Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 14

Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 14
Plastik Oldin Eftir H. Maclean Bate HEFÐI kjarnorkusprengjan ekki verið fundin upp, mundi þetta tímabil vera kallað plastik öldin. Plastik var að vísu notað fyrir stríð, en nýjar tegundir koma nú á markaðinn, hver á fætur annari. Framtíð þessa efnis er dásamleg. [ Bretlandi er þörf fyrir þúsundir nýrra húsa og heimila til þess að hýsa fólk það, sem misti aleigu sína í loftárásum. Eins og sakir standa, er skortur á öllum byggingaefnum, og er því farið að nota plastik í hurðahúna, borðplötur, gluggatjöld, rafmagns- útbúnað, útvarpstæki, síma, lampa o.s.frv. Hvernig er plastik framleitt? Til þess að fá dálitla hugmynd um þetta, skulum við ímynda okkur að við séum komin í De La Rue verksmiðjurnar í norður London. Hráefnið líkist upphaflega gegnsæum, brúnlitum molum. Mismunandi tegundir af gerfi-harpeis eru notaðar í framleiðslu á plastik af ýmsu tagi. Algengasta tegundin, ,,bakelite“, er unnin úr „phenol formaldehyde“. Phenol er unnið úr kolum, en formaldehyde gufuseytt úr trjávið. [ aðal vinnusalnum eru pressur af ýmsum stærðum. Vélamaðurinn snertir við lyftistöng og pressan, sem getur verið frá 5 upp í 50 tonn á þyngd, lyftist upp. Fyrir framan hann er eins og stórt stálborð, með ýmiskonar bylgjum og dældum. Ef til vill er pressa þessi að fram- leiða margbrotið mælaborð á bíl í einu lagi; bylgjurnar og dældirnar eru í raun og veru mótið fyrir mælaborðið. Vélamaðurinn dreyfir blöndu af harpeis og litum yfir mótið, tekur í lyftistöngina aftur, og pressan lokast. Þrýstingurinn í pressunni nemur mörgum tonnum á þvertommu efnisins, sem er hitað um leið vel yfir suðumark. Eftir nokkrar mínútur er pressunni lyft upp, og skilar hún nú frá sér glitrandi, lýtalausu mæiaborði. Hvað er nú þetta, sem gerir það að verkum að ryk-kent duft breytist í hart, sterkt efni, sem bráðnar ekki þó það sé hitað upp aftur? Þegar efnið var í pressunni, hitnaði það ekki aðeins, heldur varð það einnig fyrir miklum efnabreytingum. Þetta er þá ein tegund af plastik— „thermo-setting“. Önnur er kölluð ,,thermo-plastic“, og hér gildir önnur meðferð. Engin efnabreyting á sér stað hér. Efnið er blátt áfram brætt, hellt í mót og látið storkna. Ef það er hitað nógu mikið, bráðnar það aftur. Spölkorn þaðan sem 1,500 tonna pressan er í gangi er önnur, aðeins 75 tonn á þyngd, sem framleiðir hun- druð af hárgreiðum á klukkustund. ( vélina er látið svart „thermo- plastic" duft. Einhvers staðar í vélinni var duftið brætt við rafmagns hita, og sprautað inn f hárgreiðu mót; vélamaðurinn gerir ekki annað en að taka við hárgreiðum þeim, sem pressan skilar. Auk þess framleiðir þessi eina verksmiðja útvarps umgjörðirog símaáhöld í þúsundatali. Það er varla til sá hlutur, sem ekki má búa til úr plastik. Ein tegund af plastik er svo að segja óaðgreinanleg frá gleri (perspex, sem notað er í flugvélar, er plastik-tegund). Annað plastik-efni er algjörlega ónæmt fyrir rafmagni, og enn önnur tegund lítur út og hefur sömu eiginlegleika og gúmmí. Sumar plastik-tegundir, eins og til dæmis nyloo, eru ofnar og notaðar í hverskonar vefnaðarvörur. Ein ný tegund er kölluð P.V.C. (stytting á Polyvinychloride) og er notuð þegar þörf er á vatnsheldum efnum, og er hægt að búa til úr því skó. í stríðinu var það notað mikið til þess að einangra rafleiðslur. Þrátt fyrir ímyndunarfulla spádóma, er enn ekki farið að skapa veröld, þar sem plastik kemur í stað allra efna, sem áður hafa verið notuð. Hinsvegar eykst notkun þessa nýja efnis frá degi til dags í heimilum, skrifstofum og verksmiðjum. Það má heldur ekki gleyma því að plastik átti drjúgan þátt í því, að bandamenn unnu stríðið. Brezki plastik-iðnaðurinn framleiddi þúsund- ir af mótum, neðan úr örsmáum „radar“ hlutum upp í skúra, sem (Til vinstri) Voldugar 600-og 850 tonna pressur í De La Rue verksmiðjunni; (Til hægri): 1,500 tonna pressa útbýr ,,facia“ á bifreiðir. 14

x

Brezk-íslenzk viðskipti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brezk-íslenzk viðskipti
https://timarit.is/publication/1859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.