Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 20
Hið fagra Glyndebourne inn á milli hæðanna i
Sussex. I steinbyggingunni yzt til hægri er
leiksvið sem talið er vera eitt hið stærzta í
Evrópu.
Brezk ópera
til útflutnings Douglas Liversidge
FYRIR sjö öldum síðan var ein-
manalegt stórhýsi reyst á Glynde-
bourne óðalinu í Sussex. Það var
gjöf frá ríkum föður til elskaðrar
dóttur.
Þótt nokkuð standi enn af hinni
upphaflegu byggingu, er Glynde-
bourne nú á á dögum stórbygging úr
Tudor múrsteini.
Þar tii á árunum eftir 1930, var
Glyndebourne aðeins eitt af hinum
myndarlegu heimilum Bretlands. En
fyrir tólf árum síðan varð Glynde-
bourne allt í einu heimsfrægur staður.
John Christie, óðalseigandi hafði hætt
við að fara í hina árlegu veiðiferð
sína, en hafði í þess stað farið í
músík- pílagrímsferð, og þegar hann
kom heim aftur var hann ákveðinn í
því að k.oma á stofn brezkri Salzburg
í Sussex.
Christie breytti hinni glæsilegu
byggingu sem verið hafði heimili
feðra hanns, í óperuhús, eitt hið
besta í Evrópu. Hann hafði tvisvar
erft mikii auðæfi, og sparaði því
engin útgjöld, en hirti ekkert um
almenningsálitið, sem hæddist að
þeirri hugmynd hanns að byggja
„skrín til heiðurs Mozart“.
Skammsýnir gagnrýnendur kölluðu
þetta ríks manns dutlunga, en áður
en sex ár voru liðin hafði Christie
komið á fót óperu, sambærilegri við
óperurnar í Salzburg og Bayreuth.
NúerGlyndebourneÓperan tilbúin
til útfluttnings. Samskonar stofnanir
eiga að rísa upp, fyrst í Kanada, og
síðan íýmsum öðrum löndum. Christie
komst með réttu svo að orði:
„Velgengni Glyndebourne hefurgefið
okkur þá hugmynd, að gera áætlanir
um byggingu sveita - óperuhúsa í
Kanada, Bandaríkjunum, Suður-
Ameríku og á meginlandinu. Þótt
hvert land fyrirsig leggi fram fjármagn
til bygginganna, munu öll þessi óperu-
hús fylgja þeim venjum sem skapast
hafa í Glyndebourne. Við erum
trúaðir á að þessi fyrirtæki muni
svara kostnaði".
Þessi spá Christies er á rökum reist,
að erutöfrarí nafninuGlyndebourne.
nokkurn tíma árlega, á árunum fyrir
stríð mátti á kvöldin sjá veizluklætt
fólk stíga upp í hraðlestina frá
London til Lewes, á Viktoríu járn-
brautarstöðinni. Á lestinni stóð:
GlyndebourneÓperan.-Frátekið. Eftir
stutta ferð til æfintýralandsins í
Sussex eyddi fólk þetta kvöldinu við
söng og vín, því Glyndebourne hafði
ekki aðeins uppá góðan söng að
bjóða, heldur og góða drykki. Vín-
kjallarinn var fullur af allskonar góð-
vínum frá meginlandinu. Þetta var
fyrir stríð, þegar yfirstéttin kom til
Glyndebourne og hlustaði á frægar
operustjörnur hvaðanæfa að úr
heiminum.
Það var um þetta leyti sem íslenzka
óperusöngkonan María Markan lét
fyrst til sín heyra í Englandi. Dr.
Fritz Busch, sern þá var tónlistarstjóri
Glyndebourne Óperunnar bauð henni
að syngja Greifaynjuna í Figaro
Mozarts, eftir að hafa heyrt hana
syngja í útvarp í Danmörku.
Á þessu ári endurfæddist Glynde-
bourne Óperan, eftir að hafa legið í
dvala meðan á stríðinu stóð. En nú
var af sem áður var. Aðgöngumiðar
voru ódýrari, engar einka járnbrautir,
og vínföng voru af skornum skammti.
En þúsundir kepptust um að komast á
sýningarnar. Nú voru komnir nýir
siðir, nú voru engar Mozart eða
Verdi óperur. í þeirra stað var tekin
til uppfærzlu ný brezk ópera „The
Rape of Lucretia“ eftir glæsilegt ungt
tónskáld, Benjamín Britten. Þetta
verk opnar nýja leið fyrir óperuna.
Með sína átta söngvara, og tólf manna
hljómsveit, er það álíka sambærilegt
við venjulegar óperur og strokkvar-
tett er við simfóníu. Uppfærzlan var
lýtalaus og var það aðallega því að
þakka, að nú, eins og á árunum fyrir
stríð, bjuggu allir listamennirnir sem
að henni unnu saman í Glyndebourne
í margar vikur meðan á æfingum
stóð, og höfðu því óviðjafnanlegt
tækifæri til að fága hvert smá atriði.
John Christie er enginn draum-
óramaður. Þótt aðrir væru vantrúaðir,
var hann aldrei í neinum vafa um að
þetta fyrirtæki mundi ganga vel. Og
það hefur gengið æfintýralega vel.
20