Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 75

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 75
Kviðlingar kvæðamál Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Vísnaþáttur Lesendur góðir. Þegar sumarið er að kveðja, á vel við að rifja upp nokkur erindi, sem Steingrímur Thorsteinsson orti um haustið. Ég, sem þessar línur rita, lærði ljóðið hans Steingríms um þetta efni, en það birtist í Skólaljóðum æsku minnar. Mér finnst rétt að birta nokkur erindi úr þessu fagra ljóði. Steingrímur hefur ljóð sitt á því að bera saman vor og haust, og leynir sér ekki aðdáun hans á haustinu : Vor er indœlt, eg það veit, þá ástar kveðnr raustin. En ekkert fegra' á foidu ég leit en fagurt kvöld á haustin. Aftansunna þegar þýð um þúsund litan skóginn geislum slœr og blikar blíð bœði um lönd og sjóinn. Svo í kvöld við sævarbrún sólu lít ég renna, vestangeislum varpar hún, sem verma' en eigi brenna. Setjumst undir vænan við, von skal hugann gleðja. Heyrum sœtan svanaklið, sumarið er að kveðja. Síðan víkur skáldið að æskunni og ellinni, þessum tveimur æviskeiðum, sem þeir fá að lifa, er ná háum aldri. Um þessi tvö æviskeið segir Steingrímur hin spaklegu orð: Oflof valið œsku þrátt elli sœmd ei skerði. Andinn getur hafist hátt, þó höfuð lotið veröi. Og endalokum hins mannlega lífs gleymir Steingrímur ekki: Æska, ég hef ást á þér, fyr elli kné skal beygja. Fegurð lífs þó miklist mér, meira er hitt: að deyja. Ellin er ekki neitt til að óttast, að dómi skáldsins: Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhœrum. Steingrímur Thorsteinsson skáld og rektor Mennta-skólans í Reykjavík, andaðist 21. ágúst 1913, 82 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur, er hann var á gönguför, skammt frá Rauðará við Reykjavík. Rættist þá ósk hans, sem hann kvað þannig um í lokaerindi ljóðs síns um haustið: Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. Hver er nú hagyrðingur mánaðarins? Að honum þarf ég ekki langt að leita. Hann hét Björn Leví Gestsson. Fæddur var hann að Litlu - Ásgeirsá í Víðidal, 28. september 1889. Björn ólst upp á Björnólfsstöðum í Langadal. Hann hóf búskap á Refsstöðum á Laxárdal, núverandi eignarjörð minni, tæplega tvítugur og bjó þar í 12 ár, og gerði miklar umbætur á þeirri jörð, bæði hvað ræktun og húsakost snerti. Björn fluttist þaðan til Reykjavíkur og stundaði þar verslunarstörf um skeið, en síðan vann hann við húsabyggingar. Hann lést 1973, 83 ára að aldri, og hvílir í Villingaholti. Um hjúskap sinn, sem gekk ekki eins og hann óskaði, kvað Björn Gestsson: Grýttri lífs á leiðinni, lukkuvonum skerður, hjónabands á heiðinni haftsár margur verður. Heima er bezt 507

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.