Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 11

Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 11
Frá BALFOUR lávarði af Inchrye, forseta Verzlunarráðs brezka samveldisins: • MÉR var ánægja að því að koma tvisvar til íslands á stríðsárunum vegna starfs míns, en ég var þá aðstoðarflugmálaráðherra brezku stjórnarinnar. Mér mun lengi verða kært að minnast þeirrar alúðar og þess hlýja skilnings, sem ég átti þar að mæta af hálfu yfirvalda og kaup- mannastéttar. Ég fann það þá, að milli þjóða okkar var djúpur sam- hugur, sem síðar gæti orðið að innilegu samstarfi að stríðinu loknu. Þótti mér þá, sem slíkt samstarf myndi nauðsynlegt til að leysa gagnkvæm viðfangsefni, pólitísk og hagræn. Ég vona að BREZK-ÍSLENZK VIÐSKIPTI geti átt veigamikinn þátt í að stuðla að þessu. £ Þróun milliríkjaviðskipta hlýtur að byggjast á gagnkvæmum hagnaði. Því geta elzta lýðveldi Evrópu og Stóra Bretland unnið margt saman. ísland þarfnast varnings, sem Bretar geta framleitt. Vér þurfum vörur, sem (sland getur af hendi látið. Það ætti að vera sameiginlegt áhugamál þjóðanna, sem báðar eru friðsamar og ekki óskyldar að uppruna, að þola engar hömlur á þeirri þróun, er beint skyldi að því að stuðla í yztu æsar að sem örustum gagnkvæmum viðskip- tum. % Flugferðirnar spara tíma og minnka fjarlægðir. Ég á því von á því að viðskipti og samskipti meðal beggja þjóðanna muni brátt komast á það stig, sem engan gat órað fyrir árið 1939. Það er gott að kynnast og því betra, sem kynningin er meiri. From Chambers of Commerce and Icelandic Trade Frá BIRNI BJÖRNSSYNI, forstjóra lcelandic Marketing Company, London. % LONDON er enn miðstöð heimsverzlunar og fjármála, og mér, sem hér hef lengi dvalið, er það Ijóst að ísland er smátt vexti í samanburði við önnur lönd. Þau hafa til þess margvísleg tæki að létta viðskipti sín við Breta, jafnvel viðskiptablöð útgefin í Bretlandi. £ Mér var það því mikil ánægja, þegar Gerald Aubrey höfuðsmaður kom til mín fyrir nokkrum mánuðum með hugmynd, sem nú hefir séð dagsins Ijós _ með þessu fyrsta hefti af BREZK-ÍSLENZKUM VIÐSKIPTUM. í sameiningu tókst okkur að sannfæra brezka viðskiptamálaráðuneytið um að slíkt blað væri æskilegt, og það má ráða undirtektir þess ráðuneytis af því, að pappír var úthlutað til prentunarinnar. Var það raunar ekki vonum meir, því að tilgangur ritsins er að stuðla að aukinni kynningu og viðskiptum Breta og íslendinga. 0 Það þarf engan hagfræðing til að sjá, að jafnvæg vöruskipti eru hið æskilegasta markmið, sem keppa verður að, enda leiðir það af sjálfu sér að blómleg og gagnkvæm viðskipti auka góða kynningu og vináttu. # Ég óska því BREZK-ÍSIENZKUM VIÐSKIPTUM allra heilla og góðs gengis, því að fyrirtæki með svo lofsverðum tilgangi á meir en skilið þá hjálp, sem mér auðnaðist að láta í té. % En sérstök ástæða þykir mér til að fagna þeirri áherzlu, sem ritið ætlar að leggja á að birta greinar og athugasemdir þeirra, sem álíta að vekja þurfi athygli flokka manna og stofnana í Bretlandi fyrir vandamálum fslands og áhugamálum. Þykist ég viss um að fjöldi landa minna hér á landi muni notfara sér gestrisni þess dálks, sem ætlaður verður „fslendingum í Bretlandi“. Munu þeir vilja ræða áhugamál sín og færa gamla landinu kveðjur sínar. % Utan Norðurlanda hafa fslendingar erlendis aldrei áður haft á slíku tækifæri völ, og er það trúa mín að BREZK-ÍSLENZK VIÐSKIPTI muni stuðla mjög að aukinni kynningu fslands.

x

Brezk-íslenzk viðskipti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brezk-íslenzk viðskipti
https://timarit.is/publication/1859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.