frá því að hann rétti vömr yfír
búðarborð í kaupfélaginu á staðnum, því að þetta var
fyrir tíma kjörbúðanna. Bubbi karlinn, Björn Ólafsson,
var ofarlega í huga Árna.
Frásagnargleði einkennir þennan ágæta leikara. Þeir,
sem lesið hafa minningar hans, er út komu fyrir jólin
1991, komast að raun um að þarna er um léttlyndan
mann og glaóan að ræða. Ég held, að Ámi hafí lent á
réttri hillu í lífínu. Mörgum hefur hann skemmt á sviði
og annars staðar. Minnistætt verður öllum, er hann söng
„Álafossbraginn" í útvarpið í þætti Péturs Péturssonar,
„Góðan dag, góðir hlustendur“. Erfitt er að túlka margt
rneð oröum, ekki síst hrifningu. Leikarahæfileikar Áma
Tryggvasonar fara ekki milli mála.
Heima er bezt 495