Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 30

Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 30
Þessi glæsilegi kjóll úr kampavíns litu léttu ullarefni, er einn af mörgum sem International Wool Secretariat hafa keypt og sent til Suður Afriku (Dorville). KJÓLAVANDRÆÐIN eru nú loksins um garð gengin. Londonar tízkuteiknarar fagna vandræðalokunum með því að sýna allan þann forða af hugmyndum, sem hefur verið í hugum þeirra þessi mörgu, löngu og erfiðu ár. Línurnar í brezku tízkunni eru kvennlegar og yndislegar. Öll tízka ber greinilega merki hins gamla „Regency“ stíls, bæði hvað snertir dragtir og kvöldkjóla. Mittið er aðskorið, jakkar eru hafðir með víðu skjuði að aftan, en þröngir niður að mitti. Skjuð eru bæði notuð á kjólum sem kápum. Með öðrum orðum, alt sem er vítt og fyrirferðamikið yfir mjaðmirnar er mikið í tízku. Kvöldkjólar, og jafnvel eftirmiðdagskjólar eru hafðir með flegnu hálsmáli; flestir ballkjólar eru hafðir með svokölluðum „cold shoul- ders“, eða þeir eru hafðir með alveg berum öxlum. Áherslan er lögð á mittis og mjaðmasvipinn. Við þröng pils eru notaðir víðir, stuttir jakkar. í stíl við tímabil Viktoríu drotningar, þarf að nota lífstykki við kjólana, til þess að þrengja að mittinu, svo það verði aðeins 18 tommur. Drapperingar, vídd og útsláttur, er áberandi hjá tízkuteiknurum í London. Tweed er mest notað í dragtir og kápur, en þunn ullarefni eða ullarkend efni í eftirmiðdagskjóla og kvöldkjóla, - „facecloth" og „barathea“ í sparidragtir. Nú er aftur komið á markaðinn alt frá allskonar fínustu silkiefnum niður í þunn ullarefni. Það er ekki að furða, þótt tízkuteiknarar í London hafi mikið að gera og vilji láta til sín taka. Kvennfatnaður hefur verið tekinn fram fyrir karlmannafatavefnað, þunn ullarefni, sem upphaflega voru ætluð í karlmannabindi og trefla, eru nú notuð í kjóla og dragtir, og jafnvel töfrandi sloppa. Prjónaull er áberandi mikið í tízku í London núna. Eitt þekt heildsölu tízkuhús hefur til sýnis alls konar dragtir og kjóla með jökkum tilheyr- andi, úr tweed-kendum efnum. Sérstaklega hentugt og klæðilegt snið er að hafa jakka úr þverröndóttu prjónaullarefni, með víðum leður- blökuermum, og svart, slétt pils við. Prjónaull er ekki aðeins notuð í fullkomnar dragtir og eftirmiðdags- kjóla, heldur sýnir eitt týskuhús alt frá yndislegum, stílföstum kvöld- kjólum, niður í úrval af sterklitum sportfatnaði. Það, sem vekur sérstaka eftirtekt á tízkusýningum, er hinn vel þekti klæðskerasaumaskapur. Ullarefni eru ekki aðeins notuð í dragtir og kápur, heldur einnig í sterklit dinnerpils og dinnerdragtir prýddar palíettum. Palíettu ísaumur er notaður mjög mikið. Á einni sýningu var alveg svartur cocktai l-kjól I hafður með svuntu, skreyttri rauðbleikum palíett- um; matt ullarefni er prýðilegur grunnur fyrir palíettur, því glitrið nýtur sín vel á því. Palíettu ísaumur er notaður bæði á munstruð silki og ullarefni. Stundum eru litirnir á palíettunum hafður alt öðru vísi en liturinn á kjólnum, eða einn liturer hafður í bæði Ijósu og dökku. Blússur eða peysur með palíettu- ísaumi eða semilíusteinum er hægt að hafa við saumaðar dragtir við hvaða tækifæri sem er. * * * í fyrsta skipti síðan stríðinu lauk, hafa tízkuteiknarar nú getað notað skinn í leggingar. Nýjasta tízka er að hafa skinn bæði á krögum, vösum og uppslögum. Margar dragtir og kápur eru lagðar með natural og silfurref, Persian eða Indian lamb, beaver og mink. Til að fullkomna útiklæðnaðinn eru hafðar stórar múffur, og stundum eru hattarnir hafðir með skinnleggingum. Annað, sem maður verður mikið var við á kjólum, eru rikkingar og plíseringar. Margir kjólar eru hafðir mjög flegnir, með innsettum brjóst- um, sem búin eru til úr plísseruðu chiffon, pífum eða blúndum. Káputízkan er aðallega á tvennan hátt. í fyrsta lagi prinsessu-stíllinn, sem er aðskorinn með háu mitti, og hinsvegar víður og fyrirferðamikill stíll. Sumar kápur eru víðar á bakinu frá öxlum, og teknar saman með belti að framan. Stórar leðurblökuermar (jafnvel mikið munstraðar) eru mikið í tízku. Tízkuteiknarar eru aftur farnir að nota flauel, bæði í kraga og leggingar. Sumar kápur eru hafðar tvíhnepptar, og aðrar eru með tvöfaldri hnapparöð frá mittinu upp að hálsmáli. CHRISTMAS GREETINGS The publishers of “ B.I.V.” send Christmas greetings to all readers, and express the hope that an even stronger trade link will be forged between lceland and Britain in the coming year. 30

x

Brezk-íslenzk viðskipti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brezk-íslenzk viðskipti
https://timarit.is/publication/1859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.