Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 9
mér Ijós ábyrgð sú sem ég hefi tekist á hendur gagnvart löndum okkar og
tilvonandi lesendum. Ætlunin með útgáfu þessari, er að tengja saman
betur lönd okkar með þróun viðskifta báðum löndum til gagns, með því að
birta fyrir augu íslendinga eftir bestu getu og efnum kafla úr menningar og
viðskiftalífi Breta, fróðlegar greinar, ábyrgar skýringar og athugasemdir
ásamt myndum. Með þessu vona ég að vekja meiri áhuga íslendinga á
Stórabretlandi og breska heimsveldinu.
# Það er augljóst, að ýmsum mun finnast að nokkur ofdirfska fylgi framtaks-
semi sem miðar svo hátt, en lesendur munu ef til vill líta á þessa játningu
sem merki upp á viðleitni þá, sem sýnir sig í hvarvetna um þvert og
endilangt Bretland. Það eru þúsundir tiltölulega ungra manna, sem eins og
ég, eftir sex ára herþjónustu, nú leita útrásar fyrir margra ára innilokaðan
ötulleika og starfsþrek. Útgáfu rits þessa má kanske skilja sem merki upp á
slíka metorðagirnd. Kunningjar mínir frá ófriðarárunum hafa látið í Ijós
ánægjusínaí sambandi við útgáfu fyrsta heftis BREZK-ISLENZKRA VIÐSKIFTA,
sem mér þykir mikill sómi að.
# Mér finst ástæða til að taka fram, að mér er til mjög mikillar anægju, að
svo margir frábærir og þjóðkunnir menn, og verslunarhús þekkt um allan
heim, hafa strax fallist á stefnu ritsins með því að Ijá því aðstoð sína að verulegu
leyti, því án þeirra væri útgáfa ritsins ekki möguleg.
# Það er ánæjulegt að boða lesendum Það, að sérstakt leyfi var gefið fyrir
pappír til útgáfunnar, því þar með er fengin opinber viðurkenning bresku
stjórnarinnar á ritinu. Fullvissun á áframhaldandi útkomu blaðsins er
fengin, - en það er ekki nóg, því við vonum að bæta og útbreiða blaðið, en
það er nauðsynlegt til þess að markmiðinu sé náð.
# Af Islendinga hálfu biðjum við um samvinnu í eftirfarandi máli:— Pláss
í blaðinu verður helgað svo kölluðum „bréfum til ritstjórans“, og í þessu
tilefni biðjum við lesendur um að senda okkur línu út af málefnum, sem
þeir álíta að æskilegt sé að komi breskum yfirvöldum og kaupsýslumönnum
fyrir sjónir. Bréf þessi verða birt á ensku, og munu hafa mikla útbreiðslu
í Bretlandi.
# Framtíðar áætlanir eru mikið undir því komnar, hvernig móttökur ritið
fær, og gagn það gerir. Fyrst um sinn mun blaðið vera til sölu aðeins á
íslandi og í Kanada, auk Bretlands. Það eru litlar líkur til þess, að leyfi verði
veitt fyrir meiri pappír en við nú höfum til umráða, og eru takmörk því sett
hvað útbreiðslu snertir, þannig að næstu mánuðina verður aðeins hægt að
prenta 4,000 til 5,000 eintök. Til þess að okkur verði kleyft að gera áætlanir
um pappírs magn, væri gott ef pantanir bærust sem fyrst. Það væri mikil
aðstoð fyrir okkur, ef lesendur vildu taka þetta til athugunar.
# Um sjálfan mig hefi ég lítið að segja. Það er ætlun mín að sækja (sland
heim snemma í desember, og ef lesendur vildu vinsamlegast leita mig uppi
og láta mér í té ýmsar upplýsingar, sem ég kann að þarfnast, mundi ég álíta
það Isérstakan heiður. Það geta varla verið margir útlendingar, sem hafa
hugsað meira og lesið um ísland, en ég hefi gert undanfarna mánuði. Ég
mun koma til íslands til að læra, og kynnast eftir bestu getu landi og þjóð.
# Enn einu sinni vil ég taka fram, að rit það, sem hér birtist í fyrsta sinn,
getur aðeins öðlast gengi með aðstoð Islendinga, og ekkert væri mér
kærkomnara en að rit þetta gæti orðið til þess að útbreiða þekkingu á (slandi
í breska heimsveldinu, og auka viðskifti okkar.
# Stefna blaðsins er spegilmynd af greinum þeim, og lesmáli sem birt er,
en það er og mun í framtíðinni fjalla um fjölda atriða í bresku lífi, alt frá
landbúnaði til ritdóma, iðnaði til óperu . . .
GERALD AUBREY..
9