Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 79

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 79
 Jón R. Hjálmarsson: Þjóðhetjan Vilhjálmur Tell Eitt er það ríki í Norðurálfu sem mjög hefur skorið sig úr flestum öðrum löndum í þjóðfélagsþróun og stjórnskipulagi á síðari öldum og það er fjallalandið Sviss. Þar var um aldir lýðveldi, meðan kóngar og keisarar ríktu yfir flestum öðrum löndum. Einnig hafa löngum í Sviss' búið mörg þjóðabrot í sátt og samlyndi, meðan slíkt gafst illa annars staðar. Og í Sviss hafa jafnan verið töluð mörg jafnrétthá tungumál meðan þess var krafist að ein tunga skyldi gilda sem opinbert mál víðast hvar í öðrum löndum. Þannig var það á fjölmörgum sviðum sem Svisslendingar voru sér á báti og margt hjá þeim ólíkt því sem gerðist í nágrannalöndum. Hefur svo verið um langan aldur og er saga þessarar dugmiklu tjallaþjóðar næsta sérstæð og merkileg. Frá elstu tímum hafa menn búið næsta frjálsir og óháöir í dölum Alpaíjalla, þar sem síðar varð til ríkið Sviss. En segja má að hin eiginlega sjálfstæðisbarátta Svisslendinga hafi byrjað að marki á myrkri haustnótt árið 1307. Þá komu saman á laun til fjalla, allmargir harðsnúnir ættjarðarvinir og sórust í fóstbræðralag um aö hefja baráttu gegn haróstjórn og yfírgangi Habsborgara. Jafnframt gáfu menn þessir út yfirlýsingu um að þeir væru reiðubúnir til að fórna lífinu fyrir frelsi og fullveldi lands síns. En ástæðan fyrir þessu upphlaupi var sú að Habsborgarættin, sem komist hafði til valda í Austurríki, seildist með vaxandi þunga eftir yfirráðum í Alpahéruðum þeim sem síðar mynduðu svissneska sambandsríkið. Einn af fógetum Habsborgara um þessar mundir hét Gessler og var hann illa þokkaður í meira lagi. Gessler þessi frétti af leynifundi frelsisvinanna og varð einnig var við ólgu og mótþróa meðal fólksins sem hann var settur yfir. Slíkt þoldi hann illa og tók það til bragðs til að auðmýkja íbúana með því að setja austurískan hertogahatt upp á háa stöng á aðaltorginu í þorpi einu. Síöan skipaði hann svo fyrir að sérhver sem gengi hjá skyldi hneigja sig og heilsa hatti og stöng, svo sem þarna stæði keisarinn sjálfur. Bændafólkið hlýddi, þótt því væri það þvert um geð, af ótta við árásir, barsmíð og jafnvel fangavist. Þá var það sem Vilhjálmur Tell kom á vettvang, en hann var fullhugi mikill og víðfrægur fyrir skotfimi af boga sínum. Vilhjálmur þessi hafði verið einn í hópi hinna eiðsvörnu, sem verja vildu frelsi landsins. Lét hann nú sem hann sæi hvorki hatt né stöng og gekk snúðugt fram hjá án minnstu lotningar og það meira að segja hvað eftir annað. Menn fógetans, sem horfðu á þetta, tóku hann óðar fastan og vörpuðu honum í dýflissu. Skömmu siðar var hann leiddur fyrir Gessler og sýndi valdsmaðurinn honum þá mikinn hroka og yfirlæti. En síðan kvaðst fógetinn hafa heyrt mikið látið af bogfimi Vilhjálms og kvaðst nú vilja þyrma lífl hans ef hann vildi skjóta epli af höfði ungs sonar síns á löngu færi. Vilhjálmur sárbað um að honum yrði hlíft við þessari raun, en fógetanum varð ekki haggað og kvaðst hann að öðrum kosti dærna bæði föður og son til dauða. Hann setti því næst epli á höfuð Heima er bezt 5 1 I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.