Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 89

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 89
kynnast hver annarri og verða bestu vinkonur. Sigrún kemst fljótt að því að hjónin í kjallaranum eru bláfátæk, en Silla er lífsglöð kona og ræðir sjaldan kjör sín á neikvæðum nótum. Börnin í kjallaranum eru tveir drengir og ein telpa, hún er yngst þeirra, einu ári eldri en Sverrir litli. Sigrún fréttir það hjá bömunum að afmæli sé á næsta leiti hjá telpunni. Henni finnst ekkert sjálfsagðara en að Sverrir litli færi leiksystur sinni afmælisgjöf. En hvað myndi koma sér best? Jú, Sigrún finnur brátt svar við því. Hún ákveður að kaupa fallegt kjólefni og sauma kjól á telpuna. Slík vara fæst einungis í Snjólfsverslun. Hún getur ekki sent Sverri litla til að velja og kaupa þessháttar hluti, hún verður að gera það sjálf. Afmælið nálgast óðfluga og hún þarf dálítinn tíma til þess að sníða og sauma kjólinn. Best að ljúka þessu af sem fyrst. Bjartur lognkyrr apríldagur ríkir um láð og lög. Þórarinn er löngu farinn til vinnu sinnar og Sverrir litli kominn út að leika sér við bömin í kjallaranum. Sigrún er ein í húsinu. Hún ætlar nú ekki að draga það lengur að kaupa kjólefnið svo afmælisgjöfin frá syni hennar verði tilbúin í tæka tíð. Hjónin í Nesi hafa enn ekki að fullu greitt jörðina og búfénaðinn. En þau standa vel við gerða samninga og senda árlega tilskilda greiðslu. Þess vegna hefur Sigrún dálítil auraráð fyrir sig. Hún býst nú til ferðar og heldur út í bjartan daginn. Sigrún er fljót í förum og brátt er hún komin niður að Snjólfsverslun. Hún lýkur upp dyrum verslunarinnar og gengur inn. Enginn viðskiptavinur er á þessari stundu staddur í búðinni en fyrir innan afgreiðsluborðið stendur enginn annar en Sverrir Karlsson frá Hamraendum. Sigrúnu finnst sem blóðið ætli að stöðvast í æðum sér og henni liggur við yfírliði. - Sverrir, stynur hún upp. - Komdu sæl Sigrún. Sverrir réttir henni höndina yfir afgreiðsluborðið. - Hér ber þá fundum okkar saman að nýju. Sigrún hefur nú náð aftur sæmilegu jafnvægi og tekur í útrétta hönd hans. - Já, síst af öllu kom mér það til hugar að þú gerðist innanbúðarþjónn hér vestur í Lóni, svarar hún döprum rómi. - Víða liggja vegamót, segir hann hljómlausri röddu. - Ertu fluttur hingað með fjölskyldu þína, spyr hún. - Hvað áttu við Sigrún, foreldra mína? - Nei, ég átti ekki von á því að þau flyttu með þér hingað, en konan þín? - Heldur þú að ég sé kvæntur Sigrún? Einni konu hef ég gefíð ást mína og hún verður ekki frá henni tekin, þú veist hver sú kona er, Sigrún. Rödd hans leynir ekki djúpum sársauka. - Var þetta þá ósatt, stynur Sigrún upp. - Hvað? Segðu mér nú frá því sem á daga þína hefur drifið frá síðustu samfundum okkar. Hvers vegna svaraðir þú ekki bréfum mínum? Og hvað kom þér til þess að flytja frá Nesi? - Ég fékk aldrei neitt bréf frá þér Sverrir. - Fékkstu ekki bréfín frá mér? - Nei, þau komust aldrei í mínar hendur. -Jæja, þá var ekki ástæða til að þú svaraðir þeim, Sigrún. Ég skrifaði þér tvö bréf með nokkru millibili meðan ég dvaldi ytra og þótt ég fengi ekki svar við þeim, veikti það í engu traust mitt til þín. Mynd þín var alltaf jafnskýr í hjarta mínu meðan höf og lönd skildu okkur að. Ast mín til þín var mér of heilög til þess að nokkur skuggi gæti fallið á hana. Hvað kom þér til að flytja frá Nesi, spyr hann öðru sinni. Sigrún segir honum nú í stórum dráttum frá kaupstaðarferðinni með Siggu og Jóni, ferðafélaga þeirra á heimleiðinni og frásögn Þórs, sem var örlagavaldur þess er á eftir fór og þar með brottför hennar frá Nesi. Sverrir verður hljóður við. Hálfgleymt atvik rifjast nú upp fyrir honum og hann segir: - Frásögn Þórs var sönn að öðru leyti en því að konuna leiddi ég ekki. Ég skal segja þér satt og rétt frá þessu Sigrún. Tengdadóttir eins kennara míns kom í heimsókn í skólann og dvaldi þar daglangt. Hún var ókunnug þama og treysti sér ekki að rata fylgdarlaust á járnbrautarstöðina um kvöldið. Ég átti leið í bæinn þetta sama kvöld. Tengdamóðir konunnar bað mig að vísa henni rétta leið á stöðina, það gerði ég að sjálfsögðu. Konuna hef ég hvorki séð fyrr né síðar. Og hún var eini kvenmaðurinn sem ég gekk einn með um stræti Svíaveldis, Sigrún mín. Og síst kom mér til hugar að þetta atvik yrði okkur svo örlagaríkt sem raun hefur á orðið. En um slíkt þýðir ekki að sakast nú, rödd Sverris er næstum grátklökk og augu Sigrúnar fyllast af tárum. - Svo það var ég sem brást þér Sverrir. - Nei Sigrún, það var hvomgt okkar sem brást. Hann heldur enn í hönd hennar. - Hvernig líður þér hérna Sigrún, spyr hann. Hún svarar ekki með orðum en mætir augum hans og hann les svarið í tárum hennar. Sverrir þrýstir hönd Sigrúnar enn fastar, spumingar og svör eru óþörf. Augu þeirra beggja tala sínu hljóða máli gagnkvæmrar ástar og sárrar sorgar. Dyr verslunarinnar opnast, tvær konur koma inn. Sigrún dregur að sér höndina og reikar út úr versluninni. Hún er komin heim að húsi sínu og rankar nú við sér. Erindi hennar í Snjólfsverslun og aðrar hugrenningar dagsins, þurrkuðust hreinlega út úr huga hennar um leið og hún leit augum afgreiðsluþjóninn fyrir innan búðarborðið. Hvílík örlagastund! Og harmi þrungið uppgjör fortíðarinnar yfirtók allt, þar til nýir viðskiptavinir kölluðu á þjónustu. En kjólefnið verður keypt fyrir lokun. Sigrún heldur áfram inn í húsið og inn í eldhús, þar hnígur hún niður á stól, sorg hennar og kvöl er enn þyngri nú en nokkru sinni fyrr. - Það var ég sem brást honum sem treysti mér. Guð minn góður, hjálpaðu mér. Orðin líða líkt og neyðaróp af vörum hennar út í þögn einverunnar og tárin brjótast fram að nýju, brennheit og svalandi í senn. Sverrir litli kemur hlaupandi inn í eldhúsið til móður sinnar og nemur Heima er bezt 521
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.