Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 88
þungt andvarp stígur svo frá brjósti hennar, það hvarflar
þó engan veginn að henni að Sverrir Karlsson frá
Hamraendum sé orðinn innanbúðarþjónn í Snjólfsverslun,
slíkt er svo óraljarri öllum hugsanlegum raunveruleika.
Þórarinn, maður Sigrúnar er með reikningsviðskipti hjá
Pöntunarfélagi Lónsijaraðar en þar eru einungis matar-
og hreinlætisvörur í boði og Sigrún gerir innkaupin
á nauðsynjavörum til heimilisins í Pöntunarfélaginu.
Snjólfsverslun býður einnig þann sama vaming en
jafnframt álnavöm og alls konar smá þarfa hluti í
miklu úrvali. Þetta er mikilvægt fyrir Lónsbúa. Sverrir
litli kemur stöku sinnum í Snjólfsverslun til að kaupa
smávaming fyrir móður sína. Eitthvert ósýnilegt afl
dregur Sverri Karlsson að þessum litla dreng og eftir því
sem fundum þeirra ber oftar saman eykst væntumþykja
hans á drengnum. Augu þeirra nafnanna mætast jafnan
yfir búðarborðið á meðan þeir ræða viðskiptin og sitthvað
fleira. Hvað sér Sverrir Karlsson í þessum fögm, djúpbláu
bamsaugum, sem vekur heita þrá í brjósti hans, þrá eftir
einhverju sem hann gerir sér ekki skýra grein fyrir hvað
er. En þessum dreng gleymir hann aldrei.
***
Vetri er tekið að halla. Snjór að leysast úr fjöllum.
Veðráttan að mildast. Hækkandi sól á himinbraut. Komið
er fast að lokunartíma í Snjólfsverslun. Sverrir er einn í
búðinni. Hann hallar sér fram á afgreiðsluborðið, styður
hönd undir kinn og bíður reiðubúinn til þjónustu ef vera
kynni að einhver viðskiptavinur næði inn fyrir lokun.
Skyndilega opnast dyrnar. Sverrir litli Þórarinsson
skundar inn að afgreiðsiuborðinu. Hann er sveittur og
móður og segir með ákafa í röddinni:
- Sæll nafni minn, ég á að kaupa suðusúkkulaði fyrir
mömmu, hún á von á gestum í kvöld.
- Sæll vinur, svarar Sverrir Karlsson brosmildur, - þú
kemur ekki með skrifaðan miða um hvað þú átt að kaupa.
- Nei, ég sagði mömmu að ég gæti vel munað þetta.
- Duglegur ertu nafni minn.
Sverrir nær þegar í umbeðna vöru en á meðan hann
vefur hana í umbúðapappír og tekur við greiðslu úr lófa
drengsins, skýtur spurningu snögglega upp í huga hans,
sem hann hefur ekki áður borið fram við nafna sinn.
- Hvað heitir hún mamma þín?
- Mamma mín heitir Sigrún og afi minn hét Björn.
Mamma segir að hann sé núna heima hjá Guði, svarar
drengurinn skýrt og skilmerkilega.
Sigrún Bjömsdóttir búsett hér! Sverri Karlssyni er
meira en lítið brugðið. Hann hefur lokið við að afgreiða
nafna sinn og segir þýðri, dapurri röddu:
- Flýttu þér nú heim til hennar mömmu þinnar vinur
minn.
Drengurinn þakkar fyrir sig og snýr til dyra en í sömu
andrá kemur Snjólfur fram úr skrifstofunni sinni og
lokar búðinni. Sverrir og Snjólfur verða samferða heim
í kaupmannshúsið. Frú Álfheiður ber fram ilmandi
kvöldverð en Sverrir gerir honum lítil skil.
- Ertu lasinn Sverrir, spyr hún með móðurlegri
umhyggju, - þú ert náfölur.
- Nei, það er ekkert alvarlegt, svarar Sverrir rólega, - en
ég ætla samt að leggja mig snemma í kvöld.
Hann býður kaupmannshjónunum góða nótt og hverfúr
til herbergis síns. Djúp sorg nístir hjarta hans, hann
afklæðist og leggst í rekkju en svefn og hvíld er honum
víðsfjarri. Hann starir döprum augum út í vaxandi
kvöldhúmið, hið óvænta svar Sverris litla um móðerni
sitt á síðastliðnum degi tekur hug hans allan. Sigrún
Björnsdóttir býr þá hérna, rétt við hliðina á honum!
Undarlegt leikbragð örlaganna. Nú er honum ljóst af
hverju Sverrir litli kom honum svona kunnuglega fyrir
sjónir við fyrstu samfundi þeirra, drengurinn er smækkuð
mynd af móður sinni, þótt hann áttaði sig ekki á því
fyrr en nú, þegar hann veit hver hún er. Og augu þessa
fallega drengs, sem vöktu þrá í brjósti hans, eru lifandi
eftirlíking af brúnaljósum þeirrar konu sem hann ann og
hefur unnað, hann veit þar engin tímamörk. Og sonur
Sigrúnar ber nafn hans. Hún er þá ekki alfarið búin að
gleyma honum. En hún er gift öðrum manni og slíkt
er dauðadómur yfir ást hans. I hjarta Sverris vaknar
óslökkvandi Iöngun eftir því að mega líta Sigrúnu augum,
aðeins einu sinni áður en hann hverfur héðan alfarinn frá
Lóni. En hann heitir því jafnframt við samvisku sína og
drengskap að þetta skuli í engu skaða hjónaband hennar.
Honum finnst það heldur ekki óréttmæt krafa að hann
fái að vita ástæðuna fyrir þeim miskunnarlausu örlögum,
sem biðu hans við heimkomuna frá Svíþjóð. Hann Iangar
einnig til þess að fá að vita um líðan Sigrúnar, þótt hann
geti þar engu breytt, eins og málum er komið. Sverri er
það ljóst eftir þessa stóru frétt um móðerni nafna hans,
að hann getur ekki dvalió mikið lengur á þessum stað
enda ekki ráðinn til starfa neinn ákveóinn tíma. Hann
hefur í hyggju að ræða þau mál bráðlega við Snjólf.
Þetta litla, afskekkta sjávarþorp er ekki neinn griðastaður
gleymskunnar. Og nóttin færist yfir sofandi drótt og
svefnvana sálir, mild og hljóð.
***
I næsta húsi við Sigrúnu búa ung hjón með þrjú börn
sín. Gamall ekkjumaður á húsið, sem er ein hæð og
kjallari. Eigandinn býr sjálfur á hæðinni, en leigir ungu
hjónunum kjallarann, leigan er fæði og þjónusta fyrir
gamla manninn. Bömin í kjallaranum em öll eldri en
Sverrir litli en taka hann inn í hópinn eins og jafningja og
eru mjög góð við hann. Sigrún kann vel að meta þetta og
sýnir leikfélögunt sonar síns það í verki. Hún býður þeim
oft inn til sín og veitir þeim mat og drykk og það er þegið
með þökkum. Þetta góða samkomulag barnanna leiðir til
þess að Sigrún og Silla, konan og móðirin í kjallaranum,
520 Heima er bezt