Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 86

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 86
Sverrir með undrun og fögnuði í rómi og réttir Ragnari höndina. Þeir heilsast með gagnkvæmum innileik. - Ekki átti ég von á að hitta þig hér á götum Reykjavíkur, Sverrir minn, segir Ragnar glaður í bragði. - Ég frétti ekki alls fyrir löngu að þú værir við háskólanám úti í Svíþjóð. Ég lauk því á síðastliðnu vori og kom þá heim, svarar Sverrir dapurlega. - En hvað er að frétta af þér vinur? - Þakka þér fyrir, allt það besta, ég er nýgenginn í það heilaga, á góða og fallega konu, við búum héma við næstu götu. Nú býð ég þér heim og við eigum saman ljúfa kvöldstund. - Þökk fyrir, svarar Sverrir, ég þigg boðið. Síðan fylgist hann með vini sínum yfir á næstu götu. Brátt sitja þeir félagamir í vistlegri stofu á heimili Ragnars og rifja upp gamlar, kærar minningar frá löngu liðnum samverustundum á skólasetrinu að Hólum forðurn daga og margt ber á góma. Kona Ragnars ber fram rausnarlegar kaffíveitingar og drekkur eiginmanni sínum og gesti hans til samlætis. Að lokinni kaffidrykkju spyr Ragnar hress í bragði: -Hvemig er það gamli vinur, starfar þú hér í borginni eða ertu héma á ferðalagi? Sverrir brosir dauflega. - Ég er hér í leit að vinnu. - Þú verður varla í neinum vandræðum með að finna þér starf við hæfi, segir Ragnar sannfærandi. - Hefurðu leitað víða? - Já, ég hef undanfarna daga lesið atvinnuauglýsingar dagblaðanna upp til agna en einskis orðið vísari. - Ég ætti kannski að útvega þér vinnu, en hún er ekki hér í höfuðborginni, segir Ragnar og brosir örlítið glettinn á svip til vinar síns. - Það skiptir mig engu máli. Mér er ekkert kærara að starfa í Reykjavík en einhvers staðar úti á landsbyggðinni, svarar Sverrir aó bragði. - Æ, fyrirgefðu vinur, ég sló þessu fram í gríni. Maður með þína menntun, sem getur valið um störf, færi aldrei að ráða sig til innanbúðarþjónustu hjá smákaupmanni í litlu sjávarþorpi vestur á landi. - Menntun, varla ætti hún að standa í vegi fyrir því að gerast afgreiðslumaóur í verslun, ég ætti þá að kunna að leggja saman tvo og tvo. Hefur þú eitthvað slíkt í boði? - Já reyndar, þess vegna var ég að gantast með þetta við þig. Þannig er mál með vexti að pabbi, sem er kaupmaður vestur í Lóni, eins og ég hef trúlega sagt þér frá í gamla daga, varð fyrir því óhappi að innanbúðarmaðurinn, sem starfað hefur hjá honum í mörg ár, veiktist fyrir skömmu. Læknirinn fyrir vestan sendi hann hingað suður í rannsókn. Við rannsókn kom í Ijós að hann þyrfti að gangast undir uppskurð. Svo hann verður frá vinnu um óákveðinn tíma. Pabbi hringdi til mín í morgun og sagði mér þessar fréttir og sló því fram um leið hvort ég gæti ekki ráðið til sín góðan afgreiðslumann á meðan hinn er að ná bata og verða aftur vinnufær. Ég sagði pabba eins og var að ég hefði ekki á neinn vísan að róa en bauðst til að setja auglýsingu í dagblööin og það ætla ég að gera strax á morgun. Pabbi hefur lengi verið fótaveikur og fitnað mikið með aldrinum, af þeim sökum treystir hann sér ekki til að afgreiða sjálfur í búðinni þótt umfangið sé ekki stórt. - Hvernig er með húsnæði og fæði þarna á staðnum, spyr Sverrir rólega. - Er eitthvert mötuneyti og svefnaðstaða fyrir aðkomumann. - Já, það eru verbúðir en aðkomumaður sem ynni hjá pabba byggi að sjálfsögðu á heimili foreldra minna, fengi þar fæði og þjónustu ef hann óskaði þess. Hvað vinnulaun snertir býst ég við að þau séu hin sömu og greidd eru almennt á þessum markaði, svarar Ragnar greiðlega. - Ég vil gjama ráða mig í þetta starf þann tíma, sem búðarþjónn föður þíns er frá verki, en sá tími er auðvitað nú sem stendur, óákveðinn, segir Sverrir festulega. - Er þér virkilega alvara gamli vinur. Ragnar er í senn glaður og undrandi. - Já, full alvara. Því ekki að skoða landið frá öllum sjónarhornum? Það er bundið fastmælum að Sverrir fari með næsta strandferðaskipi vestur í Lón. Sverrir situr lengi kvölds í boði vinar síns og nýtur gestrisni þeirra hjónanna. Þau bjóða honum gistingu en hann afþakkar hana. Sverrir býst nú til brottfarar. Ragnar fylgir þessum aufúsugesti sínum heim á gistihúsið þar sem hann hefur aðsetur. Þar kveðjast þeir vinirnir með miklum, gagnkvæmum kærleikum, báðir þakklátir fyrir ánægjulega endurfundi og góð málalok. ** * Að tveimur dögum liðnum kveður Sverrir Karlsson höfuðborgina og stígur á skip, sem ber hann vestur í Lón við Lónsijörð. Haustið hefur rist sínar rúnir í ásjónu landsins. Fjörðurinn blikar spegilsléttur í kvöldkyrrðinni. Strandferðaskipið siglir hægt inn höfnina í Lóni og boðar komu sína með hressilegum lúðrablæstri. Uppskipunarbátur brunar þegar í stað frá Iandi út að skipinu. Sverrir Karlsson fær far í land með fyrstu ferð uppskipunarbátsins og er feginn landtöku. Hann hefur ekki verið laus við sjóveiki á vesturleiðinni, fyrir þeim kvilla hefur hann ekki fundið áður. Snjólfur kaupmaður er mættur á bryggjunni og tekur á móti Sverri um leið og hann stígur upp úr bátnum og fagnar honum vel. Síðan halda þeir strax af stað heim í hús kaupmannsins, sem stendur góðan spöl fyrir ofan höfnina. Alfheiður, kona Snjólfs, fagnar Sverri engu minna en maður hennar. Hún veit að þessi piltur er gamall skólabróðir og vinur einkasonar hennar og þess skal hann njóta á meðan hann dvelur á heimili þeirra hjóna. Ríkulegur kvöldverður bíður langferðamannsins en Sverrir gerir honum lítil skil, hann hefur litla matarlyst eftir sjóferðina. Að loknu borðhaldi vísar Álfheiður honum til herbergis, sem á að vera hans einkaaðsetur á meðan hann 51 8 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.