Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 85
***
Sumarið er horfíð í eilífðar sæinn. Haustið sest að
völdum. Karl hreppsstjóri situr á tali við konu sína yfir
kaffibolla í eldhúsinu á Hamraendum. Einkasonurinn er
umræðuefni þeirra, þau hafa bæði þungar áhyggjur af
honum. En brátt kemur Sverrir inn í eldhúsið til foreldra
sinna. Hann á brýnt erindi við þau. Þorgerður rís þegar
frá borðum og vísar syni sínum til sætis.
- Það var gott að þú komst Sverrir minn, segir hún
blíðlega, nær í bollapör og hellir í þau kaffi handa honum.
- Drekktu okkur pabba þínum til samlætis. Gjörðu svo
vel vinur.
- Þakka þér fyrir mamma mín, svarar Sverrir
hæversklega en snertir ekki kaffíð. Hann styður hönd
undir kinn og djúp þögn ríkir um stund. En svo snýr
Sverrir sér að föður sínum og segir hljómlausri röddu:
- Eg er á förum að heiman pabbi.
Karl lýtur snöggum, undrunarfullum augum á son sinn.
- Jæja, og hvert er ferðinni heitið góði minn?
- Eg ætla að fara suður til Reykjavíkur og fá mér vinnu
þar á komandi vetri.
Heldurðu að það henti þér eitthvað betur en að starfa
hér heima á æskustöðvum þínum? Ég treysti því fastlega
að þú yrðir hjá mér í vetur og kenndir mér ýmsar
nýjungar í sauðijárrækt, sem þú hefur numið ytra á
undanförnum árum.
- Mig tekur það sárt að valda þér vonbrigðum pabbi
minn og vonandi fæ ég tækifæri til að bæta þér þetta upp
síðar. En ég verð að fara.
- Þá er ekkert við því að segja, það verður þá svo að
vera. En mér er óskiljanlegt hvað getur knúið þig til þess
að taka slíka ákvörðun, svarar Karl hreppsstjóri döprum
rómi.
Þorgerður hefur hlustað þögul á orðaskipti þeirra
feðganna en nú lítur hún á mann sinn og segir með hægð:
- Við skulum ekki reyna að aftra för Sverris að heiman,
góði minn. Hann finnur best sjálfur hvað honum hentar í
þessum efnum.
- Já, vitanlega. Og að sjálfsögðu er hann frjáls ferða
sinna, svarar Karl rólega. Svo beinir hann orðum sínum
til Sverris og spyr þýðlega:
- Er ekki eitthvað sem ég get gert fyrir þig að skilnaði,
sonur minn?
- Jú, pabbi, þakka þér fyrir. Mig langar til að biðja þig
einnar bónar.
- O, jæja, minna gat það varla verið og hver er hún?
- Viltu selja mér ljósgráa gæðinginn, sem þú keyptir af
honum Jóni í Nesi í fyrravor eða hvenær það nú var?
- Er það ekki annað en þetta lítilræði, sem þú vildir
biðja mig um að skilnaði? Ef þú skyldir einhvern tíma
vitja æskustöðvanna að nýju, sem ég vona fastlega að þú
gerir, er ljósgrái gæðingurinn þín eign sonur minn.
- Þakka þér hjartanlega fyrir gjöfina. En mig langar
ennfremur að biðja þig að láta gefa þeim ljósgráa við
sama stall og Létta mínum.
- Já, það skal gert.
Feðgamir rísa úr sætum og fallast í faðma. Svo snýr
Sverrir sér að móður sinni, hann þarf engu að síður að
færa henni þakkir sínar. Karl hreppsstjóri gengur fram
úr eldhúsinu. Hann hefur tamið sér frá ungdómsárum að
taka á vandamálum lífsins með stillingu og jafnaðargeði
og gefist það vel. Sonur hans hefur verið honum mikil
ráðgáta frá því hann kom heim á síðastliðnu vori.
Drengurinn hlýtur að hafa orðið fyrir einhverju örlagaríku
áfalli þama ytra. Sennilega ástarsorg. Að stúlkan hafi
verið sænsk og þau heitbundin en henni svo ekki litist á
það þegar að heimför hans kom, að fylgja elskhuganum
til Islands og eyða þar með honum ævinni og þá slitið
sambandi þeirra. En Sverrir tekið sér þetta svona nærri
sem raun ber vitni. Hann var gjörbreyttur maður fyrsta
morguninn hér heima og eftir því að dæma hefur hann
hlotið þetta áfall í veganesti úr Svíaríki. Frá heimkomu
hans er nú liðið heilt sumar og allur sá tími virðist ekkert
hafa megnað að draga úr hjartasorg drengsins nema síður
sé, hugsar Karl hreppsstjóri dapur og vonsvikinn. En hann
ætlar einskis að spyrja son sinn hvað þetta mál varðar og
láta hann einráðan með öllu, enda orðinn fulltíða maður.
Og svo hlýtur tíminn smám saman að milda og græða
sárin.
Sverrir Karlsson er kominn til Reykjavíkur. Hann leigir
sér herbergi á gistihúsi, kaupir og les öll fáanleg dagblöð
í leit að atvinnutilboði sem honum hentar en það lætur
á sér standa og nokkrir dagar líða. Milt haustkvöld ríkir
í höfuðborginni. Sverrir er einn á göngu niður í miðbæ.
Hann þræðir hverja götuna af annarri án þess að hafa
nokkurt ákveðið takmark fyrir augum. Hann verður
einhvern veginn að eyða tímanum þangað til hann
fínnur sér verk að vinna. Mynd Sigrúnar í Nesi ásamt
harmsárum endurminningum víkja ekki úr huga hans í
einsemdinni hér á framandi slóðum. Hann veit það eitt
um hagi Sigrúnar að hún er gift frænda Bjöms og búsett
á Vestíjörðum, en hvar veit hann ekki. Vestfirðirnir eru
margir og stórir með víkur sínar og voga. Hann spurði
ekki Kristján frá Fossá um heimilisfangið eða dvalarstað
hennar morguninn örlagaríka, honum hefur víst fúndist
þá að slíkt skipti litlu máli úr því sem komið var. En nú
iðrast hann þess að hafa ekki aflað sér frekari vitneskju
um hagi hennar og dvalarstað, þótt það hefði í engu getað
breytt örlögum þeirra.
Sverrir er svo niðursokkinn í þessar hugsanir sínar að
ys og þys borgarlífsins nær ekki að vekja athygli hans.
Skyndilega hrekkur hann við, hönd er lögð á herðar
hans og honum boðið glaðlega gott kvöld. Sverrir snýr
sér snöggt að þessum vegfaranda, sem heilsar honum
svo kunnuglega, um leið mætir augum hans óvænt sjón,
gamall vinur og skólabróðir stendur brosandi hjá honum.
- Ragnar Snjólfsson! Þú hér, gamli vinur og félagi, segir
Heima er bezt 517