Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 70

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 70
var þurr mómylsna höfð með kartöflunum í tunnunum. Mjölvara var geymd uppi á lofti í skemmunni. Skyrgerðin fór fram að sumri til í útiskemmunni. Rimlaskyrgrindin lá ofan á mysutunnunni, grisja úr þunnu lérefti var undir skyrinu. Önnur matvara var geymd í hinu litla matar- og mjólkurbúri. Þar voru að sjálfsögðu bæði skilvindan og strokkurinn. Reykhólasmjörið var ávallt í miklum gæðaflokki. Móðir mín lagði mikla áherslu á allt hreinlæti. Þar hefur daglegur uppþvottur allra mjólkuríláta í heimalauginni átt sinn þátt í að ná þeim árangri. Matargerð Öll matargerð var langmest heimaunnin. Mesta annríkið var á haustin. Þá var metið hversu mikið kjöt þyrfti að leggja til heimilis og hve mikið væri hægt að leggja inn í kaupstaðinn. Heimaslátrun var gerð á hverju hausti. Kjötið fékk að standa uppi nokkum tíma meðan það var aó meyma. Kjötið var ýmist reykt eða saltað, en einnig var það soðið niður í glerkrukkur. Mikil vinna fór í sláturgerðina. Vambir voru hreinsaðar og kalónaðar í hverunum. Hausar og fætur af kindunum voru sviðnar og síðan var allt sviðahrím skafíð af og sett í suðu í hvemum.Sviðavinnan kom mest í hlut okkar krakkanna. Allur sláturmatur var lagður í súr. Það var blóðmör, lifrarpylsa, svióasulta, lundabaggar og selhreifar, en sviðahausar voru saltaðir ofan í tunnu. Rennandi vatn Kalt vatn var leitt inn í bæinn og fjósið 1929. Áður hafði allt kalt neysluvatn í bæinn verið sótt í Biskupsbrunninn í Hvanngarðabrekkunni Aðeins einn krani var fyrir allan bæinn og staðsettur í hinni íbúðinni. Daglega sóttum við sjóðandi vatn niður í Suóurhverina eða í Kraflanda, en einnig náðum við í vatn í Fjóslaugina, 45 gráðu heitt, sem gekk síðar undir nafninu Heimalaugin. Mjólkurílátin voru oftast þvegin þar í lauginni og var þá alltaf tekið vatn með heim í bæinn. Úr þessari laug mun hafa verið tekið vatn í fjósið og hún fengið þá þetta nafn. Þar sem margar kýr voru í fjósi, hafði það verið erfítt verk að flytja vatnió ýmist í fötum eða í tunnu á hestakerru. Við lentum ekki í þessu, þar sem rennandi vatn kom í fjósið 10 árum áður. í fjósinu var vatnið látið standa í tunnu svo það væri aðeins volgara til drykkjar fyrir kýrnar. Skolpræsi og frárennsli Ekkert skolpræsi var frá bænum. Afhýsi með safngryfju fyrir saur og skólp var fyrir löngu aflagt og ekkert notað. Saurfata var í hlóðaeldhúsi en skolpfata í eldhúsi. Þær voru losaðar eftir þörfum út á tún eða í frálagshaug. Undir hverju rúmi var náttkoppur, sem hægt var að grípa til, því ekkert salerni var innan bæjar. Aó morgni var líkamslindinni safnað í tunnu og geymd til vorsins. Keytutunnan var staðsett í hlóðaeldhúsinu. Þvagsöfnun var algeng á llestum bæjum og var keytan notuö sem þvotta- og fegrunarmjöður viö ullarþvottinn á vorin. Steinarnir í kringum Grettislaugina, sem greint er frá. Biskupsbrunnurinn, gamla vatnsbólið fram til 1929. Gamli bærinn að hruni kaminn 1948. 502 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.