Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 90

Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 90
staðar við stólinn þar sem hún situr. Hann horfir í undrun og spum á tárin sem streyma niður kinnar hennar. Hann hefur aldrei fyrr séð mömmu gráta. - Af hverju ertu að gráta mamma mín, spyr hann með hægð. - Þú ert of ungur enn vinur minn til að skilja sorg mína, svarar Sigrún hljóðlega. Drengurinn lyftir sér upp í fang móður sinnar og vefur örmum sínum um háls hennar. - Gráttu ekki mamma mín, segir hann blíðum bamsrómi, - þegar ég er orðinn stór eins og nafni minn í búðinni, ætla ég að verða góður maður eins og hann og alltaf hafa þig hjá mér. Sigrún faðmar drenginn sinn ástúðlega að sér og örlítið bros speglast í támm hennar. - Guð blessi þig elsku, litli Sverrir minn og gefi að þú verðir líkur nafna þínum í búðinni, svarar hún og þerrar af sér tárin. Sverrir litli er dýrmæt Guðsgjöf, eins og bjartur sólargeisli í hinu þungbæra örlagamyrkri lífs hennar. Og hans vegna má hún aldrei láta bugast. Sverrir litli hverfur aftur til leikfélaga sinna. Sigrún laugar tárvott andlit sitt og reynir að afmá öll ummerki efitir áfall dagsins. Hún verður að bera harm sinn í hljóði hér eftir sem hingað til og sýnast eðlileg og hress í bragði í návist annarra. Það hlutverk á leiksviði lífsins er trúlega áskapað henni uns tjaldið fellur við hinstu rök. Silla í kjallaranum kemur nú skyndilega í heimsókn til Sigrúnar eins og hún gerir flesta daga. - Það er gott að sjá þig Silla mín, segir Sigrún alúðlega og vísar vinkonu sinni til sætis. Silla sest og virðir Sigrúnu fyrir sér nokkur andartök, hún kemur henni eitthvað undarlega fyrir sjónir, rauð og þrútin til augnanna eins og eftir mikið táraflóð, hugsar Silla. Ef þetta er rétt ályktað hjá henni hlýtur eitthvað meira en lítið að hafa komið fýrir hjá Sigrúnu, en hún óviðkomandi, má ekki hnýsast inn í það að fyrra bragði. - Get ég nokkuð gert fyrir þig Sigrún mín, spyr Silla hlýjum rómi. Sigrún lýtur snöggt á vinkonu sína. Skyldi hún sjá nokkur merki um veikleika hennar, sem hún ætlaði að fela eftir atburði morgunsins? Um þá ræðir hún ekki við neinn. En nú er best að taka Sillu á orðinu. - Gert fyrir mig? Já Silla mín, víst geturðu það, svarar Sigrún. - Ef þú ert ekki upptekin. - Ég legðist varla í húsaflakk væri ég mjög önnum kafin. Silla brosir glaðlega. - Láttu mig heyra, vanti þig eitthvað sem ég get gert fyrir þig. - Þakka þér fyrir Silla mín. Já, mig vantar konu eins og þig til þess að fara fyrir mig niður í Snjólfsverslun og kaupa efni í telpukjól, ég vil hafa þetta fallegasta efnið sem fæst í búðinni. - Er telpa á leiðinni, spyr Silla og bregður á glens. - Nei, hún er fædd fyrir nokkrum árum og son minn vantar litla afmælisgjöf handa henni. Ég treysti þér betur en sjálfri mér til að velja efnið og þess vegna þigg ég þetta góða boð. - Þá er best að ég ljúki þessu af núna strax, svarar Silla léttum rómi og sprettur úr sæti. - Þú ert góður granni, verður Sigrúnu að orði. Hún réttir Sillu peningana, sem hún ætlaði sjálf að versla með í búðinni hjá Snjólfí að morgni þessa dags og endurtekur um leið: - Þú kaupir fallegasta kjólefnið í búðinni. - Eins og þú óskar, svarar Silla og hverfur á braut. Sigrún varpar öndinni léttar, þá er þetta mál í höfn. *** Sverrir Karlsson ber djúpa hryggð í hjarta eftir samfundi þeirra Sigrúnar. Ast hans til Sigrúnar er heitari nú en nokkru sinni fyrr. Hann veit að henni líður illa, en hann hvorki má eða getur hjálpað henni eins og sakir standa og það er honum þyngra og sárara en allt annað. Hann álítur því að það sé báðum fyrir bestu, að hann hverfí sem fyrst héðan frá Lóni. Honum finnst nú liggja beinast við að hann fari heim að Hamraendum og létti áhyggjum af þreyttum foreldrum sínum, sem mikið hafa lagt í sölurnar fyrir hann fyrr og síðar. Hann ætlar að eyða kröftunum í æskusveitinni, ef til vill getur hann miðlað þar af þekkingu sinni öðrum til heilla og þá er ekki til einskis lifað. Kaupmannshjónin og Sverrir sitja saman að kvöldverði. í fyrstu ríkir þögn vió borðhaldið og girnileg máltíðin rennur Ijúflega niður. En brátt snýr frú Alfheiður sér að manni sínum, rýfúr þögnina og segir: - Hann Grímur, fyrrverandi starfsmaður þinn Snjólfur, kom hérna við í dag og bað mig að skila því til þín að hafa samband við sig sem fyrst. - Nú, gat hann ekki komið til mín á skrifstofuna og skilað erindi sínu þar, spyr Snjólfur tómlegri röddu. - Og hvað sagði hann í fréttum? - Allt það besta. Hann sagðist vera búinn að ná sér fullkomlega eftir uppskurðinn og vera orðinn fær í flestan sjó. Sverrir hefur hlustað hljóður á orðaskipti þeirra hjónanna. Hann sér nú ekki lengur þörf á því að fresta uppsögn sinni á starfínu í Snjólfsverslun. Hann réði sig upphaflega um óákveðinn tíma í veikindaforföllum og nú er fyrrverandi verslunarþjónn Snjólfs kominn heim og hefur náð fullri heilsu að nýju, tilbúinn að hetja sitt starf. Síst vill hann tefía fyrir því. Sverrir hefur lokið máltíðinni. Hann snýr sér að Snjólfí og segir hæversklega: - Þetta voru góðar fréttir Snjólfur, sem kona þín færði þér og nú hefur þú ekki lengur þörf fyrir mína þjónustu. Eigum við að miða uppsögn mína við einhvem vissan dag? Snjólfur er seinn til svars. Honum þykir leitt að missa þennan frábæra starfsmann, sem Sverrir er, úr versluninni. Engan betri hefur hann haft í þjónustu sinni öll þau mörgu ár sem hann er búinn að reka verslun hér í Lóni, en nú er það á enda. - Er ekki best að þú miðir uppsögn þína við næstu mánaðamót, spyr hann daufúm rómi. 522 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.