Heima er bezt - 01.11.2005, Page 72
Grunnmynd Reykhólabæjarins, einnig teiknuð af Samúel
Eggertssyni.
til spari, ég fékk síðast svona spariskó á jólunum 1937,
þegar ég var 10 ára gamall.
Fatageymsla
Geymsla á klæðnaði var erfið við þessar aðstæður.
Reykmengun gat verið fínnanleg. Sængurfatnaður
var geymdur í stórum kistum. Utifatnaður var allur
geymdur frammi í fremstu stofunni. Reyrgresi var sett í
fatageymslur og rúmbotna, það þótti gott til vamar gegn
mölflugunni.
Pvottur
Þvottaaðstaða var ein sú besta sem þekktist í sveitinni.
Hvíti þvotturinn var lagöur í sápulög og látinn standa
yfir nótt í stórum bala í hvernum, síðan nuddaður á bretti
og skolaður upp úr kaldara hveravatni. Kom hann þá
tandurhreinn úr þessari sjálfvirku þvottavél náttúrunnar.
Misliti þvotturinn fékk vægari hita en þeim mun meir
var hann meðhöndlaður á sléttu steinunum er sjást
ennþá úr fyrirhleðslu, sem talin er vera frá dvöl Grettis
Ásmundarsonar, er hann dvaldi á Reykhólum árið 1012.
vinnuaðstaðan
Hún var á ýmsan hátt mjög erfíð vegna lítillar birtu og
mikilla þrengsla. Tóvinna var stunduð og sérstaklega var
vélprjón hjá mömmu mjög mikið. Hún saumaði mikið af
fötum á okkur. Amma spann mikið á rokk, bæði einspinnu
og tvíspinnu. Stundum voru fléttuð reipi og gjarðir úr
hrosshári og úrgangsull. Hagldir á reipin voru mest
smíðaðar úr eikartunnufjölum. Við kunnum að bregða
gjarðir, sem settar voru á hnakka og klyfbera. í fremstu
stofunni var hefilbekkur staðsettur og þar var hægt að
vinna við létta trésmíði.
Járnsmíði var úti í sérstakri skemmu. Þar var
skeifnasmíðin stunduð og fleira sem til þurfti, m.a að
svíða sviðin.
Heyskapurinn
Öflun heyja og fóðurs fyrir búpening var undirstaða
þess að búskapurinn gæti borið sig. Á árunum fram yfir
1952 var heyfengur tekinn að meiri hluta á útengjum
og í eyjunum. Heimatúnið gaf aðeins fjórðung af því
heymagni sem til þurfti. Eyjaheyskapurinn var mjög
háður veðráttu og góðum flutningabátum. Þangað var
ekki hægt að fara fyrirvaralaust, væru veðurhorfur góðar.
Ut á engjarnar var alltaf hægt að fara og nýta hverja stund
sem gafst.
Til sparnaðar á heyforða var reynt að nýta beitina í
eyjunum eftir fremsta megni. Tugir hesta gátu verið þar í
vetrarbeit. Einnig voru ásetningslömbin og nokkrar eldri
ær oft fluttar þangað á haustin og féð látið vera þar fram
undir jólin. Hrútamir voru hafðir í sérstökum eyjum. Þær
eyjar voru mjög öruggar gagnvart allri flæðihættu. Á
jólaföstunni var allt þetta fé sótt og flutt í land.
Hlunnindin á Reykhólum eru annars svo sérstakur kafli
að það væri efni í langa trásögn.
Ferðalög
Ferðir og fararskjótar voru næstum óbreyttir frá
landnámstíð. Ávallt voru til góðir hestar til áburðar og
reiðar og sumir til hvoru tveggja. Þeir hestar, sem ekki
voru ætlaðir til notkunar að vetrinum, voru fluttir fram í
eyjar og hafðir þar í vetrarbeit fram í lok apríl. Áður en
farið var með þá fram, voru skeifumar dregnar undan
þeim. Aðrir hestar voru teknir á hús um jólin og þá settir
á skaflajárn.
Sjóferðir
Auk allra ferða við hlunnindi vor og haust og flutning
á búfé, þá voru verslunarferðir til Króksíjarðarness
allan þennan tíma fram til 1946, að vöruflutningar gátu
hafist að sumrinu út að Reykhólum. Vetrarferðir að
Króksfjarðarnesi héldust lengur. Mest af þungavöm var
skipað beint upp úr flutningaskipum á Reykhólum og flutt
í land á bátum. Þeir flutningar voru mjög ertlðir þegar
ísalög voru komin upp að landinu.
Selfossi 12. nóvember 2005.
504 Heima er bezt