Heima er bezt - 01.11.2005, Side 81
Steinunn R.
Eyjólfsdóttir:
Stroff, dokkur,
gardínur og dúkkur
Orðið „stroff1 er ekki íslenska. Ekki heldur „dokka“.
Það sem prjónablöð nú á dögum nefna
„stroff‘ heita brug(ð)ningar eða fit. Ekki
virðist nein gild ástæða til þess að
taka „stroffið“ upp í málið, fremur
en erlendu sögnina að „strikke“,
um að prjóna. Eins sýnist manni
að „dokkan“ hafi ekkert fram yfír
hespu, hnotu eða hönk. Reyndar eru
handavinnublöð mjög misjöfn
hvað málfar snertir. Blaóið Hugur
og hönd hefur þar greinilega
vinninginn.
En því geri ég þetta að umtalsefni
hér, að ég veit að margt fólk, sem komið
er á virðulegan aldur og hefur því tíma
til að iðka handavinnu og segja öðrum til
les Heima er bezt. Leyfum „stroffum“ og
„dokkuni“ að taka sér hvíld.
Auglýsingahefti stórverslananna eru nú heldur ekki
alltaf á neinni gullaldaríslensku. Kaupmenn ættu að
hugsa sig betur um oft og tíðum, því eins og þeir
vafalaust ætlast til, les allur landslýður heftin þeirra.
Mikið væri nú gaman að sjá þar meira um gluggatjöld
en minna um gardínur, eins og ég hef víst einhvem
tíma nefnt áður. Jafnvel meira um brúður en
minna um dúkkur. Þó ekki væri nú farið að
setja manneskjuleg nöfn á brúðurnar, í stað
einhverra skrípanafna, sem flest enda á
men“. Hvernig var annars hægt að snara
nöfnum Mjallhvítar og Rauðhettu á sínum
tíma? Nöfn nútímabrúða eru oft fremur
óhugnanleg, þó bæta megi úr þegar
brúðan hefur eignast lögheimili. Þannig
aðstoðaói ég nýlega einn ömmudrengja
minna við að skíra sköllóttan
kraftakarl, sem hann eignaðist og nú
heitir karlinn blátt áfram Steingrímur.
En vissulega vanda sumir auglýsendur sig, eins og til
dæniis Elko. Þó að einstaka „digital“ sleppi í gegn, þá er
greinilega metnaður á þeim bæ hvað varðar rétt orð og
þýðingar.
00
Möppurnar utan um Heima er bezt
geyma blaðið í handhægu formi.
Hver mappa tekur einn árgang.
HEIMA ER
Pöntunarsími: 553-8200
Netfang: heimaerbezt@simnet.is
Heima er bezt 513