Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 15
geymd voru í flugvéla-miðunartæki.
Hinar frægu nr. 69 plastik-hand-
sprengjur voru notaðar alls staðar
þar sem orustur voru háðar. Vind-
spjöld í loftvarnarbelgi, rafmagns og
útvarps útbúnaður í herskip, hlutir í
herflutningatæki, þar á meðal létt
sæti í Spitfire flugvélar, og margt
annað í þjónustu hernaðar, var búið
til úr plastik. Plastik-iðnaðurinn
framleiddi einnig fjöldann allann af
„modellum“ af óvinaflugvélum að
stærð 1:72, sem notuð voru til þess
að kenna flugmönnum og hermönnum
að þekkja mótstöðumenn sína í
loftinu.
Síðastliðinn marz gerðu De La Rue
verksmiðjurnar samning with Ameri-
can Formica Company um að fram-
leiða hið þekkta og skrautlega
,,Formica“ plastik í Englandi og selja
það í Evrópu.
Að ári verður byggð ný verksmiðja
í Newcastle-on-Tyne, en í henni
verður lögð áherzla á að framleiða
mislitt plastik til skrauts, og eins
hluti, sem ekki sviðna eða brenna
þótt sígarettur séu skildar eftir á
þeim.
Ein tegund af plastik er búin til í
þynnum 9x4 fet að stærð. Til þess
að efla og styrkja þynnur þessar er
baðmull ofið inn í þær, og fest með
mjóum, sterkum stálvírum, sem eru
teygjanlegir. Efni þetta er mjög Ijett;
eðlisþyngd þess er 1.65, en til saman-
burðar er aluminium 2.72 og stál
7.83. Efnið þolir meiri þrýsting og
högg en stál, og er því vel til þess
fallið, að byggja úr því járnbrautar-
vagna og bifreiða-yflrbyggingar.
Southern Railways hafa nú þegar
reynt efni þetta í flutningsvagna, með
góðum árangri.
Enn önnur tegund er framleidd úr
gljúpu efni með harðri húð, en þessi
framleiðsla er mjög Ijett, og notuð [
gólf, búðahillur og útsti11ingaáhöld.
---EINS OG AÐ ELDA MAT------------
Að framleiða plastic er ekki
ósvipað því að elda mat. Fyrst er
nauðsynlegt að hafa efnið í réttum
hlutföllum, og þvínæst að hita
það mátulega mikið og lengi.
Þrír efnishlutar eru notaðir,
gerfiharpeis, em er undirstöðu
efnið, síðan “filler", sem gefur
efninu rétta samsetningu og
styrkleika, og að endingu duftið
sem gefur réttan lit.
Þetta er þá blöndunin á hráef-
nunum. Sjálf framleiðslan er
auðveld. Blandan er látin í mót,
pressuð og hituð f nokkrar
mínútur, og pressan skilar frá
sér símaáhaldi.bílstýri eða öðrum
gagnlegum hlut.
I dag vinna um 40,000 menn í
brezkum plastik verksmiðjum,
sem eru nú i óða önn að breyta
stríðsframleiðslunni í þágu friðar.
A living-room designed for an old stone house injcotland.
^^ÓÐUR stíll getur gert lífið skemtilegra.
Nú eftir drunga stríðsins eru sumir helztu teiknarar Bretlands byrjaðir
að gera uppdrætti að húsgögnum, Ijósa og hitaútbúnaði, teppum og öðrum
innanhúss skreytingum, sem munu verða við hæfi og innan kaupgetu alls
almennings. Þægindi og smekkvísi er það, sem þeir leggja aðaláherzlu á.
Stíll er partur úr hinu daglega lífi. Það er ekki lengur mest um það vert,
að hlaða herbergi húsgögnum. Smekkvísi og nytsemi einkenna nútíma
húsgögn. Innbyggðir skápar og þess háttar gera smærri herbergi stærra á
að líta, og eins betra pláss til hreyfinga.
Ursula Mercer, hefur útbúið snyrtiborðið ætlað fyrir kvennmann, og
innbyggðan fataskápinn þannig, að hægt er að nota plássið fyrir ofan sem
geymsluskápa. Rafmagnsofninn er innbyggður í arinhillu stíl. Skrifborðið
er úr hnotu.
T. A. L. BELTON og Vincent Rother hafa teiknað svefn-setustofuna fyrir
karlmann. Húsgögnin eru smíðuð úr aluminium, með hreyfanlegum stoðum.
Útvarpið hafa þeir byggt inn í einn skápanna.
A. Neville Ward hefur gert uppdrátt af nýjum „utility“ húsgögnum, þ.e.
húsgögn með sérstöku hámarksverði, fyrir borgarhús. Hann sýnir skemmtilegt
dæmi um litasamsetningu. Til þess að leggja áherzlu á tvöfalda notkun
herbergisins (bæði sem svefn- og hvíldarherbergi), hefur hann tvöfalda
litasamsetningu. Veggirnir næst rúmunum eru málaðir í mjúkum, bláum lit,
og loftið aðeins dekkra. Hinir veggirnir og partur loftsins eru þakin Ijósbrúnu
(biscuit coloured) veggfóðri.
Nokkrir aðrir fagmenn í þessum efnum sýnafram á, að það er ekki nauðsynlegt
að hafa alla veggi í herberginu í sama lit. Þá hafa þeir ýmist „panel“ eða
mismunandi lit veggfóður. lan Henderson, frægur í litasamsetningu, hefur
gert fjögur ,,model“ herbergi, þar sem hann gerir lit á veggjum og lofti að
aukaatriði—en lætur þá koma betur fram í gólfábreiðum, húsgagna-áklæði,
gluggatjöldum o.s.frv.
FYRIR skólastofuna leggur D. Clarke aðaláherzlu á sem besta birtu. Auk
hliðarglugga, setur hann glugga með öllum veggjum alveg upp við loft, þannig
að hvert barn hefur 5 o/o dagsljós, samanborið við núverandi 2 o/o og 3 o/o.
Rafmagnsljósinu—þegar þess þarf með—er komið fyrir eftir endilöngu loftinu,
og er það með svokölluðum ,,fluorescent“ útbúnaði. Loftið hefur hann í
gulum lit, með bleikum, bláum og hvítum krossviðar-bitum. í stað hinnar
svörtu töflu, hefur hann gula töflu og bláa krít. Árangurinn er auðveldari
lestur og minni áreynsla á augun.
Geymslupláss er almennt vandamál. Miriam Wornum sýnir hvernig nota
má nýtísku skápa á sem margvíslegastann hátt, eftir því sem þarf í hverju
húsi. Eins hefur G. Fejer gert teikningar af allskonar hirzlum, hillum og
skúffum, sem taka lítið pláss, og auðveldlega má flytja stað úr stað, eftir því
sem nauðsyn ber til.
15