Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Side 73

Heima er bezt - 01.11.2005, Side 73
Til Heima er bezt Ég undirritaður þakka ykkur fyrir mjög gott og fróólegt blað, sem ég er nýlega byrjaður að kaupa aftur, eftir langt hlé. Astæða þess að ég skrifa þetta bréf nú, er sú, að ég rakst á slæma villu í 3. tölublaði, 54. árg., í annars ágætri grein eftir Guðmund Sæmundsson, „Þar sem mannlífíð hvarf‘. A bls. 117 má lesa að Jakob Thorarensen hafí verið sonur Jakobs kaupmanns á Kúvíkum og Guðrúnar Oladóttur konu hans. Þetta er rangt. Það er einnig rangt að nafn skáldsins hafí verið Jakob Jens. Það rétta er að einn sonur Jakobs kaupmanns Thorarensen, hét Jakob Jens, en hann var ekki skáld heldur bóndi og sjómaður á Gjögri. Hann eignaðist tvö börn með bústýru sinni, Vilhelmínu Gísladóttur frá Stóra-Fjarðarhorni, Jakob Thorarensen skáld og Jakobínu kaupkonu á Hólmavík. En eiginkona Jakobs á Gjögri varð Jóhanna Sigrún Guðnrundsdóttir frá Kjós. Meðal barna þeirra voru hinir þekktu Thorarensenbræður á Gjögri, þeir Axel, Karl og Valdemar. Jakob kaupmaður á Kúvíkum var þannig afí Jakobs skálds en ekki faðir. Vafalaust er búið að leiðrétta þetta eftir annarri ábendingu, því að þessi er nokkuð síðbúin, en þar sem ég hef ekki tekið eftir umbótum í þessu efni, sendi ég þennan miða til ykkar, meö vinsemd og þökk fyrir gott rit. 4. júlí 2005. Torfi Guðbrandsson. DC tveir og hálfur Fáar flugvélar eru þekktari en Douglas DC3, og trúlega hafa ekki verið framleiddar fleiri vélar af neinni annarri gerð, flestar í Bandaríkjunum en margar auk þess í öðrum löndum með leyfi bandaríska framleiðandans. Flugvélin var tyrst smíðuð til farþegaflugs á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld en megnið var framleitt á heimsstyrjaldarárunum, þegar þessi tveggja hreyfla fíugvél var uppistaðan í flutningaflota herja fíestra Bandamanna, í það minnsta framan af styrjöldinni. Eftir stríðið keyptu flugfélög víða um heim vel með farnar DC3- herflugvélar (eða C-47, eins og flugvélin var auðkennd í flugflota Bandaríkjahers) til nota á styttri flugleiðum; meðal annars hafði Flugfélag íslands „þrista“ í innanlandsflugi þar til skrúfuþotur leystu þær af hólmi. Hin síðasta þessara flugvéla hér á landi var til skamms tíma notuð við áburðardreifíngu og hét þá Páll Sveinsson. Vélin er nú safngripur og var þegar þetta var skráð á sýningarflugi erlendis. Frumgerð DC3 var fýrst flogið opinberlega hinn 17. desember 1935, en þann dag fyrir 32 árum, lyftist flugvél Wright-bræðra í fýrsta sinn frá jörð fyrir eigin vélarafli. Framleiðsla á DC3 til farþegaflugs hófst svo fljótlega, en áður hafði Douglas framleitt og selt fyrirrennara þessarar flugvélar, sem auðkennd var DC2 og minnti á þristinn að sjá, en bolurinn var mjórri og farþegarými að sama skapi minna. Bandarísk og erlend flugfélög sýndu flugvélinni verulegan áhuga, og fljótlega var af henni þróuð DC3 gerðin. Einhverjar DC2-flugvélar rötuðu til bandaríska hersins, og ég las fyrir löngu um eina þeirra, sem hafnaði löskuð og óflughæf á bandarískri herstöð í stríðinu við Japana, að ég held á kóraley á Kyrrahafí. Úr nothæfum pörtum af þessari DC2-vél og varahlutum úr DC3 var saman sett flugvél, sem að sjálfsögðu var kölluð DC2V2. Ornólfur Thorlacius tók saman. Heimaerbezt 505

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.