Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 22
Landbúnadur
FLEIRI VÉLAR TEKNAR TIL
LANDBÚNAÐARIÐNAÐAR
„MOTRAC“ three furrow plough.
Fyrirtaks Ijéttur plógurfyrir Ijéttan
og þurrann jarðveg.
Eftir
H. J. LLOYD *
FRAM að byrjun 19. aldar voru
fá landbúnaðaráhöld notuð í
heiminum. Að vísu var notaður
plógur og mjög frumlegar völtur
og herfi, sem líktust dálítið
trjábolum og þyrnirunnum, og
ýmiskonar hand—verkfæri til skurðar
og til þess að ná saman uppskerunni.
I Bretlandi voru plógar búnir
til af iðnaðarmönnum þorpanna, og
voru þeir af ýmsum gerðum, frá
héraði til héraðs. En eftir því
sem járnið kom í staðinn fyrir
timbur, þá færðist notkun plógsins
út til annarra héraða, og urðu hinir
ýmsu framleiðendur vel þekktir, og
varð þetta smám saman grund-
völlurinn að hinum mikla vélaiðnaði
landbúnaðarins.
Þessi iðnaður er að mestu leyti
bundinn við þann stað þar sem hann
byrjaði fyrir 150 árum á hinu ræktaða
landi á austurhlið Englands, og eru
nöfn hinna ýmsu framleiðenda ennþá
kunn í sambandi við hann. Með
notkun gufunnar, varð úr þessu
heimsmarkaður fyrir stórum og til-
þrifamiklum verkfærum, sem að
þurfti að nota framleiðslukraftinn,
sem höndin ein ekki gat látið í té.
Þó að gufan hafi orðið að víkja fyrir
benzíni og olíu, þá eru brezkir
plógar og ræktunarvélar ennþá
viðurkenndar hvar sem þarf að
nota stórar og djúptækar ræktunar-
vélar.
Þegar gufuplægingin byrjaði, var
kornið ennþá skorið og bundið
með hendinni. Þá var það einnig
þreskt, annaðhvort með því að láta
uxa troða á því, eð a öllu fremur
í Bretlandi með handgerðri þreskivél.
Þreskingin var gerð allan veturinn
í stórum þreskihlöðum, sem
ennþá má sjá víðast hvar sem maður
fer um í sveitum Englands. Því
næst kom þreskivélin, sem gerði
einum manni fært að þreskja meira
korn á einum degi, heldur en 12
menn höfðu gert á heilli viku.
Síðar var fundin upp uppskeruvél,
og að lokum voru fluttar út til
ýmissa landa brezk-tilbúnar þreski-
vélar, og eru hinar ýmsu nýtízku
gerðir þeirra mjög framarlega meðal
framleiðsluvara iðnaðarins. Uppskeru-
vélin var fundin upp. nokkurnvegin
samtímis í Skotlandi og Ameríku,
en vegna þess að grassteppurnar í
Ameríku voru opnaðar til almennings
afnota og vegna þess að kröfur voru
gerðar til notkunar vinnusparandi
véla, þá vildi svo til, að ameríska
uppskeruvélin (og síðar uppskeru- og
bindivélin) varð fyrst og fremst í
það fremstu röð. Á hinn bóginn var
kornskurðarvélin, sem varð fyrirren
nari grassláttuvélarinnar og margra
annarra heyvinnuvéla, sem Bretland
hefur ávallt verið í fremstu röð
með að framleiða. Frá þessari
einföldu byrjun hafa sprottið yfirleitt
allar vélar til korn og gras uppskeru,
jafnvel nýtízku sjálfknúnar samupp-
skeruvélar, einungis nýtt samband
af hinni upprunalegu þreskivél með
skurðvél, og hinni vélknúnu
benzínvél. Á árunum milli þessarra
uppfinninga og byrjun fyrra veraldars-
triðsins, óx hinn brezki iðnaður
þangað til landbúnaðarvélar voru
notaðar allsstaðar í heiminum. En
vegna þess að iðnaðurinn var grund-
vallaður á kröfum heimamarkaðsins,
og skilyrðum, þá voru áhöldin gerð
með það fyrir augum, að þau ættu
við rakt loftslag og rakan jarðveg,
þar sem hægt var að rækta flestar
tegundir af gróðri í samanburði
við aðra hluta heimsins. Það getur
verið að þessi áhöld hafi stundum
litið út fyrir að vera þung og erfið, en
þau unnu alltaf vel og var alltaf hægt
að reiða sig á þau, hversu erfitt sem
starfið var. Það má nefna það hér,
að vegna þess 'að kröfurnar voru
byggðar á þörfum heimalandsins,
þá hnignaði iðnaðinum í Bretlandi á
árunum milli stríðanna í samræmi
við hnignun hins ræktaða lands á
þeim tíma. En einmitt þessvegna
hefur þessi sami iðnaður nú sýnt,
að hann á nýtt líf fyrir höndum vegna
nauðsynjanna við það að afla fæðu
til þjóðanna. Vegna afleiðinga annarrar
heimsstyrjaldarinnar hefur Bretland
nú nærri því tvöfaldað uppskerumö-
*H. J. Lloyd is the Independent Chair-
man of the Export Group of the
Agricultural Machinery and Implement
Manufacturers, a body set up under the
auspices of the Export Council of the
Board of Trade.
22