Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 23
guleika sína. Vegna mjög mikils
skorts á vinnuafli, hafa bændur þurft
á meiri vélum að halda og
framleiðendur orðið að krefjast fleiri
véla og betri. Tala ,,traktoranna“,
sem nú eru í notkun, er nú fjórum
sinnum meiri heldur en fyrir 5
árum síðan, og eykst talan stöðugt.
Fyrirtækið, sem bjó til fyrstu gufu-
plægivélina fyrir nær 100 árum, býr
nú til allskonar dieselknúnar traktor-
vélar, svo sem aðrar landbúnaðarvélar
til útflutnings. Önnur firma eru nú
að búa til traktora á hjólum af öllum
gerðum. Þar á meðal létta traktora
til auðveldrar vinnu. Meðal þessara
áhalda eru t.d. landbúnaðarvélar til
heyvinnu og uppskeru, ásamt vélum,
sem sérstaklega eru gerðar til
erfiðaðri landbúnaðarvinnu í sambandi
við jarðveginn. í Bretlandi eru
aðallega smábændur, sem ekki hafa
ráð á að kaupa sér meir en einn
traktor þó að kröfurnar heimti
fleiri og betri vélar. Þess skal
látið hér getið, að hægt er að fá
traktora á hjólum, sem hægt er
að láta vinna fleiri verk en eitt með
mjög lítilli fyrirhöfn, og er þannig
hægt að komast af á mjög hagkvæman
hátt.
Að því er snertir korn og hey,
þá hefur Bretland sett sér að framleiða
bæði fyrir heimamarkaðinn og til
útflutnings, af þeim vélum, sem
nýtízku landbúnaður krefst. Þetta
nær ekki eingöngu til allskonar
marg-samsettra véla eins og t.d.
hinna samsettu uppskeru véla (com-
bined harvesters) og annarra
sjálfknúinna landbúnaðarvéla, heldur
einnig til hinna ýmsu breyttu og
bættu venjulegu áhalda, sem sam-
bandið þarfnast til venjulegrar vinnu
sinnar. Eins og forfeður þeirra,
þá eru brezkir framleiðendur nú
að skapa vélar sínar þannig, að þær
geta tekið við uppskerunni í röku
loftslagi, án þess að falla frá því góða
nafni, sem brezkir bændur hafa
ávallt áunnið sér og krafist í sambandi
við hana. Brezkir framleiðendur
hafa látið sér sérstaklega annt um
framkvæmdir í sambandi við þurrkun,
hreinsun og geymslu uppskerunnar,
en í Þeim efnum hafa framleiðendur
í öðrum löndum látið sig það minna
skipta.
Annað sérstakt atriði, sem er
sérstaklega brezkt, og sem er að
breyta gerð og framleiðslu véla, er
að nánari samvinna milli ræktunar
landsi'ns og kvikfjárræktunar, er meiri
hér heldur en nokkursstaðar annars-
staðar í heiminum. Sérhver brezkur
bóndi verður að rækta fóður fyrir
nautgripi sína og nota dýra og jurta
áburð til þess að bæta land sitt.
Til þessarra framkvæmda eru þessar
samvinnuvélar aðeins byrjunin á því
að bændur geti notað sér véltæknina
við heyskap og kornuppskurð.
Bændur þurfa að fá áhöld til að
rækta og skera upp garðana og
aðrar grasmetisafurðir og til að fara
með dýra-áburð, og einmitt í þessu
sambandi hafa verið fundnar upp
nýjar vélar—að vísu hafa framkvæmd-
irnar í þessum málum verið mjög
hægfara—bæði vegna þess að erfitt
er úm lausn þessarra mála og einnig
vegna þess að ófriðurinn hefur gert
það að verkum, að erfitt hefur orðið
um tilraunastarfsemi í þessu sambandi.
En framfarirnar taka skjótum skrefum
og búist er við mjög mikilvægum
árangri, á næsta ári eða svo. Má
þar taka til dæmis allskonar rófur,
kartöflur, næpur, hveiti, tóbak og
jafnvel ung furutré. Þó að þessum
ræktunum sé aðallega beint gagnvart
sykurplöntunni og kartöflum, þá ganga
tilraunirnar í ýmsar aðrar áttir og
vonandi verður hægt að rækta aðrar
jurtir til manneldis. í þessu tilliti
vonum við, að sé eftirspurnin nógu
mikil, þá verði einnig hægt að búa
til vélar sem hægt sé að láta rækta
og sjá um allskonar uppskeru, bæði
rófur og garðávexti.
Þess skal getið hér, að allt þetta
tilraunastarf, sem framkvæmt er nú
á tímum, hefur að baki sér stuðning
tilraunastöðva brezka ríkisins
(Government Agriculture Institute) ;
og hafa þessar stöðvar sérstaklega
verið stofnaðar til þess að aðstoða
þróun landbúnaðarins.
Þessar stöðvar, sem nefndar hafa
verið, gefa mönnum upplýsingar um
vélar og framkvæmdir þeirra, reynslu
þeirra og allra áhalda í sambandi
við þær. Því er áskorun til allra
brezkra framleiðenda að þeir tilkynni
firmanu hér um alla galla og aðra
annmarka, sem kunna að vera á
brezkum vélum, þannig að hægt
verði að leiðrétta þá og lagfæra, svo
að þeir verði brezkum landbúnaði
að sem mestum notum.
Að lokum skal þess getið, að
brezkur landbúnaður hefur tekið í
þjónustu sína véltækni í fyllsta máta
og vélar þær sem notaðar eru, eru
allar framleiddar af brezkum firmum.
Að vísu eru margir erfiðleikar, sem
yfir þarf að komast vegna loftslags,
jarðvegs og af ýmsum öðrum ástæðum
í sambandi við uppskeruna og
tegundir bæja, en framfarir hljóta
að verða (þó að stundum kunni þær
að vera seinar) og vonum við að
þær muni vekja áhuga manna, sem
búa fyrir utan Bretland.
-------------THE-----------------
EXPORT GROUP
The Export Group of the British
Agricultural Machinery and
Implement Manufacturers was
formed in 1940 at the request of
the Secretary of the Board of
Trade. It was the Government’s
belief that industries should form
themselves together in logical
and, so far as possible, cohesive
groups, so that the export trade
of each industry could be
regarded as a whole. Hence such
contacts as it might be necessary
to establish through the Board of
Trade could be made to an in-
dustry through its export group,
thus avoiding the necessity of
making contact with individual
firms.
It was also the Government’s
belief that specific industries
should regard themselves as
national groups rather than as
individual firms, thus faciiitating
any steps which might have to be
taken in the development of
exports when manpower and
shipping became available.
For this purpose, the Agri-
cultural Group was formed. It
has already done useful work in
bringing home to numerous
buyers who come to London from
all parts of the world that manu-
facturers wish to build up a
considerable export business in
British made farm implements
and machinery as soon as possible
The Group consists of over
fifty manufacturers. The number
of machines made by members
covers a complete range of
mechanical farm equipment,
from high powered crawler trac-
tors down to the smallest market
garden types.
23