Brezk-íslenzk viðskipti - 01.12.1946, Blaðsíða 32
(Framhald fró bls. 30)
Kjólarnir eru sérstaklega fínlegir,
með rikkingum og fellingum að ofan,
og mikið af fellingum yfir mjaðmirnar.
Fellingarnar eru oft teknar saman
hingað og þangað með rósum. Það
sem mest ber á, á öllum kjólum, eru
drapperingar sem eru bæði aðframan,
í hliðunum og á mjöðmum.
Mörg tízkuhús vilja helst hafa
cocktail-kjóla og kvöldkjóla með 3/4
sídd. Komandi tízka er að hafa
kjólana síðari á daginn, en styttri á
kvöldin. Axlirnar eru hafðar með
rúnnum svip; sléttar, stoppaðar axlir
sjást sjaldan á sýningum f London.
Einn af teiknurunum notar taft í
undirkjóla, og fóður undir jökkunum
í stíl. Á annari sýningu var notað
sama efni í blússur og jakkafóður.
Snið á kvöldkjólum eru mjög
grennandi. Sum pils eru með klauf
í hliðinni, til þess að gera gang og
hreyfingar auðveldari.
Á sumum kjólum eru plísseringar
og fellingar notaðar til þess að gefa
meiri vídd og grennandi línur.
Dinnerkjólar úr ull sjást oft á sýning-
um, og einnig ballkápur úr ull, og eru
þær flestar hafðar með mikilli vídd frá
mittinu. Sumar ballkápur eru hafðar
stuttar og víðar, og eru oft fóðraðar
með flaueli, með stórum uppslögum
til að sýna fóðrið. Á tízkusýningu,
sem varhaldin íLondonfyrirskömmu,
var sýndur Ijósrauður ballkjóll úr
ullarefni, og í staðinn fyrir að hafa
ballkápu við hann, var hafður jakki,
fóðraður með skinni, og skinnfóðrað
,,rug“—pils við. Þetta er sérstaklega
búið til fyrir kulvíst fólk.
ý * *
Kvennfólkið í London er farið að
hugsa mikið meira um hattana nú,
en það hefur gert. Á meðan á
stríðinu stóð, voru hattarnir van-
ræktir, en nú hafa þeir mikið að
segja í kvenfatnaðnum.
Einn þekktur hattasaumari, sem á
verzlanir bæði í London og París, heldur
mest upp á svarta hatta við grænt.
Á fyrstu hattasýningunni, sem hann
hélt síðan stríðinu lauk, voru allir
hattarnir úr fílti. Sýndir voru litlir
,,pillbox“ hattar, sem oftast eru hafðir
aftan áhnakka, stundum eru þeirhafðir
með neti, sem hylur hálft andlitið, eða
hafðar eru framan á þeim margar
lykkjur, búnar til úr silkiborðum, eða
hrúga af strútsfjöðrum, sem er einnig
komið fyrir framan á þeim.
Einn af höttunum var með heilan
paradísarfugl í hliðinni, og stélið látið
koma niður með vanganum. Annar
hattur var með stórum börðum, sem
voru uppbrett að framan. Á sumum
höttum er barðið uppbrett í annari
hliðinni, en hinu megin kemur það
niður mað vanganum og hálsinum svo
langt, að það snertir öxlina. Eftir-
líkingar af sjóræningjahöttum hafa
einnig sjest á hattasýningum.
Það hefur altaf verið efl á því, hvort
heldur kjóllinn eða hatturinn hafl
meira að segja viðvíkjandi tízkunni.
Hattar, sem eru uppbrettir, heimta
fallega hárgreiðslu og andlits-
snyrtingu. Það er þægilegt, fallegt
og kvenlegt, að vera með hatt.
Sumir þeirra líkjast höttum frá fyrra
stríðí, frá 1914 til 1916, skreyttir
fjöðrum, flaueli og netum. ,,Bonnet“
hattar eru stundum hnýttir saman
með böndum undir hökunni.
* * *
Fimm helztu brezku hattafyrir-
tækin hafa komið sér saman um að
halda áfram að hafa vandaða hatta á
boðstólum, og að lækka verðið á
þeim.
Nú er hægt að fá meira af ullar og
hárfílti. Álpahúfur og húfur úr
ullarfílti sem líkjast þeim, eru mikið
notaðar.
Sportklæðnaður.
Treikvart síðar buxur, með brotum.
í, eins og karlmannabuxum, með
uppbrotum fyrir neðan hnje, er
tilvalinn sportklæðnaður. Blússur
úr þunnri ull, með skyrtusniði, eru
notaðar við þær. Annar góður og
þægilegur sportklæðnaður er að
hafa pils úr prjónaull í svörtum lit,
með sterklitum röndum; einlitar
blússur eru hafðar við. Stórir
,,bonnet“ hattar og stórar töskur
eru notaðar við þennan sport-
klæðnað. Bæði stuttar og síðar buxur
eru líka í tísku, og slétt pils, sem
lögð eru á misvíxl í hliðunum, en við
þau eru hafðar sterklitar „battle-
dress“ blússur.
Á öllum tízkusýningum í London
eru eftirtaldir litir notaðir meira nú,
en nokkru sinni áður: grænt, brúnt,
grátt, drapp, djúprautt, vínrautt,
sítrónugult, og síðast en ekki sízt
svart, sem ávalt er vinsælt.
Skemmtileg Sportföt ( herralegum stfl.
Hinar hálfsíðu buxur og ermalausa blússan
er ein og sama flíkin—klæðskerasaumuð
úr' sjógrænu, riffiuðu ullarefni. (Louis,
London, Ltd.)
32