Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Side 68

Heima er bezt - 01.11.2005, Side 68
Reykhólabœrinn í kringum árið 1925. Upphitun og venjuleg eldun Sauðatað og mór var notað jöfnum höndum til upphitunar og eldunar. A vorin var sauðataðið stungið út úr fjárhúsunum. Það var hlutverk okkar krakkanna að bera hnausana í fanginu til dyra og út í kerru. Síðan var þeim ekið út á túnið. Hnausunum var þar flett í þunnar flögur og þær reistar upp til þurrkunar á túninu. Þegar taóið var orðið þurrt, var því hlaóið saman í hrauka en síðar flutt heim í hlóðaeldhúsið. Mótekja var sæmileg á Reykhólum. Fyrst varð að ryðja burt jarðvegi ofan af mónum, sem var um metri á þykkt, en þar fyrir neðan var komið niður á jafn þykkt lag af mó, sem var 3 til 4 skóflustungur. Sami háttur var hafður með móhnausana. Þeir voru klofnir í tvö þrjá köggla og þurrkaðir og síóan hreykt upp og geymdir í sérstakri mótóft skammt frá mógröfunum. Við krakkarnir fengum það hlutverk að sækja móinn og bera hann í poka á bakinu heim þar sem hann var geymdur í hlóðaeldhúsinu. Gamalt örnefni á Reykhólum, Kjarrbólsgarður, er nefnt í Sturlungu. Þegar Kolbeinn Arnórsson ungi gerði aðför að Tuma Sighvatssyni 19. apríl 1244, reið herflokkur hans þarna yfir og framhjá Kjarrbólsgarði áður en þeir komu út á Skeiðið. Þetta örnefni kemur heim og saman við allar aðstæður og það svæði þar sem mótekja var stunduð. Þarna fundum við væna birkilurka, sem gáfu góða samsvörun við þetta horfna örnefni á Reykhólum. Kol voru sjaldan notuð. Allt heimilisrusl, svo sem pappír, blöó ofl. sem brunnið gat, var sett í eldavélina. Kveikt var upp í eldavélinni strax á morgnana svo kulnaði út í henni á kvöldin. I mestu kuldum var kveikt á Hlóðaeldhúsið á Reykhólum, frá 1898. Ljósm.:J. c. Kieín. 500 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.