Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 25

Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 25
Lord CORNWALLIS, Lord-Lieutenant í Kent, segir svo, í kveðju til íslendinga: ,,Oss hér í Kent væri ánægja að því að fá sem flesta íslendinga sem til Englands koma, í heimsókn, því heimili í Kent eru fræg fyrir gestrisni sína. Og þótt nú sé skortur á ýmsu í Bretlandi vonum við að dagar allsnægtanna komi sem fyrst aftur.“ Dover gegnum þorpið en nú hefur ríkisstjórnin lagt veg framhjá því og því er aðal gatan nú róleg um helgar, á sama tíma sem tvö þúsund bílar og bifhjól þjóta á klukkutíma hverjum áleiðis til strandarinnar, eftir aðal veginum í aðeins hundrað metra fjarlægð. Það er einmitt til þorps eins og {•orpsins okkar sem eg vil ráðleggja slendingi sem ætlar að heimsækja England, að koma því hér mun hann finna hjarta Englands. Annar frægur rithöfundur hefur sagt um Kent: „Engin sveit er Kent fremri um staði sem eru þess virði að sjá þá, og leiðir sem liggja til þeirra, og þar er enn þá hægt að fmna meira af hinu sanna Englandi, en í nokkrum öðrum hluta föðurlands okkar“. Stríðið hefur skapað Kent aukna frægð. Það var yfir hin grænu engi Kent, sem Nasistar sendu svifspreng- jur sínar og rakettur. Áður höfðum við horft á nokkra breska flugmenn heyja orustuna um Bretland. Það var á sama tíma sem nasista herirnir stóðu reiðubúnir til innrásar tuttugu og tvær mílur í burtu, hinu megin við Ermasund. Þá var Kent kölluð „Spjótsoddur frelsisins“. Engin örvænting greip íbúana í Kent, þeir ákváðu að taka því sem að höndum bæri, og loks rann upp sá dagur að ströndum okkar var ekki lengur ógnað. Kent vonar að ein afleiðing þeirrar nýbreytni sem þetta tímarit er í sambandi Englands og íslands verði sú, að margir íslendingar heimsæki Kent. Engum mundi verða meiri ánægja að því en Winston Churchill, sem er frægastur og mestur allra íbúa Kent. British-Icelandic Steam- ship and Air Services. ICELANDIC STEAMSHIP COMPANY To lceland: 20th December only. From Reykjavik: 13th December (s.s. Lech) and 11 th December (s.s. Horsa) round the coast. CU LLIFORD AND CLARK To lceland: 15th December, arriving 23rd. From Reykjavik: 2nd January en route for Glasgow, arriving about the 7th and reaching England by the 10th. AIRPROP PASSENGER AND FREIGHT SERVICES LTD. Terminal House, London. Depart from Prestwick on Wednesdays at 10 a.m., arriving at Reykjavik 2.30 p.m.; also on Fridays at 9 a.m. arriving at Reykjavik 1.30 p.m. Depart from Reykjavik on Wednesdays at 1.30tp.m., arriving at Prestwick 7 p.m.; also on Fridays at 2.30 p.m., arriving at Prestwick 8 p.m. (There is a special train service from Victoria (London) to Prestwick, leaving London at 10.25 a.m. and arriving at Prest- wick at 1.20 p.m.) (Framhald fró bls: 18) Ef þú vilt vita hvað klukkan er, þá spurðu lögregluþjón, var einu sinni ávallt sagt í fyndni. Á götum úti nú til dags verður maður að geta sér til hvað tímanum líður, því margar strætisklukkur Lundúna eru sundursprengdar. Heima aukast vandræðin fyrir þá, sem reiða sig á rafmagnsklukkur, því auðvitað hefur eldsneytisskorturinn áhrif á þær, eins og allt annað, sem fyrir rafmagni gengur. Rafmagnsklukkur hafa ávallt verið álitnar réttar upp á sekúndu. Afleiðin- garnar af óstöðugri raforku hafa valdið því, að margar klukkur seinka sér nú um fimm eða fleiri mínútur á dag. Þetta þýðir að húsbóndinn missir af lestinni, og kemur of seint til vinnu á morgnana. Heitur morgunverður er líka orðinn vafasamur, þar sem búast mávið, að raforkan minnki enn, sérstaklega á þeim tíma sem rafmagn er mest notað. * * * [ haustsól Lundúnagera götusalar sitt til þess að auka litskrúða stræt- anna. Sjaldan hafa vagnar þeirra verið eins hlaðnir gómsætum, safamiklum perum, vínberjum, grænum og dökk- um, valhnetum og eldrauðum tó- mötum til þess að auka litskrúðið. Og verzlunin gengur vel. Það er orðið hálf kalt; kvenfólkið er komið í pelsana sína fyrr en venjulega. Á götuhorni sézt glóa undir glóðarkeri, og á því er panna full af steiktum kastaníuhnetum,—en hinu meginn við götuna er vagn hlaðinn blómum, sem kveðja um leið og sumarið. Frá skemmtigörðunum og torgunum rís ylmur brennandi laufs—og skjótt fer að dimma. Það er kominn tími til að fá sér te og brauð og smjör—ég meina auðvitað smjörlíki! Tvö bráðabyrgðahús hafa nýlega verið reist við hinn fallega, þekkta Berkeley Square. Þau eru byggð úr aluminium aflögum frá flugvélaverk- smiðjum. Tíu menn voru aðeins fimm klukkustundir að koma upp báðum húsunum, og virðist manni það ótrúlega stuttur tími. En harla eru þau til prýði á þessu forna torgi. Að minnsta kosti líkar ekki nætur- galanum, sem svo oft syngur í Berkeley Square slíkur átroðningur, og spörfuglarnir tísta ákaft í mót- mælaskyni. En hvað sem því líður, hefur George Rotinoff, höfundur þessara bráðabyrgðahúsa sannarlega gert sitt til að minnka hin ævarandi húsnæðisvandræði. Það er altaf jafn erfitt að fá herbergi á hótelum í London. Félög, iðnaðar- sambönd og embættismenneru neydd- ir til að halda ársfundi sína í minni borgum, þar eð engin hinna vel þekktu hótela í London geta tekið á móti svo stórum hópum. Hundruð tonna af sementi hafa verið send til Islands frá þessum verksmið- jum meðfram Thames ánni. (Myndin er eftir John Topham.) 25

x

Brezk-íslenzk viðskipti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brezk-íslenzk viðskipti
https://timarit.is/publication/1859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.