Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 17
• Big Ben
(LUNDÚNABRÉF)
Eftir
Sidney Harlow
HÁTÍÐAHÖLD borgarstjórans
(sann 9. nóvember munu verða
engu síðri en samskonar hátíða-
höld f/rir stríð. ( þetta skifti munu
taka þátt hirðþjónar klæddir í sína
skrautlegu einkennisbúninga, og þar
verða spjótsmenn úrhinu konunglega
riddaraliði, en á eftir þeim hópur
eldlínumanna á hestbaki. Skrúð-
gangan—næstum því háif önnur míla
á lengd—mun vissulega verða stór-
fengleg sjón að sjá. Aldrei f/rr hefur
samkvæmisdans verið sýndur í skrúð-
göngunni, en nú verður þar hreyfan-
legt dansgólf og fyrsta flokks dans-
hjlómsveit.
Hinn nýji borgarstjóri, Sir Brace-
well Smith, er gleraugnasmiður,
bæjarfulltrúi Lime Street borgar-
deildar og meðlimur þingsins. Hann
mun aka í hinum fræga, gyllta
ríkisvagni, og sýslumennirnir í opnum
vögnum.
Lundúnarbúar munu fjölmenna við
þessi stórfenglegu hátíðahöld, eins
og þeir hafa gert undanfarin 700 ár,
að undanteknum stríðsárum, þegar
eins og gefur að skilja, engin hátíða-
höld fóru fram.
* * *
Nóvember er mánuður sögu-
sagna. Þann 11. nóvember, daginn
fyrir opnun þingsins, munu tólf
lífverðir klæddir í Tudor búninga og
með luktir, fara í rannsóknarför um
hvelfingarnar undir þinghúsunum.
Þetta hefur verið gert síðan upp
komst um Guy Fawkes og tilraun
hans til þess að sprengja upp þing-
húsin þann 5. nóvember 1605.
Flugeldar og slíkt fyrir ,,þann
fimmta“ eru í meira úrvali hér nú
en í fyrra, þegar sigurhátíðin tvöfal-
daði notkun slíkra ,,leikfanga“. Hinir
frægu framleiðendur þessara hluta,
C. T. Brock, hafa séð sér fært að láta
verzlanir hafa 70 o/o miðað við 1939
birgðir, en það magn er þegar allt
uppselt. Börnin hafa safnað saman
alls konar rusli í brennur, mörgum
vikum fyrirfram, en eftir sex ára stríð
virðast þau hafa gleymt þeirri gömlu
venju að bera skrípalíkan af Guy
Fawkes í skrúðgöngu um strætin.
Þetta var líka gott ráð til þess að
sníkja einn og einn penny af veg-
farendum, og auka þannig vasa-
peningana. Að endingu er svo ,,Guy“
líkaninu kastað á bálið.
* * *
Skautarevýan í ,,Stoll“ leik-
húsinu, með Cecilia Coiledge í aðal-
hlutverkinu, er sú eina af slíku tægi
sýnd í London um þessar mundir.
Það er af sem áður var, þegar þess
konar skautasýningar voru svo eftir-
sóttar, að minnst þrjú leikhús sýndu
þær samtímis. Nú virðist það vera
verk kvikmyndahúsanna að sýna fólki
skautalistina.
* * *
Viðskiftaumræður þær, sem .nú
standa yfir í Church House, West-
minster, fara fram í sama herbergi og
öryggisráð hinna sameinuðu þjóða
notaði fyrir sín fundahöld í janúar
síðastliðnum.
Umræður þessar hófust í andrúms-
lofti líku því, sem er við frumsýningu
leikrits. Myndavélar og leifturljós
voru strax á lofti um leið og tvö
hundruð fulltrúar 17 þjóða gengu til
sæta sinna. Túlkar voru viðstaddir til
þess að þýða það sem fram fór
samtíðis á ensku, frönsku, spönsku
og rússnesku. Var þetta gert með
fjögurra tungumála kerfi, sem var
byggt á reynslu í Nuernberg, en þar
hafði kerfi þetta verið notað í tíu
mánuði við þýzku yfirheyrzlurnar.
Áður en undirbúningsnefnd al-
þjóðaverzlunar og atvinnumála skilar
áliti um tolla, mun nefndin gerá
uppkast af reglugerð um afnám
verzlunartálmana, sem á að vera
tilbúin fyrir stofnun alþjóða ver-
zlunarráðs árið 1947.
* * *
Málverkasafn það.sem kóngurinn
hefur lánað til sýningarinnar í Royal
Academy, Burlington House, er
líklega dýrmætasta listasafn heimsins.
Sum þessara málverka munu Lundún-
arbúar hafa séð í Hampton Court
Palace; önnur hafa verið flutt frá
Windsor kastalanum, en megnið hefur
verið lánað frá sjálfri konungshöllinni,
Buckingham Palace.
Safn þetta nær yfir þrjár aldir, og
er í skemtilegri andstæðu við hinar
nýtísku hugmyndir, sem oft sýnast
dularfullar og óskiljanlegar í almen-
nings augum. Tvær myndir af útsýni
yfir Thames eftir ítalska listamanninn
Canaletto málaðar fyrir 200 árum
síðan, eru skemtileg verk af London
í fortíðinni. í listasafni þessu, sem
telur um 500 myndir, eru mörg af
frægustu verkum eftir þá Rembrandt,
Rubens, Titian, Vermeer, Van Dyk og
Holbein.
* * *
Ellefu af frægustu kirkjum bor-
garinnar sem eyðilögðust af völdum
stríðsins verða endurreistar, ef áform
nefndar þeirrar, sem biskup Lundúna
stofnaði, verða framkvæmd.
Sumar þeirra voru gimsteinar á
sviði byggingarlistarinnar. St. Stephen
kirkjan í Wallbrook var gott dæmi
um verk Sir Christopher Wrens.
Eins var St. Andrew í Holborn, en nú
er sú kirkja í sömu rústum og hún var
eftir eldsvoðann mikla í London árið
1666. Bow kirkjuna í Cheapside, sem
er frá elleftu öld og var endurreist af
Wren, á nú að endurbyggja í annað
sinn. Enginn Lundúnabúi er sann-
kallaður „Cockney" nema hann sé
fæddur innan hljóma Bow kirkju-
klukknanna. Kirkjuklukkur hafa
því miður ekki hljómað yfir borginni
langa lengi. (Framhaid á bls 25)
17