Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 24
Kirsuberja aldingarður
í Kent að vorlagi.
KENT, með sína 1,000,000 íbúa,
hefur, að minnsta kostj að
einu leyti, haft mikilsvert sam-
band við ísland, og er það samband
stríðinu að þakka. Steinlímsframleiðsla
er ein af aðalatvinnugreinunum í
Kent, og margar þúsundir smálesta
af steinlími sem búið var til úr Kent
krít var flutt til íslands, gegnum
hættur Norðursjávarins, frá risaverk-
smiðjunum sem standa við ánaThems.
Þetta steimlím var síðan notað í
þýðingarmiklar hernaðarstöðvar fyrir
Bandamenn og í rennibrautir á flug-
völlum.
En þessi grein á ekki að vera um,
atvinnuvegi í Kent, heldur um það,
hversvegna Kent er nefnt „ Hlið
Englands“ og stundum líka „Garður
Englands“.
Þar sem Kent er aðeins 22 mílur
frá meginlandi Evrópu teljum við
það skyldu okkar að koma fram sem
húsbændur gagnvart þeim sem þaðan
koma í heimsókn. Á venjulegum
tímum koma hundruð þúsunda gesta
árlega til Englands gegnum höfnina
í Dover.
Arthur Mee, hinn heimsfrægi rithöf-
undur, sem bjó í einum fegursta
dalnum í Kent, komst svo að orði um
Dover:
„Hvítu krítarklappirnar þar eru
sú ánægjulegasta sjón sem nokkur
Englendingur, sem erlendis dvelur,
getur óskað sér að sjá. Sá Englendingur
hefur enn ekki fæðst, sem getur litið
klappir Shakespears, án þess að vikna.
Þær voru þarna áður en nokkurt líf
var til á þessari eyju. Þær stóðu
þarna þegar kynflokkur okkar fædd-
ist. Gegnum alla sögu okkar hafa
þær haldið vörð um heimkynni
okkar. Þær eru sú sýn sem við
þráum, þegar við snúum heim".
Kent er fegurst á sumrin, þegar
allir ávextirnir eru í fullum þroska,
epli, kirsuber, plómur og perur.
Margra mílna ávaxtagarðar þaktir
24
KENT
HLIÐ ENGLANDS.
Eftir
BERNARD DREW
gulum kirsuberjablómum, er sjón
semferðamaðurinn munaldreigleyma,
og sífelld ánægiuuppspretta fyrir
íbúana í Kent. Kent hefur um
aldaraðir verið fræg fyrir framleiðslu
sína.
í fyrstu sögnum sem til eru um
England,—ritum Grikkja nokkurs sem
silgdi um Ermasund fyrir 23 öldum
síðan,—er Kent getið með því nafni.
Þegar Vilhjálmur sigursæli kom til
Englands, fyrir þúsund árum síðan,
var Kent fyrsta héraðið sem rannsakað
var. í Dómsdagsbók, sem segir frá
þessum rannsóknum, og nú er geymd
í Brithis Museum, er þess getið að
þá hafi verið 500 herragarðar og
kirkjur í Kent. Nú eru innan
héraðsins 500 borgir, bæir og þorp,
þar á meðal dómkirkjuborgirnar
frægu, Canterbury og Rochester.
Arthur Mee, sem ég áður hefl vitnað
í, segir svo um Canterbury:
„Kóróna Canterbury eru hinir
voldugu turnar dómkirkjunnar sem
rísa yfir húsabökin Ijómandi í
sólskininu. Hvort sem við lítum á
dómkirkjuna að utan eða innan, þá
finnum við, að við eigum engan stað
dýrmætari, við finnum að hún á það
skilið að vera hið allra helgasta í
enskri kristni. Þar eru fegurstu
gluggamyndir í Englandi“.
Þótt Canterbury yrði fyrir
loftárásum, varð dómkirkjan ekki
fyrir skemmdum. íslendingar sem
heimsækja England mega ekki láta
hjá líða að skoða hana. Til Canterbury
er tæpra þriggja stunda ferð með
járnbrautarlest frá London, og í
borginni eru mörg góð gistihús, ef
menn vilja dvelja þar næturlangt.
( Rochester er dómkirkjan líka
fyrsti staðurinn sem ferðamenn ættu
að skoða. Margir staðir í borginni
eru nefdir í sögum Charles Dickens,
því hann bjó í mörg ár uppá hæðinni
þar sem vegurinn liggur til London.
Rochesterbúar eru stoltir af einstæðu
góðgerðahúsi sem þar er. Þar hafa
„Hinirsexfátæku ferðamenn Richards
Watts“ komið kvöld eftir kvöld, og
etið, drukkið og sofið ókeypis. Dyrum
þessa húss hefur aldrei verið læst
síðan árið 1579. Tvö þúsund fátækir
ferðamenn nota sér þessi hlunnindi
árlega.
Ymsar fleiri merkilegar borgir eru
í Kent, en þó er það útá landsbyggðinni
sem yndisþokki héraðsins er mestur.
í mörgum þorpum eru hús sem þar
hafa staðið í fimm hundruð ár, og
í kirkjugörðunum standa þúsund ára
gömul tré.
Þorpið sem ég er úr, Farningham,
er gott dæmi. í Dómsdagsbók eru
fjórir sveitabæir nefndir með nafni.
Þessir bæir eru til enn í dag með
sömu nöfnum, þótt hinar upphaflegu
byggingar séu eins og gefur að skilja
horfnar. ’En á undanförnum árum
hefur meira landrými en nokkrusinni
áður verið lagt undir plóginn, til
þess að rækta matvæli.
Ég ætla að segja ykkur svolítið
meira um Farningham. í þessu þorpi
eru um þúsund íbúar. Helmingur
karlmannanna vinnur að jarðyrk-
justörfum, en hinn helmingurinn fer
daglega með langferðabílum eða járn-
brautum til vinnu sinnar í verksmið-
junum við Thems. Sumir þessara
manna hafa unnið að framleiðslu
steinlíms þess, sem flutt hefur verið
til [slands siðastliðin fimm ár.
Gamli herragarðurinn skemmdist
mikið í loftárásunum 1941, en nú er
verið að endurbyggja hann. Á þessum
herragarði settist ein af hinum gömlu
sjóhetjum Breta, Bligh skipstjóri á
Bounty, að, þegar hann kvaddi sjóinn
eftir langan og æfintýralegan feril.
Kirkjan í þorpinu er frá því um
1200, og jafn gamall er sveitabærinn
sem stendur beint á móti. Við aðal
götuna stendur svo gistihús þorpsins,
og þá er upptalið það sem einkennandi
er fyrir flest ensk sveitaþorp.
Þar til fyrir tuttugu og fimm árum
síðan lá aðalvegurinn frá London til