Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 83
liggur fyrir neðan túnið í Nesi, Sverrir spyr föður sinn
engra frétta þaðan, en augu hans leita fast heim að
bænum. Næturkyrrðin ríkir ein umhverfis þennan gamla
sveitabæ í fagurgrænu túni með sóleyjar og gleym-mér-
ei í varpa. Hann eygir í óskalundi hugans ástmey sína
þar sem hún hvílir í værum blundi heima í baðstofunni
í Nesi, fögur og hrein eins og á síðustu kveðjustund
þeirra og hann er aðeins nokkra faðma frá henni.
Hve hann þráir heitt endurfúndina, en hann verður að
bíða þeirra til næsta dags. Ekki lengur. Feðgarnir á í
hvamminum að venju og hvíla gæðingana um stund.
Sverrir hallar sér útaf í flosmjúkan vorgróðurinn og andar
að sér angan jarðar. Þessi hvammur er hans Edenlundur.
Feðgamir halda áfram för sinni. Brátt kemur höfuðbólið
að Hamraendum í sjónmál. Nýtt, stórt steinhús blasir
við augum Sverris og skyggir á gamla bæinn, en innan
veggja þess bæjar leit hann fyrst dagsins ljós og allar
bemsku- og æskuminningar hans eru tengdar honum á
einhvern hátt. Saknaðarkennd fer um huga Sverris, en
gamli bærinn stendur þó enn á sínum stað, þótt enginn
búi þar lengur. Þorgerður húsfreyja vakir ein og býður
þeirra feðganna. Loks ríða þeir í hlað. Og ástrík móðir
fagnar langþráðum einkasyni. Hún leiðir hann inn í nýja
húsið, en þar er honum búið vistlegt, sólríkt herbergi, sem
á að vera einkaaðsetur hans í framtíðinni.
Liðið er langt á nótt og brátt gengur hamingjusöm
íjölskylda til náða. Hvíldin býður Sverris, djúp og vær
eftir langt ferðalag. Og heima er best.
***
Nýr dagur rís úr skauti friðsællar nætur. Sverrir er
snemma á fótum þrátt fyrir stuttan nætursvefn. Hann þarf
að skoða sig um á æskuheimilinu, sem hefur tekið stómm
breytingum í ljarveru hans og heilsa þar öllu, dauðu og
lifandi. Vinnumenn Karls hreppsstjóra hafa rekið stóran
hrossahóp inn í rétt, en á þessum degi á að jáma þörfustu
þjónana. Fyrir hendi er flutningur á ullinni í kaupstaóinn.
Sverrir gengur suður að réttinni. Hestar hafa löngum
verið hans yndi og eftirlæti. Og að kvöldi þessa dags
ætlar hann að söðla Létta, gæðing sinn og skeiða út að
Nesi. Hann getur ekki beðið lengur.
Sverrir vippar sér upp á réttarvegginn og horfir yfir
hrossahópinn, þau era flest gamlir vinir hans. Kristján
frá Fossá, vinnumaður á Hamraendum, er þessa stundina
einn manna í réttinni. Sverrir heilsar honum glaðlega og
heldur svo áfram að virða hrossin fyrir sér. En brátt nema
augu hans staðar á ljósgráum hesti innarlega í réttinni.
- Hver á þennan ljósgráa gæðing, spyr hann Kristján og
bendir á hestinn.
- Þekkir þú hann ekki? Þetta er hann Fákur, sem eitt
sinn var reiðskjótinn hennar Sigrúnar í Nesi, svarar
Kristján glottandi.
- Hvers vegna er hann hér, spyr Sverrir að bragði.
- Vegna þess að pabbi þinn keypti hann fyrir nokkru
síðan af Jóni í Nesi.
- Hver er það?
- Nýi bóndinn þar. Hvað, vissir þú það ekki?
- Hvar er þá Bjöm?
Sverrir var orðinn fljótmæltur. Kristján veltir vöngum
og svarar þessari spurningu Sverris með mestu ánægju.
- Hann Bjöm er löngu fluttur eitthvað vestur á firði og
er þar víst í horninu hjá Sigrúnu dóttur sinni. Hún er gift
frænda hans og býr þar.
- Er þetta satt?
- Já, víst er það satt, hvað skyldi mér ganga til að
skrökva slíku að þér. Finnst þér þetta eitthvað ótrúlegt?
Sverrir svarar því engu. Hann liggur náfölur á
réttarveggnum og starir á Fák. Kristján lýtur á Sverri,
fyrrum meðbiðil sinn og sér hvað honum er brugðið. Þeir
eru þá komnir undir sama hatt, kotungssonurinn frá Fossá
og einkaerfinginn á höfðingjasetrinu, hvomgur þeirra
fær Sigrúnu frá Nesi fyrir konu, hugsar hann og glottir
meinfýsinn.
En Sverrir er ekki lengi augnagaman Kristjáns á þessari
sámstu örlagastundu lífs síns. Hann rennir sér þegar niður
af réttarveggnum og reikar heim til bæjar. Getur þetta
verið raunveruleiki? Að Sigrún hafi brugðist honum?
Sé horfin honum að fullu og öllu? Hún, sem hefur verið
bjartasti vonar- og hamingjugeisli lífs hans. Hann veit
ekki hve lengi. Ef til vill allt frá því að þau voru böm í
skólanum á Fossi. A síðustu kveðjustund áður en hann
hélt utan, hétu þau hvort öðra ævilangri ást og tryggð
og á meðan hann dvaldi í framandi landi, dreymdi hann
marga, stóra og fallega drauma um heimkomuna og
endurfundi þeirra. Hennar vegna vildi hann ná langt í
lífinu og gera hana hamingjusama á meðan bæði lifðu.
En nú er hún orðin eiginkona annars manns. Það er
dauðadómur yfir ást hans og lífshamingju. Framtíð hans
er í rúst. Nýja, glæsilega steinhúsið á Hamraendum,
sem við heimkomuna síðastliðna nótt, blasti við honum
sem dýrðleg framtíðarhöll, með Sigrúnu Björnsdóttur í
drottningarsæti, hefur nú misst líf og ljóina í vitund hans
og er ekki annað en kaldur steinninn.
Sverrir reikar inn í húsið og upp í herbergi sitt. Þar
leggst hann til hvílu og myrkur harms og vonbrigða
heltekur hann. Karl hreppsstjóri kemur í eldhúsið til konu
sinnar og spyr hana hvort hún viti hvað hafi orðið af
Sverri.
- Nei, svarar Þorgerður, - en ég sá hann ganga suður
túnið fyrir stundu síðan. Kom hann ekki að hrossaréttinni
til ykkar?
- Nei, ekki meðan ég var þar, en ég skrapp nú frá,
aðeins smástund, ef til vill hefur hann komið þangað
á meðan. Eg ætlaði að sýna honum reiðhestaefnin, sem
hafa vaxið hér upp í fjarveru hans. Þú segir honum góða
mín að ég hafi verið að spyrja um hann ef þú skyldir hitta
hann á undan mér, segir Karl hreppsstjóri og hraðar sér út
aftur.
Þorgerður er á ný ein í eldhúsinu. Undarlegar hugsanir
læðast að henni. Hvar skyldi Sverrir vera? Vonandi
hefur ekkert óvænt komið fyrir hann. Henni er eitthvað
Heima er bezt 515