Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 12
Búðarglugga hverfí Fegurð frá verksmiðjum Bretlands Eftir John Smythe SlÐASTLIÐNAR vikur hafa þúsundir manna, sem verið hafa án ,,lúxus“ varnings langa lengi, staðið í biðröðum til þess að geta gaegst í búðarglugga Bretlands. Ég á auðvitað við hina feiknarstóru iðnaðarsýningu í gamla og drungalega „Victoria and Albert“ safninu í London. Það er einstök tilviljun, að fyrsta iðnaðarsýningin, sem haldin hefurverið síðan stríðinu lauk, skuli vera í húsakynnum sem byggð voru fyrir ágóðann af fyrstu alheimssýningunni, - Londonarsýning- unni 1851. Það má segja, að „Britain Can Make lt“, eins og sagt var í loftárásunum 1940 að „Britain Can Take lt“. Brezka þjóðin neitar sér nú um allt, nema brýnar nauðsynjar, til þess að hin stórkostlega útflutnings-áaetlun beri réttann árangur. Skilrúm og veggir úr krossviði og plastik, Ijóskastarar og Ijósabreytingar hafa umturnað hinu þungbúna safn- húsi, og breytt því í marglitt, glitrandi umhverfi. Það er ekki séð í kostnaðinn, því ríkisstjórnin borgar reikninginn, sem er áætlaður£200,000, í von um, að ágóðinn af útflutningnum margfaldist. * * * I stórum dauflýstum sal vísa Ijósörvar á nýjungar á sviði iðnaðarins, sem fundnar voru upp á stríðsárunum, en baksviðið sýnir London í rústum. Takið til dæmis eftir gúmmí stólunum, sem blásnir eru upp eins og blöðrur. Þeir eiga rót sína að rekja til gúmmí björgunarbátanna, sem flugmenn notuðu þegar flugvélar þeirra voru skotnar niður. Dásamlegir borðdúkar eru búnir til úr „fibre glass“, sem fyrst var notað til þess að einangra rafleiðslur í flugvélum. Húsmæður þyrpast kringum bakka, sem ekki er hægt að brjóta, en fáar mun gruna, að þær eiga efni þetta að þakka manni sem fyrstur fann upp plastik sæti í stríðsflugvélar. Pottar og pönnur sem húsmæður létu af mökum til þess að auka framleiðslu á Spitfire orustuflugvélum, birtast nú á ný þaktar glerungi, sem hvorki brennur né brotnar. Næst má skoða skála, þar sem „framtið uppfinninga“ er til sýnis. Brautryðjendur í iðnaði sýna þar hluti, sem þeir álíta að vísindin munu skapa á næstu 10 árum. Marglit Ijós skína á fyrirmyndir af hlutum, búnum til úr málmblöndum, gúmmíi, gleri, plastik, pappír og krossviði. Nú er hægt að gleyma í bili stríðsframleiðslu, skömmtunarseðlum og snjáðum fatnaði, og gá snöggvast í búðagluggana í þessari undrahöll. Hér eru hundruð af kjóla- og dragt modellum, teiknuð af þektustu tízkuhúsum Bretlands. Það er óþarfi að ganga búð úr búð til þess að fá sér hanzka eða belti, fóður eða leggingar, clips eða annað tilheyrandi. Alt fæst á sama stað. * * * Tvær vel snyrtar hendur draga til hliðar tjöld, sem hylja dyr, en bak við þær er uppljómuð búð sem hefur á boðstólum hverskonar lúxus varning, - skartgripi, mjúka „suede" hanzka, og töfrandi handtöskur. Úrin og gerfi-skartgripirnir, sem hér gefur að líta, eiga fullkomnun sína að þakka prisma glerum þeim, sem framleidd voru í stórum stíl fyrir skriðdreka og kafbáta á ófriðarárunum. Hér er púðurdós úr svörtu gleri, skreyttu gulli, en hún er búin til úr afb ragðsgóðu m, gullfóðruðum augnahlífum, sem varðveitti sjón þúsunda flugmanna í stríðinu. Stríðinu er lokið, smátt og smátt opnast landamærin, og nú er kominn tími til að fara að ferðast til útlanda. Þarna er sægræn ferðataska úr Þráskinni sem líkist pergamenti, og er fóðruð með grænum glitvefnaði. í töskunni má koma fyrir átta kjólum, sem hengdir eru á plastik herðatré; einnig eru sérstök hólf fyrir skó, og snyrtiáhalda - poki úr grænum glitvefnaði, og fimm skúffur, allar með læsingu. Eða kanske er handtaska ákjósanlegri, vind- og vatnsheld, trygg gegn möl og raka. Efnið í þessum handtöskum hefur verið reynt bæði i kulda norðurheimskauts-landanna og steikjandi sólarhita Afríku. Svo er hér fílabeins-lit taska úr kálfsskinni, sem er vatnsheld og lætur ekki lit. Samskonar skinn var notað til að klæða að innan eina af setustofunum í risaskipinu „Queen Elizabeth“. Þá má koma við í barnaskálanum, þar sem á boðstólum er allt það nýjasta og bezta af fatnaði, leikföngum og húsgögnum handa hinni komandi kynslóð. Jeppa bílar og bensín dunkar, varahjól og hreyfanlegar rúðuþurkur, kappakstursbílar og flugvélar með fullkomnum útbúnaði. Hér getur „Mrs. Britain 1960“ undirbúið sig undir framtíðarstörf sín með því, að æfa sig á leikfangs- straujárni við eldhúsborð, sem er tvö fet á hæð, með öilum nútíma eldhúsáhöldum. Verksmiðjur sem áður framleiddu sprengjuflugvélar, búa nú til ofantöld undraleikföng. * * * Sýningin nær yfir meira en 90,000 fer-feta svæði, og telur yfir 7,000 mismunandi nýjungar á sviði iðnaðar. Hlutir þessir voru valdir úr 20,000 sýnishornum af nýtísku framleiðslu- vörum sem 58 verksmiðjur tefldu fram, og bera þeir glögt vitni um hugvit og gæði brezkrar vinnu. Úndursamlegu ferða-útvarpstækin, sem ekki eru stærri en samanlögð myndavél, eru af sömu gerð og þau, sem send voru meðlimum mótstöðuhreyfinganna í herteknu löndunum. Uppdráttinn að sýningunni undirbjuggu 70 þekktustu sýninga- sérfræðingar Breta undir forustu James Gardners, en maður þessi er sá, sem útbjó gúmmískriðdrekana, og gabbaði Þjóðverja með þeim í byrjun innrásarinnar á meiginlandið. „Britain Can Make lt“ hefur vakið eftirtekt um víða veröld, og fólk frá mörgum löndum streymir til London til þess að skoða sýninguna. Til dæmis má nefna, að kaupmaður nokkur frá suðurhafseyjum pantaði hótel herbergi handa sér og sex konum sínum. Svíþjóð, Noregur og Danmörk hafa beðið um sýnishorn af ýmsum af vörum þeim, sem sýndar eru, en Kanada, Ástralía og Nýjasjáland vilja helst fá sýninguna eins og hún leggur sig senda til sín. Sú uppástunga hefur komið fram, að öll sýningin fari í ferðalag til útlanda seinna. Eins og er, vonast forráðsmenn Bretlands eftir mjög auknum útflutningi, en almenningur vonar, að þau 60 o/o sem loforð hefur verið gefið fyrir handa heimamarkaðnum, slái til. 12

x

Brezk-íslenzk viðskipti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brezk-íslenzk viðskipti
https://timarit.is/publication/1859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.