Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 64

Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 64
Kjartan Theóphílus Ólafsson frá Látrum í Aða/vík: Glæfraleg smalaferð Að afloknum réttum haustið 1940, fórum við ijórir saman út í Stapavelli, til að sækja kindur sem við höfðum frétt af þar. Þeir, sem þarna lögðu up, voru Árni Þorkelsson, 58 ára, og þá orðinn bóndi á Stað og hafði tekið þar við af föður mínum, en hafði áður búið í Skáladal í tíu ár, sonur hans Pálmi, 25 ára, Kjartan H. Guðmundsson frá Neðri-Miðvík, 17 ára, og ég, þá til heimilis í Skáladal, 16 ára. Við lögðum upp tímanlega í mjög fögru haustveðri og gengum sem leið liggur upp að Gangsteini. Þaðan héldum við út Ganghillu, uns við fórum niður í Stapavellina. Þetta er mjög bratt og hált á grasinu, sem þarna er geysilega mikið, enda er fugladritið góður áburður. Þegar komið er allnokkuð niður fyrir Ganghillu, kemur önnur hilla og úr henni verður að fara niður brattan og sléttan klett, næstum lóðréttan og á annan metra á hæð, sem við fórum niður á bandi. Þama urðum við að reka féð upp, þegar við höfðum náð því. Við fundum kindurnar strax og voru þetta nokkrar ljónstyggar lambær. Við náðum þeim þó fljótlega, en þær tvístruðust brátt aftur. Eitt lamb hljóp í hillu inn í Almenning og fóru feðgarnir á eftir því, en vió Kjartan eltum hinar kindurnar. Þegar við vorum komnir langleiðina upp undir bratta klettinn, hljóp eitt lambið út á hilluna. Við eltum það í þrot og ætluðum að handsama það þar, en þá stökk það beint út í loftið úr hilluendanum og sveif 30 - 40 metra niður í snarbratta grasflesju hlíðarinnar. Þar kom það niður og rúllaði langa leið eftir brattanum. Við horfðum á þetta og töldum lambið dautt. En þá hljóp það upp og virtist ekkert að því. Við sóttum það og gátum rekið það inn í hópinn. Héldum við svo áfram upp úr Völlunum. Þegar féð kom að flata klettinum, rann það upp eftir honum og virtist vera vant leiðinni. En ein ærin varð eftir, enda stór og feit. Við reyndum að hjálpa henni, en þá rann hún til og síðan aftur og beint fram af klettunum. Eftir nokkra stund heyrðum við skell og sáum hana síðan fljúga niður í Almenninginn. Og eftir langa stund að okkur virtist, kom aftur skellur, þegar hún lenti í sjónurn um þaö bil 200 metrum neðar. Nú víkur sögunni að þeim feðgum. Þeir eltu lambið í þrot inn Almenninginn uns þeir komust ekki lengra. En lambið hélt áfram og sáu þeir það fara með afturfæturna fram úr hillunni, en krafsa sig síðan upp aftur og sneru þeir þá frá. Þegar þeir áttu skammt ófarið út í Stapavellina, skall rollan í hilluna fyrir framan þá, um það bil tvo metra frá þeim, og horfðu þeir síðan á eftir henni í sjóinn. Það voru fáorðir menn sem komu til okkar, þar sem við biðum. Enda má segja, þegar horft er til baka, að oft sé skammt milli lífs og dauða. Það voru þreyttir og þakklátir menn sem sneru heim úr þessari hættuför, en allir lífs og óslasaðir. Tveimur dögum seinna var lambið, sem skilja varð eftir í Almenningnum, komið í fjárhóp í hlíðum Ritsins og amaði ekkert að því. Á léttu nótunum rL Óheppilegar setningar, ef þú ert stoppaður af lögreglunni fyrir of hraðan akstur: 1. Ég get ekki teygt mig eftir ökuskírteininu nema þú haldir á bjórnum fyrir mig. 2. Afsakaðu, lögregluþjónn, ég vissi ekki að radarvarinn væri ótengdur hjá mér. 3. Vá, þú hlýtur að hafa keyrt á a.m.k. 170 kílómetra hraða, úr því að þú náðir mér. Vel gert. 4. Þú ætlar ekkert að kíkja í skottið, er það? 5. Æðislega eru þið góðir. Lög- regluþjónninn sem stoppaði mig síðast gaf mér líka aðvörun. 6. Ég var að reyna að halda í við umferðina. Jú, ég veit, það er hvergi bíll sjáanlegur, en það er bara vegna þess að þeir eru komnir svo langt á undan mér. 496 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.